4.1.2007 | 18:32
Segir sig sjálft að við þurfum öruggt fjarskiptakerfi
Þurfti virkilega heilan ráðgjafahóp til að sannfæra menn um nauðsyn þess að byggja upp annan sæstreng? Ég er bara að spá í hvernig neikvætt svar hefði mögulega geta komið út úr þessu - íslensk fyrirtæki sem eru í meiri útrás en nokkru sinni fyrr hafa gott af því að detta úr sambandi við umheiminn af og til! Eða, það er gott fyrir upplýsingasamfélag að einangrast stöku sinnum!
Datt nokkrum í hug að spyrja hvort að það væri hagkvæmara fyrir íslendinga ef einhver annar aðili en Farice hafi umsjón með nýja strengnum? Eða að spyrja hvort það væri hagkvæmt fyrir íslendinga ef Farice myndi fullnýta burðargetu Farice-1 strengsins? Ég held að það séu margar áhugaverðari spurningar sem vert væri að leggja peninga í að svara en hvort það sé hagkvæmt að tryggja fjarskipti íslendinga.
Datt nokkrum í hug að spyrja hvort að það væri hagkvæmara fyrir íslendinga ef einhver annar aðili en Farice hafi umsjón með nýja strengnum? Eða að spyrja hvort það væri hagkvæmt fyrir íslendinga ef Farice myndi fullnýta burðargetu Farice-1 strengsins? Ég held að það séu margar áhugaverðari spurningar sem vert væri að leggja peninga í að svara en hvort það sé hagkvæmt að tryggja fjarskipti íslendinga.
Þjóðhagslega hagkvæmt að leggja nýjan sæstreng samkvæmt nýrri skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Athugasemdir
Það fer ekki á milli mála að þörfin fyrir annan sæstreng er umtalsverð. Hitt er svo annað mál hvert hann skal leggja. Við höfum þegar traustan og nýlegan sæstreng til Evrópu. Gamli CANTAT-3 liggur til Kanada, en hann er eins fjarri því að vera traustur og Trabant í formúlu eitt keppni. Meirihluti umferðar á mínum vefþjónum á rætur sínar að rekja til Ameríku. Hún tefst og truflast hroðalega í hvert sinn sem CANTAT-3 bilar. Á meðan njóta evrópubúar enn sama hraða og öryggis um FARICE-1.
Hvað varðar hagkvæmnina... Tja, það gildir einu hver sér um reksturinn. Íslenskir þjónustuaðilar munu án vafa notfæra sér tækifærið til að hækka gjöld sín vegna "aukins rekstrarkostnaðar".
Sigurður Axel Hannesson, 5.1.2007 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.