20.6.2009 | 19:41
Ekki öllum markmiðum náð
Kristín Ingólfsdóttir, rektor, hélt því fram í ræðu sinni við brautskráningu HÍ í dag að "Horfur eru á að skólinn muni ná öllum þeim markmiðum sem sett voru og felld inn í afkastatengdan samning við ríkisvaldið." Þarna er hún að vísa í stefnuskrá HÍ fyrir 2006-2011 og samning HÍ og menntamálaráðuneytisins um kennslu og rannsóknir frá 2007. Þetta er ekki alveg rétt hjá henni, alla vega ekki hvað varðar fjarnám.
Í Stefnuskrá HÍ 2006-2011 segir að "Háskólinn móti sér skýra stefnu um fjarkennslu fyrir árslok 2007. Fjarkennsla verði efld í völdum greinum." Sú stefna virðist enn ekki vera samþykkt ef marka má erindi Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors, á málþingi um fjarkennslu og fjarnám sem haldið var í HÍ í mars á þessu ári. Erindið má sjá hér og ég bendi sérstaklega á 14:30-> um stefnu í fjarkennslumálum og 19:00-> um kostun fjarkennslu.
Í Stefnuskrá HÍ 2006-2011 segir að "Háskólinn móti sér skýra stefnu um fjarkennslu fyrir árslok 2007. Fjarkennsla verði efld í völdum greinum." Sú stefna virðist enn ekki vera samþykkt ef marka má erindi Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors, á málþingi um fjarkennslu og fjarnám sem haldið var í HÍ í mars á þessu ári. Erindið má sjá hér og ég bendi sérstaklega á 14:30-> um stefnu í fjarkennslumálum og 19:00-> um kostun fjarkennslu.
Íslendingar hafa verk að vinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.