Myndband um upplýsingatækni í finnskum skólum

Mjög athyglisvert myndband um notkun upplýsingatækni í skólastarfi í Finnlandi. Lýsir vel "finnsku leiðinni" í menntamálum. Takið sérstaklega eftir:

1. Upplýsingatækni ekki kennd sem sérgrein heldur flettað inn í alla kennslu.
2. Upplýsingatækni mest notuð fyrir samskipti, ekki upplýsingaöflun.
3. Nemendur hafa aðgang að upplýsingum fyrri nemenda.
4. Samskipti milli nemenda um notkun upplýsingatækni og eins samskipti milli kennara.

http://www.teachers.tv/video/4977

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Afar upplýsandi. Ég vildi bara að skólarnir væru svona í Danmörku, þar sem mín börn eru að alast upp. Þar er tölvan fyrst og fremst notuð í leiki eftir skólatímann hjá þeim yngri og strákarnir eru mest í henni, því stelpurnar "eru ekki fyrir tölvur".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2008 kl. 07:56

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Það virðist vera lykilatriði hjá Finnum að líta á upplýsingatækni sem sjálfsagðan part af umhverfi skólabarna en ekki viðauka sem þarf sérstaka meðferð. En fyrir þá sem vilja læra af reynslu Finna er þetta svolítið ruglingslegt vegna þess að það er erfitt að benda á ákveðna reynslu sem hægt er að yfirfæra.

Ég las áhugaverða frásögn af heimsókn Bandarísks skólafólks til Finnlands þar sem einn segist hissa á því hvað Finnar virðast nota lítið upplýsingatækni í skólum. Hins vegar tekur sá sami fram að farsímar voru mjög áberandi og sumir krakkar jafnvel með fleiri en einn. Ég held að það sem hafi í raun gerst þarna er að verið var að leita að upplýsingatækni í ákveðnu hlutverki sem er ekki til staðar. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að Finnar nota upplýsingatækni töluvert í skólum en notkunin er bara öðruvísi. T.d. kom fram í einni rannsókn að finnskir kennarar eru mun líklegri til að nota farsíma í kennslu en kennarar í öðrum löndum (var hér en þjónn er ekki að svara þegar þetta er skrifað). Það er líka áhugavert í þessari rannsókn að finnskir kennarar virðast ekki heldur meðvitaðir um hlutverk upplýsingatækni í skólastarfinu! Þetta stangast á við aðrar upplýsingar, t.d. myndbandið sem ég vísa á.

Tryggvi Thayer, 6.12.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband