Þróun eða viðskipti?

Eflaust er "hugmyndafræðilegi ágreiningurinn" sem nú er verið að vísa í sá að það hefur skiljanlega farið í taugarnar á OLPC að Intel hefur haldið áfram að markaðsetja sínar Classmate tölvur í beinu samkeppni við OLPC þrátt fyrir "samstarfið". En það er margt annað sem greinir á milli nálgun þessara aðila í sínum afskiptum af tölvuvæðingu menntunar í þróunarlöndum. T.d. vill OLPC setja tölvur í hendurnar á krökkum og trúir því að með þessu fá þau tækifæri til að uppgötva tæknina, hafa áhrif á hana og smita foreldra, kennara og aðra fullorðna (gæti verið eitthvað til í þessu). Intel beinir hins vegar athyglinni að kennurum og hefur byggt upp kennaraþjálfunarprógramm í tengslum við markaðsetningu sína á Classmate tölvunni.

Svo er hitt að með Windows stýrðum Classmate vélum sínum virðist nálgun Intel byggjast á kennslu á ákveðinn hugbúnað sem er víða notaður í þróuðum löndum. OLPC vill hins vegar gefa krökkum tækifæri til að læra um tölvur, ekki bara að læra á MS Word t.d., og notar því opinn hugbúnað sem krakkarnir geta sjálfir breytt og lagað að sínum þörfum ef þeir vilja. Allur hugbúnaður sem fylgir OLPC XO vélinni miðar að því að hvetja börn til að kynna sér ekki bara notkun tölvunnar heldur líka forritun og gerð efnis til að dreifa á netinu o.þ.h. Mér líst betur á OLPC nálgunina enda er ekkert sem segir að sá hugbúnaður sem er útbreiddastur í þróuðum löndum í dag verði það í framtíðinni eða að það sé besti kosturinn fyrir þróunarlönd. Mér finnst það undarlegt að þegar verið er að reyna að ná til jafn fjölmenns hóps nýrra tölvunotenda eins og eru í þróunarlöndum, að gefa sér að þessir nýju notendur skulu ekki hafa neitt um málið að segja - bara að þegja og þiggja.

En, eins og ég segi, ég held að ágreiningurinn nú snúist ekki um þetta. Þessi vinaslit vekja enn einu sinni upp spurningar um áform fyrirtækja eins og Intel (þetta á við um töluvert fleiri, t.d. OR) í þróunarlöndum. Er markmiðið að bæta aðstöðu fólks í þróunarlöndum eða snýst þetta bara um að búa til nýjan kúnnahóp? Er rétt að segja að Intel hafi nokkurn tíma verið þátttakandi í "þróunarverkefni" (einn þeirra manna lét jú einu sinni hafa eftir sér að Classmates verkefnið væri "viðskipti en ekki þróunarverkefni" - sama orðalag og OR notaði)? Ég á enn erfitt með að skilja hvernig er hægt að halda því fram að verkefni þessara aðila, sem koma óhjákvæmilega til með að hafa gífurlegar breytingar í för með sér fyrir þróunarlönd, eru ekki þróunarverkefni.
mbl.is Intel hættir við þróunarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef Intel er að reyna að selja $100 fartölvu með Windows er það deginum ljósara að Microsoft er með í spilinu. Kostar bara Windows ekki fjórfalt þetta verð? Office enn meira? OEM útgáfur eru auðvitað ódýrari, en ekki svo að hægt sé að selja það með $100 tölvu. Hugmyndin er því líklegast sú að byggja upp sömu einstefnu og á vesturlöndum, þar sem allir nota Windows af því að allir nota Windows. Þetta er fjárfesting í framtíðinni. Markaður Microsoft er mettur, en í þróunarlöndunum eru tækifæri framtíðarinnar.

Villi Asgeirsson, 6.1.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Microsoft hafa verið þekktir fyrir allt annað en heiðarleg viðskipti í þróunarlöndum og jafnvel verið til í að gefa hugbúnað þegar opinberir aðilar minnast á opinn hugbúnað. Sjá t.d. http://www.wired.com/techbiz/media/news/2002/07/54141

Tryggvi Thayer, 6.1.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

Gleymdi að benda á að Intel er engan veginn að reyna að selja $100 fartölvu. Tölva þeirra kostar $350 - töluvert meira en ca. $200 verðmiðinn sem nú er á OLPC tölvunni, sérstaklega þegar haft er í huga að báðir aðilar eru að reyna að semja um magnkaup á þessu verði.

Tryggvi Thayer, 6.1.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

$100 eða $350, það borgar engan vegin fyrir Microsoft Windows og Office. Það er ekki ólíklegt að verið sé að gefa hugbúnaðinn til að "venja fólk við".

Villi Asgeirsson, 6.1.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband