Ísland framarlega - En á niðurleið?

Greinarhöfundur nefnir aðeins að Ísland var í sama sæti (8.) í fyrra en ef litið er lengra aftur í tímann sjáum við að Ísland hefur verið að detta niður. Á heildina litið er spurning hversu jákvætt þetta er:

2004 IS í 2. sæti
2005 IS í 4. sæti
2006 IS í 8. sæti
2007 IS í 8. sæti

Svo er hér grein um áhugaverða skýrslu sem Cisco lét vinna um sterka stöðu norðurlanda á þessum lista. Skýrslan sjálf er hér.


mbl.is Ísland framarlega í notkun upplýsingatækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Mér finnst íslendingar hafa verið að hægja mjög á sér.

Einnig er þjónustan á íslandi mjög léleg, að mínu mati.

Alltof há verð á 3G og örðu líku

Baldvin Mar Smárason, 9.4.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mig minnir að Ísland hafi verið í 1. sæti í kringum árþúsundamótin. Ég fylgdist vel með þessu þá því ég starfaði að verkefni um íslenska upplýsingasamfélagið hjá forsætisráðuneytinu. Íslendingar höfðu þá mikið forskot. Það var reyndar ekki við öðru að búast þegar aðrar þjóðir tækju við sér, það er sumt sem virkar betur í milljónasamfélögum, allur infrastrúktúr er ódýrari því hann deilist á fleiri.

En Íslendingar sem og önnur Norðurlönd eru mjög framarlega, Norðurlöndin fimm eru öll í hópi tíu efstu. Áhugaverðar pælingar í Cisco greininni. 

Ég býst reyndar fastlega við því að Rússland taki forskot í þessu sem og Indland.   

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.4.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ég er ekki viss um að þetta sé alveg rétt þar sem þessi listi WEF er ekki svo gamall. Ísland hefur ekki komist í toppsætið hjá WEF í þeim gögnum sem ég hef safnað. En ég man eftir einhverjum lista yfir útbreiðslu breiðbands og aðgengi að neti þar sem okkur tókst eitt árið að slá út S-Kóreu fyrir fyrsta sætið. Þar skiptir infrastrúkturinn auðvitað mestu máli. WEF listinn tekur á mun fleiri atriðum.

Þegar maður skoðar þróun stöðu okkar á WEF listanum samhliða niðurstöður Capacents á framkvæmd stefnu um upplýsingasamfélag, þar sem ansi mikið vantaði upp á að markmið náðust (þ.e.a.s. þau markmið sem var hægt að mæla), hljóta að vakna ýmsar spurningar.

Tryggvi Thayer, 10.4.2008 kl. 19:02

4 identicon

Ísland  í raun á  nidurleid í samanburdi vid  adrar vestraenar thjódir; Athyglisverd nidurstada, finnst  mér.  Hver  er  ástaedan fyrir thessari  neikvaedu  thróun ?

Orri Olaf Magnússon (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband