Eru ekki nóg af hliðum og gluggum á Íslandi nú þegar?

Hmm... Svona tengslamyndun milli Gates og þjóðarleiðtoga er að verða svolítið alræmd eins og deilur milli Microsoft og háttsettra í Perú um árið sýndu. Þurfum við virkilega á þessu að halda?

Þessar Microsoft/leiðtoga samkomur eru mjög undarlegar. Tækifæri sem Gates notfærir sér til að sjmúsa við stórlaxa og sannfæra þá um að heimur án Windows er bara hrein lögleysa. Og sumir ginnkeyptir fyrir þessu!

En, hann Bill hefur víst mikinn áhuga á orkunni okkar því það þarf svo mikið til að keyra allar þessar tölvur hans. Hvað ætli hann segi þegar hann kemst að því hvað nettengingar okkar eru traustar?
mbl.is Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UNESCO verðlaun fyrir upplýsingatækni í menntun - áttum við séns í Finnana?

UNESCO - Mennta- og Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna - tilkynnti nýlega um fyrstu heiðursverðlaunahafa fyrir upplýsingatækni í menntun. Vinningshafar eru frá Suður-Kóreu, fyrir verkefni sem miðar að því að tryggja aðgengi að netinu bæði í skólum og á heimilum, og frá Finnlandi, fyrir fjarnámsverkefni sem miðar sérstaklega að því að auka möguleika fullorðna til náms á afskekktum svæðum. Sérstaklega er bent á fjöldann sem hefur lokið námi í finnska prógramminu.

Þégar ég las þetta var mér hugsað til FSNetsins og Símenntunarmiðstöðvanna hér á landi, sem segja má að hafi verið ætlað svipað hlutverk. En, síðast sem ég vissi, var brottnám verulegt vandamál í því námi sem var í boði í gegnum þetta samstarf. Hvað ætli Finnarnir séu að gera sem við erum ekki að gera?

Ég pant svara fyrst!

Eitt af mörgu - Þjálfun kennara! Íslenskir kennarar virðast frekar seinir að tileinka sér upplýsingatækni á þann hátt að hún nýtist vel í kennslu. Þegar ráðist var í að upplýsingatæknivæða menntun hér á landi var allt of lítið hugað að kennaramenntun í því samhengi.

Þótt vitað væri hvers konar breytingar voru í vændum, sem eru vel útlistaðar í skýrslu Menntamálaráðuneytisins, Í krafti upplýsinga, um menntun og upplýsingatækni 1996-99, virðast það vera nákvæmlega þessar breyttu aðstæður og fyrirséðar breytingar á hlutverki kennara sem vefjast fyrir fólki. Í nýlegri skýrslu frá Evrópusambandinu segir:

"20% of teachers do not use computers in class in Iceland. When asked for the most important barrier, half of the teachers state that their subject does not lend itself to being taught with the use of ICT."

Þetta er í engu samræmi við það sem sagt er í skýrslunni Í krafti upplýsinga:

"Hlutverk kennara breytist. Auknar kröfur verða gerðar til verkstjórnar og samstarfs við nemendur og einnig til vandaðrar leiðsagnar við meðferð og úrvinnslu upplýsinga sem nemendur afla sér."

S.s. stór hópur kennara á Íslandi virðist ekki enn hafa áttað sig á þessum breyttu aðstæðum. Þ.e. að við notum upplýsingatækni í nánast öllu sem við gerum í dag og erum stöðugt að læra eitthvað af öllu þessu upplýsingaflæði og sennilega að læra eitthvað um allt. Ef kennarar halda að upplýsingatækni hentar ekki við kennslu í hvaða fagi sem er, hljóta þeir að misskilja upplýsingatækni og hlutverk þess í lífi ungs fólks í dag og að ungt fólk, og reyndar allir, eru stöðugt að læra eitthvað um allt. Stóra spurningin er hvernig kennarar notfæra sér það í skólum. Þannig hugsuðu Finnar og þess vegna eru þeir að fá þessi verðlaun frekar en við.

Að lokum býð ég lesendum að koma með ábendingar um fag þar sem upplýsingatækni nýtist ekki og ég lofa að hrekja þær hugmyndir um leið!

Síminn, Farice og Háskólinn

Þetta sem ég skrifaði í morgun tengist eftirfarandi frétt. Fréttin var víst skráð tvisvar á mbl.is og útgáfan sem ég bloggaði um eytt. Færslan virkar illa þegar það er búið að rífa hana úr samhengi.



Búið að redda öllu?



En Háskóli Íslands (vinnan mín) mun að öllum líkindum þurfa að þola netsambandsleysi á meðan á viðgerðinni stendur vegna þess að það er svo dýrt að flytja sambandið á milli og skólinn hefur ekki efni á því.

 


mbl.is Síminn eykur flutningsgetu sína um Farice sæstrenginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að redda öllu?

En Háskóli Íslands (vinnan mín) mun að öllum líkindum þurfa að þola netsambandsleysi á meðan á viðgerðinni stendur vegna þess að það er svo dýrt að flytja sambandið á milli og skólinn hefur ekki efni á því.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er að kenna þegar námsfólk lærir ekki?

Það fer ekki fram hjá neinum að Illugi Gunnarsson ætlar í menntamálin á sínum pólitíska ferli sem hann er að steypa sér út í af miklum krafti. Það er varla að maðurinn láti frá sér orð án þess að minnast á menntamál. Nýlega skrifaði hann pistil í Fréttablaðið þar sem hann fjallar um menntaþarfir nú þegar íslensk fyrirtæki eru sífellt að láta meira til sín taka í samkeppnishörðum alþjóðlegum heimi viðskipta og nýsköpunnar. Hann bendir sérstaklega á áhugaleysi ungs námsfólks, sem Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, kom að í nýlegri ræðu. Illugi telur að þetta áhugaleysi megi rekja til óraunhæfra væntinga ungs fólks til samfélagsins nú til dags:

"Ætli nemendurnir misskilji fréttirnar um gróða fyrirtækjanna og sigra þeirra á erlendri grund og haldi að slíkt komi af sjálfu sér? Og getur það verið að þeir haldi að mikil og næg atvinna sé náttúrulögmál, að það séu til störf sem þeir geti gengið að sem vísum?"

Hann bendir réttilega á að það er eitthvað vandamál sem þarf að leysa en segir lítið um hvers kyns vandamálið er en lýsir því þó þannig að:

"það er lítið gagn í rúmgóðum skólastofum, nýtísku tækjakosti og samviskusömum kennurum ef nemendurnir eru annars hugar."

Mér finnst ótrúlega þröngsýnt af Illuga að gefa í skyn að þessi vandi sé að öllu leyti námsfólkinu að kenna. Námsfólkinu finnst örugglega líka lítið gagn í skólum þar sem kennsla og kennsluefni er óáhugavert og ekki í takt við þann veruleika sem þeir hrærast í. Vandamálið er ekki að þetta unga fólk nennir ekki að læra. Það er alltaf að læra, eins og við öll. Enda held ég að það sé eðli mannsins að læra. Spurningin er hvað er það að læra og hvernig? Hjá ungu fólki gerist þetta líklega að miklu leyti með samskiptum í gegnum síma og netið. En fram hafa komið vísbendingar um að notkun upplýsingatækni í íslenskum skólum er ábótavant. M.a. hlýtur að vera eitthvað athugavert þegar stór meirihluti íslenskra kennara telja sig hafa næga þekkingu til að nota upplýsingatækni í kennslu en gera það ekki.

Það er samt rétt hjá Illuga, það er eitthvað að. En ég held að það sé meira en bara að ungt fólk sé frekt, firrt og nennir ekki að læra. Ég ætla að enda með því að lista nokkur atriði sem vert væri að skoða:

- Breyttar áherslur í samfélaginu: Ef ungu fólki finnst það eiga skilið að fá góða vinnu er ólíklegt að þær væntingar séu sjálfsprottnar.

- Fleira námsfólk: Í dag eru mun fleiri sem fara í nám en áður. Það er þá ekki ólíklegt að það séu fleiri manngerðir í skólum en áður. Kannski voru það helst þeir sem féllu í það mynstur sem skólinn gerði ráð fyrir áður fyrr, sem entust í námi. Krafa nútímans um meiri menntun þýðir að skólar verða að ná til fjölbreyttari hópa.

- Aukið upplýsingaflæði: Fólk hefur greiðan aðgang að upplýsingum í dag. Það er auðvelt að ímynda sér að þetta nægi til að uppfylla þarfir um aukna þekkingu. Að einhverju leyti er þetta rétt. Hæfni til að vinna úr upplýsingum er ekki sjálfgefin en ungt fólk þarf líka svigrúm til að prófa sig áfram.

- Ungt fólk er ekki vitlaust. Það þarf að sýna því virðingu.

Segjum þetta gott í bili.

Segir sig sjálft að við þurfum öruggt fjarskiptakerfi

Þurfti virkilega heilan ráðgjafahóp til að sannfæra menn um nauðsyn þess að byggja upp annan sæstreng? Ég er bara að spá í hvernig neikvætt svar hefði mögulega geta komið út úr þessu - íslensk fyrirtæki sem eru í meiri útrás en nokkru sinni fyrr hafa gott af því að detta úr sambandi við umheiminn af og til! Eða, það er gott fyrir upplýsingasamfélag að einangrast stöku sinnum!

Datt nokkrum í hug að spyrja hvort að það væri hagkvæmara fyrir íslendinga ef einhver annar aðili en Farice hafi umsjón með nýja strengnum? Eða að spyrja hvort það væri hagkvæmt fyrir íslendinga ef Farice myndi fullnýta burðargetu Farice-1 strengsins? Ég held að það séu margar áhugaverðari spurningar sem vert væri að leggja peninga í að svara en hvort það sé hagkvæmt að tryggja fjarskipti íslendinga.
mbl.is Þjóðhagslega hagkvæmt að leggja nýjan sæstreng samkvæmt nýrri skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IE7 hvað?!? Allir að sækja Firefox 2.0!

Alls staðar birtust fréttir í gær (23.10.2006) um að Firefox 2.0 væri væntanlegur í dag. En á vef Mozilla er ekkert annað að sjá en v. 1.5 og 2.0RC3. En lokaútgáfan virðist samt vera komin á ftp þjóninn sjá hér: ftp://ftp.mozilla.org/pub/mozilla.org/firefox/releases/2.0/ (hefur ekki alltaf verið aðgengilegur í dag),

eða hér:  http://releases.mozilla.org/pub/mozilla.org/firefox/releases/2.0/ (hefur ekki klikkað í dag).


breyting 24.10.06: Þetta er allt saman komið upp á vef Mozilla núna.

Verður einkaleyfi Blackboard's afturkallað?

Eins og ég hef sagt frá áður fékk Blackboard Inc. einkaleyfi á tækni og lausnir sem þeir nota í skólahugbúnaði eins og WebCT, Blackboard og fleira. Um leið og þeir fengu einkaleyfið höfðuðu þeir mál á hendur fyrirtækisins Desire2Learn fyrir að selja hugbúnað í Texas sem notar tækni sem þeir telja sig hafa einkaleyfi á. Desire2Learn hefur núna svarað þessum ásökunum (pdf skjal)  og ef einkaleyfi Blackboard verður ekki afturkallað eftir þetta, er eitthvað verulega mikið að (reyndar er greinilega eitthvað mikið að þar sem þeir fengu einkaleyfið til að byrja með, en nú er spurning hvort það sé eitthvað verulega VERULEGA mikið að).

 Í svari sínu vísar Desire2Learn sérstaklega í IMS samstarfið (samstarf hugbúnaðarfyrirtækja og menntastofnana) sem stefndi að því að koma metadata módel sem þá voru til eða voru að verða til (sjá t.d. IEEE-LTSC Learning Objects Metadata) í nothæft form. Desire2Learn bendir á að fjöldi starfsfólks Blackboard tók þátt í þessu samstarfi á sínum tíma og eru fyrirtækið enn listað sem samstarfsaðili á vef IMS. Í skjali Desire2Learn er vísað í fjölda texta og verkefna frá IMS þar sem tækni og lausnir eins og þær sem Blackboard segist hafa "fundið upp" og gerð grein fyrir aðkomu Blackboard manna að þeim verkefnum. Desire2Learn hafnar kröfu Blackboard og fer fram á að dómur ógildi einkaleyfið sem um ræðir.


Alþjóðavæðing háskólastigsins á Íslandi

Ég var á Málþingi Menntamálaráðuneytisins "Háskólastig á tímamótum" á föstudaginn, 8. sept. Þar voru helstu umræðuefni nýútkomin skýrsla OECD um háskólastigið á Íslandi og nýju háskólalögin. Skýrsla OECD er í megindráttum jákvæð. Auðvitað má alltaf eitthvað laga og bæta og voru það helst gæðamálin og samræming og formfesting ýmissa þátta í samskiptum yfirvalda og háskóla sem höfundar vöktu athygli á.

Í opnunarræðu Þorgerðar Katrínar, Menntamálaráðherra, talaði hún um eflingu háskólastigsins á Íslandi á undanförnum árum sem viðbrögð við aukna hnattvæðingu í heiminum. Því fannst mér undarlegt að hlaupið skyldi yfir alþjóðavæðingu háskólastigsins í kynningu á OECD skýrslunni þó svo að einn kafli fjalli sérstaklega um þetta efni. Í raun var nánast ekkert minnst á alþjóðavæðingu háskólastigsins fyrr en Kristín Ingólfsdóttir tók til máls í upphafi pallborðsumræðu að lokinni kynningu á OECD skýrslunni og nýju háskólalögunum.

Í skýrslunni fara höfundar mjög lofsamlegum orðum um alþjóðavæðingu háskólastigsins á Íslandi. Þeir nefna sérstaklega hátt hlutfall stúdenta sem fara erlendis í nám, og að margir þeirra skuli skila sér aftur til landsins. Þeir hrífast líka mikið af Lánasjóði Íslenskra Námsmanna og hlutverki hans í að auðvelda nemendur að sækja nám erlendis. Af einhverjum ástæðum virðast skýrsluhöfundar ekki sjá ástæðu til að gera mikið úr þeirri staðreynd að þetta á frekar við um stúdenta í framhaldsnámi en í grunnnámi þar sem möguleikar til láns vegna náms erlendis eru mjög takmarkaðir.

Það sem mig langar sérstaklega til að tala um er þetta hvernig við metum hversu alþjóðavætt háskólastigið á Íslandi er orðið. Í flestum greinargerðum um alþjóðavæðingu háskólastigsins, og á þetta við um OECD skýrsluna líka, er gert mikið úr ferðum stúdenta og háskólakennara erlendis og birtingu kennara í erlendum tímaritum. En er þetta marktækur mælikvarði á alþjóðavæðingu?

Árið 1999 birti Bengt Nilsson grein þar sem hann fjallaði um "alþjóðavæðingu heima fyrir" (e. internationalisation at home). Í greininni sagði hann frá verkefni sem hann stóð fyrir í Háskólanum í Malmö sem hafði það að markmiði að auka þátttöku innflytjenda í Malmö í háskólanum, sem þá voru um 60% íbúa í borginni, og um leið að skapa alþjóðlegt umhverfi fyrir alla stúdenta í háskólanum. Rökin voru þau að þótt 10% af stúdentum í skólanum fóru einhvern tíma í nám erlendis þýddi það að enn voru um 90% sem ekki gerðu það. Hugmynd Bengts var þá að það væri hægt að nýta bæði fjölþjóðlegt umhverfið í borginni og reynslu þeirra stúdenta og kennara sem tóku þátt í stúdenta- og kennaraskiptum til að skapa alþjóðlegt háskólasamfélag. Greinin vakti gífurlega athygli og er "alþjóðavæðing heima fyrir" líklega eitt umræddasta hugtak á ráðstefnum og í fræðiritum um alþjóðavæðingu menntunar víða um heim um þessar mundir.

Í dag er almennt litið svo á að alþjóðavæðing feli í sér tvennt. Annars vegar er "menntun yfir landamæri" (e. education across borders/cross-border education), t.d. nemenda- og kennaraskipti, flutningur þekkingar fram og tilbaka milli landa, o.s.frv., og hins vegar er "alþjóðavæðing heimafyrir". Í fréttabréfi OECD verkefnisins "Institutional Management in Higher Education" frá Mars 2004 er þetta sett nákvæmlega svona fram. Þessi tvíþætta skilgreining á alþjóðavæðingu menntunar er líka nokkuð útbreidd, innan OECD sem og annarsstaðar, ef miðað er við fjölda þeirra titla sem hafa verið gefnir út á undanförnum árum sem nefna sérstaklega annan hvorn eða báða þessa þætti. En í skýrslu OECD um háskólastigið á Íslandi er hugtakið "alþjóðavæðing háskólastigsins" ekki sérstaklega skilgreint og snýst umfjöllunin um alþjóðavæðingu nær eingöngu um "menntun yfir landamæri", sem er í algjörri andstöðu við umræðuna um alþjóðavæðingu í dag. Sem slík, er umfjöllunin mjög jákvæð og vissulega getum við íslendingar verið hreykin af okkar háskólasamfélagi fyrir það hversu vel meðvituð við erum um það sem er að gerast á alþjóðlegum vettvangi. Einnig hefur það mikið að segja að frá Íslandi fara hlutfallslega margir stúdentar í nám erlendis og að háskólakennarar eru langflestir menntaðir erlendis. Þetta skilar sér í margvíslegum tengslum við alþjóðlegt samfélag og tilfærslu þekkingar til og frá Íslandi. Hins vegar er það staðreyndin að langflestir íslenskir stúdentar, sérstaklega ef taldir eru með þeir sem eru í grunnnámi og þeir sem eru í framhaldsnámi, fara ekki í nám erlendis. Ennfremur, er hæpið að líta svo á að það að íslenskir stúdentar skuli læra af kennurum sem hafa hlotið sína menntun erlendis komi í staðinn fyrir samneiti við erlenda kennara og skólafélaga í akademísku umhverfi. Því þó svo að kennarar hljóti sína menntun erlendis og komi heim til að kenna eru þeir samt sem áður íslendingar að miðla þekkingu til íslenskra stúdenta í íslensku samfélagi. Stúdentarnir þurfa að mjög takmörkuðu leiti að vinna sjálfir úr menningarlegum hindrunum.

Meginmarkmiðið með "alþjóðavæðingu heima fyrir" er að auka fjölmenningarlega hæfni stúdenta. Er þá átt við hæfni til að geta tekið þátt í uppbyggilegum samskiptum við fólk af ólíkum menningarlegum toga. í þessu felst ekki bara tungumálakunnátta heldur líka að einstaklingar beri virðingu fyrir ólíkri menningu og hafi hæfni til að taka á móti, miðla og skapa þekkingu í fjölmenningarlegu umhverfi. Þetta er mikilvægur þáttur í alþjóðavæðingu því þótt við leyfum okkur að tala um "tilfærslu þekkingar", einfaldar hugtakið mjög það ferli sem felst í slíkri tilfærslu. Þekking er ekki eitthvað sem við tökum upp úr vasanum og sýnum öðrum. Hún er bundinn við flókið menningarlegt samhengi sem mótast af þjóðarmenningu, svæðismenningu og jafnvel einstaklingsmenningu. Tilfærsla þekkingar er í raun ekkert annað en miðlun upplýsinga og það fellur í hlut þeirra sem taka á móti upplýsingunum að skapa úr þeim þekkingu. Þegar þessi miðlun á sér stað á milli ólíkra menningarheima verður fjölmenningarleg hæfni mjög mikilvæg. Gregory Bateson skilgreind upplýsingar sem "a difference that makes a difference" og það er fjölmenningarleg hæfni okkar sem gerir okkur kleift að greina það sem skiptir máli í fjölmenningarlegum samskiptum.

Ferðir tiltekins hóps stúdenta og kennara erlendis er mjög takmarkaður mælikvarði á alþjóðavæðingu. Slíkar tölur sýna einfaldlega ekki hversu vel undirbúnir stúdentar okkar eru til að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra í hnattvæddu þekkingarsamfélagi. Nær væri að skoða hversu oft stúdentar hafa bein samskipti við erlenda stúdenta og kennara. T.d. hve stór hluti íslenskra stúdenta tekur að minnsta kosti eitt námskeið sem kennt er af erlendum kennara, hversu marga erlenda stúdenta íslenskur stúdent situr námskeið með, hversu oft íslenskir stúdentar þurfa að leysa verkefni með erlendum stúdentum, o.s.frv..

Ég held að íslenskir háskólar séu svolítið á eftir háskólum í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við í þessum efnum. T.d. í stefnu margra háskóla á norðurlöndum í dag eru að finna sérstök ákvæði um "alþjóðavæðingu heima fyrir". Ennfremur eru háskólar þar byrjaðir að skilgreina fjölmenningarlega hæfni sem ein af grundvallar hæfniskröfum sem gerðar verða til stúdenta sem hyggjast útskrifast úr skólunum. Það getur vel verið að hægt sé að benda á ýmis dæmi hér á landi um að háskólar séu að þróast í þessa átt. En við bara hreinlega vitum það ekki því gögnum um þessa hlið alþjóðavæðingar er ekki safnað. Það sem vantar nú er að báðar hliðar alþjóðavæðingar verði formfest í stefnu yfirvalda og háskóla og að nýstúdentar geri sér fyllilega grein fyrir kröfum um fjölmenningarlega hæfni og átti sig á hvers vegna þetta er mikilvægt (þetta er spurning um "glocalization" - leyfi mér bara að vísa í almenna skilgreiningu á því hér - kannski meira um það seinna). Þetta er auðvitað draumastaða og eflaust einhverjir sem myndu halda því fram að þetta sé óraunhæf krafa. En það er spurning hvort smæð okkar sé ekki styrkur í þessu sambandi?

Tim Berners-Lee um Web 2.0

Að mínu mati er allt tal um "Web 2.0" í raun ekkert annað en fólk að reyna að fela það að það fattaði ekki það sem það hefði átt að fatta fyrir löngu, þ.e. að þetta er ekkert nýtt (sjá gamla færslu hér). Þetta er það sem vefurinn átti alltaf að vera. Tim Berners-Lee, upphafsmaðurinn af öllu saman, er greinilega sammála (kannski ögn meira dipló en ég) eins og má sjá í broti úr nýlegu samtali:

"LANINGHAM: You know, with Web 2.0, a common explanation out there is Web 1.0 was about connecting computers and making information available; and Web 2 is about connecting people and facilitating new kinds of collaboration. Is that how you see Web 2.0?

BERNERS-LEE: Totally not. Web 1.0 was all about connecting people. It was an interactive space, and I think Web 2.0 is of course a piece of jargon, nobody even knows what it means. If Web 2.0 for you is blogs and wikis, then that is people to people. But that was what the Web was supposed to be all along.

And in fact, you know, this Web 2.0, quote, it means using the standards which have been produced by all these people working on Web 1.0. It means using the document object model, it means for HTML and SVG and so on, it's using HTTP, so it's building stuff using the Web standards, plus Java script of course.

So Web 2.0 for some people it means moving some of the thinking client side so making it more immediate, but the idea of the Web as interaction between people is really what the Web is. That was what it was designed to be as a collaborative space where people can interact.

Now, I really like the idea of people building things in hypertext, the sort of a common hypertext space to explain what the common understanding is and thus capturing all the ideas which led to a given position. I think that's really important. And I think that blogs and wikis are two things which are fun, I think they've taken off partly because they do a lot of the management of the navigation for you and allow you to add content yourself.

But I think there will be a whole lot more things like that to come, different sorts of ways in which people will be able to work together.

The semantic wikis are very interesting. These are wikis in which people can add data and then that data can then be surfaced and sliced and diced using all kinds of different semantic Web tools, so that's why it's exciting the way people, things are going, but I think there are lots of new things in that vein that we have yet to invent."

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband