28.11.2007 | 21:42
Google með keppni fyrir ungt fólk til að kynna opinn hugbúnað
Google tilkynnti nýlega um keppni sem þeir kalla "Google highly open participation contest". Markmiðið með keppninni er að kynna fyrir ungu fólki opinn hugbúnað ("open source"). Þátttaka er opinn öllu námsfólki sem er orðið 13 ára og eldri og ekki byrjað í háskóla. Keppninni lýkur 22. janúar 2008.
Google hefur gengið í samstarf við fjölmörg opin hugbúnaðarverkefni, t.d. Apache, Drupal, Gnome, Moodle o.fl., allt vel þekkt forrit. Keppendur geta valið um útistandandi verkefni eftir listum sem eru að finna á vefsíðu keppninnar. Verkefnin eru ekki öll forritunarverkefni og ætti því að vera hægt fyrir alla að finna eitthvað við sitt hæfi.
Þetta er mjög áhugaverð leið til að kynna fyrir ungu fólki mikilvæga þætti í upplýsingavæðingu samfélagsins - hugbúnaðargerð, "open source", samstarf, allt sem tengist hugbúnaðargerð (það er ekki allt forritun!), o.s.frv.
Google hefur gengið í samstarf við fjölmörg opin hugbúnaðarverkefni, t.d. Apache, Drupal, Gnome, Moodle o.fl., allt vel þekkt forrit. Keppendur geta valið um útistandandi verkefni eftir listum sem eru að finna á vefsíðu keppninnar. Verkefnin eru ekki öll forritunarverkefni og ætti því að vera hægt fyrir alla að finna eitthvað við sitt hæfi.
Þetta er mjög áhugaverð leið til að kynna fyrir ungu fólki mikilvæga þætti í upplýsingavæðingu samfélagsins - hugbúnaðargerð, "open source", samstarf, allt sem tengist hugbúnaðargerð (það er ekki allt forritun!), o.s.frv.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.