Office 97 samræmist ekki OOXML staðlinum

Hér er athyglisverð grein á bloggi Griffin Brown útgáfunnar þar sem fylgst er vel með staðlamálum sem snerta útgáfustarfsemi. Bloggarinn Alex fékk skemu staðalsins í hendurnar og ákvað að prófa skjöl úr Office 97, sem er mikið notað í dag. Viti menn - skjölin reyndust ekki vera í samræmi við staðalinn. Alex prófaði bæði "strict compliance" og "relaxed compliance" (eða "transitional"). Niðurstaðan er sú að til að ná "strict compliance" þarf mikla vinnu en "relaxed compliance" ætti að vera gerlegt. Alex er samt bjartsýnn og jákvæður og telur að Office verði gert samræmanlegt staðlinum og að það muni haldast þannig. Sjáum til...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband