26.12.2008 | 12:06
Farsímar í skólastarfi
Farsímar og önnur tæki eru að hafa töluverð áhrif á aðgengi fólks að neti og hvernig það vinnur með netið (og breytir ansi miklu). Það kemur því ekki á óvart að umræða um notkun farsíma í skólastarfi sé að aukast. Nýleg norræn könnun (Ísland var ekki með) á notkun upplýsingatækni í skólastarfi sýndi að þegar er verið að nota farsíma að einhverju leyti á öllum Norðurlöndum, en langmest í Finnlandi þar sem þriðjungur kennara hefur notað farsíma í skólastarfi - enda farsímar mikilvægur þáttur í almennri stefnu Finna um uppbyggingu upplýsingasamfélags.
Það er búið að gefa út skýrsla í Bretlandi um notkun farsíma í skólastarfi. Þar er fjallað um nokkrar tilraunir sem þykja hafa tekist vel. Það er margt athyglisvert í skýrslunni en mér finnst athyglisverðust umfjöllunin um það hvernig tækni getur brúað bilið milli "skólalífs" nemenda og daglegs félagslífs þeirra. Þetta sýnir hvernig tækni nýtist til að opna leiðir fyrir nemendur að koma með sinn reynsluheim inn í skólastofuna og nýta í námi. Það virðist samt enn vera töluverður ótti við að nýta tækni á þennan hátt í námi. Það er alltaf þessi tilhneiging til að vilja verja skólastofuna fyrir utanaðkomandi áreiti. Það er athyglisvert að í skýrslunni skuli ekkert vera fjallað um jafnt aðgengi að tækninni, sem Bill Thompson vekur athygli á í umfjöllun um skýrsluna á vef BBC.
Ég hef oft bent á mikilvægi þess að tengja upplýsingatækni við skólastarf á hátt sem endurspeglar þátt tækninnar í samfélaginu og í daglegu lífi námsfólks. Þetta er áhugavert skref í réttu átt.
Það er búið að gefa út skýrsla í Bretlandi um notkun farsíma í skólastarfi. Þar er fjallað um nokkrar tilraunir sem þykja hafa tekist vel. Það er margt athyglisvert í skýrslunni en mér finnst athyglisverðust umfjöllunin um það hvernig tækni getur brúað bilið milli "skólalífs" nemenda og daglegs félagslífs þeirra. Þetta sýnir hvernig tækni nýtist til að opna leiðir fyrir nemendur að koma með sinn reynsluheim inn í skólastofuna og nýta í námi. Það virðist samt enn vera töluverður ótti við að nýta tækni á þennan hátt í námi. Það er alltaf þessi tilhneiging til að vilja verja skólastofuna fyrir utanaðkomandi áreiti. Það er athyglisvert að í skýrslunni skuli ekkert vera fjallað um jafnt aðgengi að tækninni, sem Bill Thompson vekur athygli á í umfjöllun um skýrsluna á vef BBC.
Ég hef oft bent á mikilvægi þess að tengja upplýsingatækni við skólastarf á hátt sem endurspeglar þátt tækninnar í samfélaginu og í daglegu lífi námsfólks. Þetta er áhugavert skref í réttu átt.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.