29.12.2008 | 12:36
Rannsókn á notkun ungs fólks á upplýsingatækni - skólar þurfa að breytast
Ég var að lesa þessa skýrslu um rannsóknaverkefni sem skoðar samskipti ungs fólks á netinu og hvernig og hvað það lærir af því. Niðurstöðurnar staðfesta að stór partur af félagslegum raunveruleika ungs fólks byggist á upplýsingatækni, sem ætti s.s. ekki að koma á óvart. Rannsóknin sýnir ennfremur að samskipti ungs fólks á netinu eru ekki bara innantómt blaður um daginn og veginn heldur að ungt fólk notar netið til að afla og miðla þekkingu um margvísleg áhugamál. Í ályktunum sínum fjalla höfundar um hvernig megi endurhugsa menntun með þetta í huga og setja fram ýmsar áleitnar spurningar um hlutverk menntastofnana.
Tillögur höfunda skýrslunnar ganga þvert á viðteknar hugmyndir um tengsl upplýsingatækni og menntunar. Tilhneigingin hefur verið að leita leiða til að taka upplýsingatækni í þjónustu menntunar án þess þó að gera mjög róttækar breytingar á skipulagi menntunar. Þessi rannsókn staðfestir að þetta þarf að endurskoða. Menntun þarf að taka mið af félagslegum veruleika ungs fólks ef hún á að halda gildi sínu fyrir þeim. Upplýsingatækni er miklu meiri þáttur í þessum veruleika en svo að hægt er að hugsa um hana sem eitthvert utanaðkomandi aðskotafyrirbæri sem þarf að þvinga inn í ríkjandi skipulag. Betra er að breyta skipulaginu til að laga það að þörfum netvædds ungs fólks. Þetta kallar á gjörbreyttar áherslur í menntastarfi og breyttu hlutverki kennara og menntastofnana. Það er spurning hvort þetta sé ekki hárréttur tími fyrir okkur að huga að þessum málum nú þegar m.a. er verið að breyta og efla kennaramenntun?
Niðurstöður rannsóknarinnar verða gefnar út í bókinni "Hanging Out, Messing Around, Geeking Out: Living and Learning with New Media" sem er nú þegar hægt að sækja á netinu hér.
Tillögur höfunda skýrslunnar ganga þvert á viðteknar hugmyndir um tengsl upplýsingatækni og menntunar. Tilhneigingin hefur verið að leita leiða til að taka upplýsingatækni í þjónustu menntunar án þess þó að gera mjög róttækar breytingar á skipulagi menntunar. Þessi rannsókn staðfestir að þetta þarf að endurskoða. Menntun þarf að taka mið af félagslegum veruleika ungs fólks ef hún á að halda gildi sínu fyrir þeim. Upplýsingatækni er miklu meiri þáttur í þessum veruleika en svo að hægt er að hugsa um hana sem eitthvert utanaðkomandi aðskotafyrirbæri sem þarf að þvinga inn í ríkjandi skipulag. Betra er að breyta skipulaginu til að laga það að þörfum netvædds ungs fólks. Þetta kallar á gjörbreyttar áherslur í menntastarfi og breyttu hlutverki kennara og menntastofnana. Það er spurning hvort þetta sé ekki hárréttur tími fyrir okkur að huga að þessum málum nú þegar m.a. er verið að breyta og efla kennaramenntun?
Niðurstöður rannsóknarinnar verða gefnar út í bókinni "Hanging Out, Messing Around, Geeking Out: Living and Learning with New Media" sem er nú þegar hægt að sækja á netinu hér.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.