28.11.2007 | 09:09
Hallærisleg og aumkunarverð öll þessi fagnaðarlæti
Ræður umhverfis- og utanríkisráðherra á kynningarfundinum um nýju þróunarskýrslu SÞ komu mér verulega á óvart. Báðar hófu mál sitt á því að klappa sjálfum sér á bakið og tala eins og við hefðum unnið einhverja keppni. Ég sem er svo einfaldur að halda að "Human Development Index" (HDI) gengur út á að undirstrika ójöfnuð milli ríkja en ekki að keppast um að vera betri en Norðmenn (N.B. það er mjótt milli okkar og Noregs - hefðum við náð að toppa þá ef við gæfum eins mikið til þróunaraðstoðar og þeir?).
Það sem þessi nýja skýrsla sýnir okkur, sem gleymist að nefna í fagnaðarlátunum yfir "sigri" Íslands (því auðvitað er þetta ekkert annað en staðfesting á því að "við erum best í heimi" eins og umhverfisráðherra benti á) er að bilið milli þróaðra og vanþróaðra ríkja heims heldur áfram að breikka. Að hluta má rekja það til þess að þróuð lönd eru ekki að standa við skuldbindingar og loforð um framlög til að takast á við vandamál í þróunarlöndum og sérstaklega ekki loftslagsvandamálum. En hvað skiptir það okkur máli - "við erum best í heimi"!
Það sem þessi nýja skýrsla sýnir okkur, sem gleymist að nefna í fagnaðarlátunum yfir "sigri" Íslands (því auðvitað er þetta ekkert annað en staðfesting á því að "við erum best í heimi" eins og umhverfisráðherra benti á) er að bilið milli þróaðra og vanþróaðra ríkja heims heldur áfram að breikka. Að hluta má rekja það til þess að þróuð lönd eru ekki að standa við skuldbindingar og loforð um framlög til að takast á við vandamál í þróunarlöndum og sérstaklega ekki loftslagsvandamálum. En hvað skiptir það okkur máli - "við erum best í heimi"!
Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.