8.4.2008 | 19:43
Blogg um innleiðingu OLPC ferðatölva í Nepal
OLPC verkefnið hefur vakið mikla athygli, ekki öll góð. Eitt sem mér hefur fundist vanta eru haldbær gögn sem styðja fullyrðingar þeirra sem standa að baki verkefninu um gildi og hlutverk upplýsingatækni í námi. En það má líka líta á verkefnið sjálft sem tilraun og að gögnin komi þegar skriður er komið á það.
Hér er eitt blogg sem verður áhugavert að fylgjast með. Það eru aðilar sem eru að innleiða XO tölvurnar í Nepal. Þessi hópur sem bloggar þarna er búinn að vera að vinna í þessu í næstum 2 ár núna. Þeir þurftu að byrja á því að sannfæra yfirvöld í Nepal um gildi verkefnisins og eru búnir að ganga í gegnum heilmikið ferli síðan - allt frá mótun grassrótar hreyfingar til staðfærslu hugbúnaðar og loks, þann 1. apríl síðastliðinn, innleiðingu tölvanna. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim og ég held að þetta gæti orðið alveg jafn lærdómsríkt fyrir okkur sem þykkjumst vera mjög tæknivædd og fyrir nýgræðingana í Nepal.
Hér er eitt blogg sem verður áhugavert að fylgjast með. Það eru aðilar sem eru að innleiða XO tölvurnar í Nepal. Þessi hópur sem bloggar þarna er búinn að vera að vinna í þessu í næstum 2 ár núna. Þeir þurftu að byrja á því að sannfæra yfirvöld í Nepal um gildi verkefnisins og eru búnir að ganga í gegnum heilmikið ferli síðan - allt frá mótun grassrótar hreyfingar til staðfærslu hugbúnaðar og loks, þann 1. apríl síðastliðinn, innleiðingu tölvanna. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim og ég held að þetta gæti orðið alveg jafn lærdómsríkt fyrir okkur sem þykkjumst vera mjög tæknivædd og fyrir nýgræðingana í Nepal.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.