Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
24.1.2014 | 11:50
Verða hlynntir fleiri en andvígir fyrir lok þessa kjörtímabils?
Í könnunum sem þessum þar sem viðhorf er kannað með nokkuð reglulegu millibili er mesta upplýsingagildið í breytingum yfir lengri tíma. Við sjáum á þessari gröf að breytingar milli kannana segja okkur afskaplega lítið. Þar hoppar allt upp og niður og líklegt að þessar smávægilegu breytingar endurspegli frekar umræðu hverju sinni frekar en almennt álit landsmanna. Eins er munurinn milli andvígra og hlynntra hverju sinni lítið áhugaverður þar sem hver slíkur punktur er út af fyrir sig aðeins svipmynd af stöðunni á tilteknum tíma og skortir víðara samhengi. Ferlið frá upphafi tímabilsins sem sýnt er í gröfinni og til dagsins í dag er því aðal fréttin hér og hún er nokkuð áhugaverð. Það er mjög skýrt að fjöldi þeirra sem segjast vera andvígir aðild fer minnkandi meðan fjöldi þeirra sem segjast vera hlynntir fer vaxandi.
Raunin er að á rúmlega 2 árum hefur fjöldi andvígra fækkað um næstum 10% meðan fjöldi hlynntra hefur aukist um ca. 5%.
Ef þessi þróun heldur áfram gætu hlynntir orðið fleiri en andvígir á þessu kjörtímabili.
Fleiri hlynntir inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 13.5.2014 kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2012 | 17:29
Virkar ekki að leiðrétta staðreyndavillur með staðreyndavillum
Heiðar Már Guðjónsson, einn af þeim sem hafa agenterað fyrir því að íslendingar taki einhliða upp gjaldmiðil annars lands, og Manuel Hinds, fv. fjármálaráðherra El Salvador, rituðu grein sem birtist á Vísi.is í dag undir yfirskriftinni "Staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands". Í greininni gagnrýna þeir nýja skýrslu sem var unnin fyrir Seðlabankann um gjaldmiðlamál. M.a. saka þeir höfunda seðlabankaskýrslunar um að fara með rangt mál um niðurstöður rannsóknar Edwards og Magendzo á hagkerfum landa sem hafa tekið upp gjaldmiðla annarra landa. Ég er engin hagfræðingur en það vill svo til að ég þekki þessa grein sem ég las fyrir verkefni sem ég vann í hagfræðikúrs fyrir nokkrum árum.
Heiðar Már og Hinds halda því fram að höfundar seðlabankaskýrslunnar mistúlki niðurstöður Edwards og Magendzo þegar þeir segja rannsókn þeirra síðarnefndu sýna að hagvöxtur sé að jafnaði minni í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annars lands. Þetta er stórmál! Atriði númer eitt á villulistanum.
Heiðar Már og Hind segja "Ef sú rannsókn [Edwards og Magendzo] er lesin kemur fram að höfundar telja engin tengsl á milli hagvaxtar og upptöku annarrar myntar." Það er svolítið erfitt að ráða í þessa fullyrðingu greinarhöfunda. Hvað meina þeir þegar þeir segja "tengsl"? Ef þeir eru að meina orsakatengsl þá er það rétt. Edward og Magendzo telja alveg örugglega ekki vera orsakasamband milli upptöku gjaldmiðils og hagvaxtar, enda væri mjög erfitt að sýna fram á orsakasamband e.o. er reyndar tilfellið með orsakasambönd yfirleitt í félagsvísindum. Hins vegar er alveg ljóst að Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að hagvöxtur er minni í þeim löndum sem taka einhliða upp gjaldmiðla annarra. Þeir segja þetta aftur og aftur og m.a.s. sannreyna það tvisvar með mismunandi aðferðum. Þetta er tölfræðilega marktækur munur og ein meginniðurstaða rannsóknarinnar. S.s. það er sama hvaða merkingu Heiðar Már og Hind leggja í þessi "tengsl", þetta er rangt hjá þeim.
Svo er önnur fullyrðing Heiðars Más og Hinds í sömu málsgrein: þeir halda því fram að Edward og Magendzo hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsveifla sé minni hjá ríkari löndum eftir einhliða upptöku gjaldmiðils. Nú er ég ekki alveg með á hreinu hvað þeir meina með "hagsveiflu" en ætla að gera ráð fyrir að þar sé átt við "volatility" sem er eitt helsta efni rannsóknarinnar. Einnig skil ég ekki alveg af hverju þeir taka fram "ríkari lönd" því ég man ekki til þess að Edward og Magendzo hafi sérstaklega gert greinarmun á ríkari og fátækari löndum. Ef þetta er allt rétt túlkað hjá mér þá er þessi fullyrðing greinarhöfunda einfaldlega röng. Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að engin marktækur munur er á hagsveiflu (e. volatility) í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annarra og þeim sem nota eigin gjaldmiðil. Þetta er enn ein meginniðurstaða rannsóknarinnar og e.o. með hagvöxtin er fullyrðingin endurtekin oft í greininni sem vísað er í.
Svo til að hafa þetta komplett þá var þriðja meginniðurstaða Edward og Magendzo að verðbólga var lægri í löndum sem tóku upp gjaldmiðil annarra en í löndum sem notuðu eigin gjaldmiðil.
Afgangurinn af villulistanum fer út fyrir mitt þekkingarsvið og kannski ýmislegt athyglisvert þar að finna fyrir þá sem þekkja til. Mér finnst þó frekar aulalegt að hefja leiðréttingu á staðreyndavillum með eigin staðreyndavillum. Hins vegar er mögulegt að ég sé kominn langt út fyrir mitt þekkingarsvið og algjörlega á villugötum með þessar athugasemdir mínar. En mér finnst samt full ástæða að einhver sem býr yfir meiri hagfræðiþekkingu en ég renni aðeins augum yfir afganginn af villulistanum...
Heiðar Már og Hinds halda því fram að höfundar seðlabankaskýrslunnar mistúlki niðurstöður Edwards og Magendzo þegar þeir segja rannsókn þeirra síðarnefndu sýna að hagvöxtur sé að jafnaði minni í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annars lands. Þetta er stórmál! Atriði númer eitt á villulistanum.
Heiðar Már og Hind segja "Ef sú rannsókn [Edwards og Magendzo] er lesin kemur fram að höfundar telja engin tengsl á milli hagvaxtar og upptöku annarrar myntar." Það er svolítið erfitt að ráða í þessa fullyrðingu greinarhöfunda. Hvað meina þeir þegar þeir segja "tengsl"? Ef þeir eru að meina orsakatengsl þá er það rétt. Edward og Magendzo telja alveg örugglega ekki vera orsakasamband milli upptöku gjaldmiðils og hagvaxtar, enda væri mjög erfitt að sýna fram á orsakasamband e.o. er reyndar tilfellið með orsakasambönd yfirleitt í félagsvísindum. Hins vegar er alveg ljóst að Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að hagvöxtur er minni í þeim löndum sem taka einhliða upp gjaldmiðla annarra. Þeir segja þetta aftur og aftur og m.a.s. sannreyna það tvisvar með mismunandi aðferðum. Þetta er tölfræðilega marktækur munur og ein meginniðurstaða rannsóknarinnar. S.s. það er sama hvaða merkingu Heiðar Már og Hind leggja í þessi "tengsl", þetta er rangt hjá þeim.
Svo er önnur fullyrðing Heiðars Más og Hinds í sömu málsgrein: þeir halda því fram að Edward og Magendzo hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsveifla sé minni hjá ríkari löndum eftir einhliða upptöku gjaldmiðils. Nú er ég ekki alveg með á hreinu hvað þeir meina með "hagsveiflu" en ætla að gera ráð fyrir að þar sé átt við "volatility" sem er eitt helsta efni rannsóknarinnar. Einnig skil ég ekki alveg af hverju þeir taka fram "ríkari lönd" því ég man ekki til þess að Edward og Magendzo hafi sérstaklega gert greinarmun á ríkari og fátækari löndum. Ef þetta er allt rétt túlkað hjá mér þá er þessi fullyrðing greinarhöfunda einfaldlega röng. Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að engin marktækur munur er á hagsveiflu (e. volatility) í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annarra og þeim sem nota eigin gjaldmiðil. Þetta er enn ein meginniðurstaða rannsóknarinnar og e.o. með hagvöxtin er fullyrðingin endurtekin oft í greininni sem vísað er í.
Svo til að hafa þetta komplett þá var þriðja meginniðurstaða Edward og Magendzo að verðbólga var lægri í löndum sem tóku upp gjaldmiðil annarra en í löndum sem notuðu eigin gjaldmiðil.
Afgangurinn af villulistanum fer út fyrir mitt þekkingarsvið og kannski ýmislegt athyglisvert þar að finna fyrir þá sem þekkja til. Mér finnst þó frekar aulalegt að hefja leiðréttingu á staðreyndavillum með eigin staðreyndavillum. Hins vegar er mögulegt að ég sé kominn langt út fyrir mitt þekkingarsvið og algjörlega á villugötum með þessar athugasemdir mínar. En mér finnst samt full ástæða að einhver sem býr yfir meiri hagfræðiþekkingu en ég renni aðeins augum yfir afganginn af villulistanum...
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2012 | 21:20
Evrópuþing felldi ACTA: Löngu tímabært að endurhugsa höfundarétt.
Í dag felldi Evrópuþingið alþjóðlega samkomulaginu um höfundarétt, ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement) með miklum meirihluta atkvæða, eða 478 á móti 39. Áður hafði Framkvæmdastjórn ESB samþykkt samkomulagið. Það er ýmislegt merkilegt sem felst í þessari niðurstöðu.
Í fyrsta lagi, má segja að Evrópuþingið hafi fellt ACTA á heimsvísu. Samkomulagið hefði m.a. hert mjög lög um höfundarétt og refsingar fyrir brot á höfundaréttarlögum. Samkomulagið er stutt af samtökum rétthafa e.o. samtaka rétthafa kvikmynda, tónlistar, hugbúnaðar, lyfja o.fl. Ýmis samtök sem berjast fyrir réttindum almennings til að nota réttindavarið efni hafa barist gegn samkomulaginu, t.d. Læknar án landamæra, sem segja að samkomulagið muni hefta mjög aðgang að nauðsynlegum lyfjum í þróunarlöndum. Áður höfðu 8 lönd samþykkt samkomulagið en áttu eftir að staðfesta samþykkið. Án þátttöku ESB er ljóst að samkomulagið er orðið að engu. Þó svo að hin löndin myndu staðfesta samkomulagið eru ESB löndin það stór hluti af markaðssvæðinu sem það er ætlað að taka til að það myndi aldrei vera hægt að framfylgja reglunum sem því fylgja.
Í öðru lagi hefur Evrópuþingið sýnt það og sannað að lýðræði er til staðar í ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur sagst ætla að leggja samkomulagið aftur fyrir þingið en það er ljóst að það mun ekki skila árangri. Í raun hefur Evrópuþingið málsstað netnotenda um allan heim, en ekki bara í ESB og hefur þannig sýnt að lýðræðisleg stofnun svo stórs markaðssvæðis getur haft töluverð áhrif á þróun heimsmála.
Mér þótti undarlegt að ekkert heyrðist um þessa merkilegu kosningu frá ESB andstæðingum á Íslandi, sem þreytast ekki á því að lýsa ESB sem miðstýrðu peði almáttugs Framkvæmdastjórnar. En svo áttaði ég mig á því að mbl.is hefur ekki séð ástæðu til að segja frá þessari merkilegu frétt. Ætli andstæðingarnir viti nokkuð af þessu þá?
Segja má að höfundarréttur sé einn hornsteinn kapitalísmans. Ég hélt að kapitalístar hlustuðu á markaðinn. Mér heyrist markaðurinn vera að tala. Eru kapitalístarnir að hlusta? Það er löngu orðið ljóst að rétthafar þurfa að endurhugsa sín mál.
Í fyrsta lagi, má segja að Evrópuþingið hafi fellt ACTA á heimsvísu. Samkomulagið hefði m.a. hert mjög lög um höfundarétt og refsingar fyrir brot á höfundaréttarlögum. Samkomulagið er stutt af samtökum rétthafa e.o. samtaka rétthafa kvikmynda, tónlistar, hugbúnaðar, lyfja o.fl. Ýmis samtök sem berjast fyrir réttindum almennings til að nota réttindavarið efni hafa barist gegn samkomulaginu, t.d. Læknar án landamæra, sem segja að samkomulagið muni hefta mjög aðgang að nauðsynlegum lyfjum í þróunarlöndum. Áður höfðu 8 lönd samþykkt samkomulagið en áttu eftir að staðfesta samþykkið. Án þátttöku ESB er ljóst að samkomulagið er orðið að engu. Þó svo að hin löndin myndu staðfesta samkomulagið eru ESB löndin það stór hluti af markaðssvæðinu sem það er ætlað að taka til að það myndi aldrei vera hægt að framfylgja reglunum sem því fylgja.
Í öðru lagi hefur Evrópuþingið sýnt það og sannað að lýðræði er til staðar í ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur sagst ætla að leggja samkomulagið aftur fyrir þingið en það er ljóst að það mun ekki skila árangri. Í raun hefur Evrópuþingið málsstað netnotenda um allan heim, en ekki bara í ESB og hefur þannig sýnt að lýðræðisleg stofnun svo stórs markaðssvæðis getur haft töluverð áhrif á þróun heimsmála.
Mér þótti undarlegt að ekkert heyrðist um þessa merkilegu kosningu frá ESB andstæðingum á Íslandi, sem þreytast ekki á því að lýsa ESB sem miðstýrðu peði almáttugs Framkvæmdastjórnar. En svo áttaði ég mig á því að mbl.is hefur ekki séð ástæðu til að segja frá þessari merkilegu frétt. Ætli andstæðingarnir viti nokkuð af þessu þá?
Segja má að höfundarréttur sé einn hornsteinn kapitalísmans. Ég hélt að kapitalístar hlustuðu á markaðinn. Mér heyrist markaðurinn vera að tala. Eru kapitalístarnir að hlusta? Það er löngu orðið ljóst að rétthafar þurfa að endurhugsa sín mál.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 17:13
Ánægjulegt að sjá nýjar áherslur í þróunarsamstarfsmálum
Það er ánægjulegt að sjá áherslubreytingar í þróunaraðstoðarmálum Íslendinga sem birtast í tillögum utanríkisráðherra til þingsályktunar sem lögð hefur verið fyrir Alþingi. Með tillögunni fylgir Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 20112014 þar sem áherslur í stefnumörkun og stefnumótun eru útlistaðar. Áberandi er að þar er gert mikið úr því að hagsmunir þróunarlanda og jafnréttissjónarmið eru höfð að leiðarsljósi í þróunarstarfi Íslendinga. Ég benti á það fyrir nokkrum árum í ráðherratíð Valgerðar Sverrisdóttur að Skýrsla utanríkisráðherra um fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands, sem þá var gefin út, gerði of mikið úr hagsmunum Íslands í tengslum við þróunarstarf. Í þeirri skýrslu var ekki sagt eitt einasta orð um hagsmuni þróunarlanda. H.v. var mikið fjallað um "tækifæri" fyrir íslensk fyrirtæki og aðra í tengslum við þróunarstarf. Í raun hljómaði sú skýrsla svolítið meira eins og viðskiptaáætlun heldur en þróunaráætlun.
Þegar skýrsla Valgerðar kom út var "nýfrjálshyggjustjórnin" við völd og skýrslan endurspeglaði áherslur hennar og þannig séð var í samræmi við nýfrjálshyggjustefnur í öðrum löndum. Það má segja að þetta var "zeitgeist" þess tíma. Það kom því ekki á óvart stuttu síðar þegar orkuútrásavíkingar urðu áberandi í þróunarstarfi Íslendinga, sérstaklega í tengslum við starfssemi ÞSSÍ í Níkaragva. Samsstarfi ÞSSÍ við Níkaragva var slitið eftir hrun fyrir utan eitt jarðvarmaverkefni sem er að mestu í höndum ÍSOR og er áætlað að ljúki á næsta ári.
Ég skrifaði grein í einhvern fjölmiðilinn (man ekki hvort það var Morgunblaðið eða Fréttablaðið) nokkrum dögum eftir að skýrsla Valgerðar kom út þar sem ég gagnrýndi m.a. það að svo mikil áhersla skyldi lögð á hagsmuni Íslendinga en ekki þróunarlanda í þróunarstarfi. Ég fékk engin viðbrögð, sem kom mér s.s. ekki mikið á óvart. En þá kom mér sérstaklega á óvart þegar rúmu hálfu ár síðar, Valgerður (sem þá var ekki einu sinni lengur ráðherra) var fljót að bregðast við skrifum Sölmundar Karls Pálssonar þar sem hann fór fögrum orðum um þessa sömu skýrslu sem ég hafði gagnrýnt. Þegar ég var við heimspekinám í HÍ sagði einn prófessorinn við mig að ef þú ert sammála öllu því sem einhver segir þá er til lítils að skrifa um það þar sem þú hefur í raun ekkert til málanna að leggja. Sölmundur Karl og Valgerður fengu greinilega aldrei þau skilaboð.
Mér þykir það því sérlega ánægjulegt að í þessari nýju skýrslu er talað sérstaklega um að þróunarstarf taki mið af hagsmunum þeirra þjóða sem þurfa á þróunaraðstoð að halda, jafnrétti kynja og mikilvægi menntunar í öllu þróunarsamstarfi.
Þegar skýrsla Valgerðar kom út var "nýfrjálshyggjustjórnin" við völd og skýrslan endurspeglaði áherslur hennar og þannig séð var í samræmi við nýfrjálshyggjustefnur í öðrum löndum. Það má segja að þetta var "zeitgeist" þess tíma. Það kom því ekki á óvart stuttu síðar þegar orkuútrásavíkingar urðu áberandi í þróunarstarfi Íslendinga, sérstaklega í tengslum við starfssemi ÞSSÍ í Níkaragva. Samsstarfi ÞSSÍ við Níkaragva var slitið eftir hrun fyrir utan eitt jarðvarmaverkefni sem er að mestu í höndum ÍSOR og er áætlað að ljúki á næsta ári.
Ég skrifaði grein í einhvern fjölmiðilinn (man ekki hvort það var Morgunblaðið eða Fréttablaðið) nokkrum dögum eftir að skýrsla Valgerðar kom út þar sem ég gagnrýndi m.a. það að svo mikil áhersla skyldi lögð á hagsmuni Íslendinga en ekki þróunarlanda í þróunarstarfi. Ég fékk engin viðbrögð, sem kom mér s.s. ekki mikið á óvart. En þá kom mér sérstaklega á óvart þegar rúmu hálfu ár síðar, Valgerður (sem þá var ekki einu sinni lengur ráðherra) var fljót að bregðast við skrifum Sölmundar Karls Pálssonar þar sem hann fór fögrum orðum um þessa sömu skýrslu sem ég hafði gagnrýnt. Þegar ég var við heimspekinám í HÍ sagði einn prófessorinn við mig að ef þú ert sammála öllu því sem einhver segir þá er til lítils að skrifa um það þar sem þú hefur í raun ekkert til málanna að leggja. Sölmundur Karl og Valgerður fengu greinilega aldrei þau skilaboð.
Mér þykir það því sérlega ánægjulegt að í þessari nýju skýrslu er talað sérstaklega um að þróunarstarf taki mið af hagsmunum þeirra þjóða sem þurfa á þróunaraðstoð að halda, jafnrétti kynja og mikilvægi menntunar í öllu þróunarsamstarfi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.6.2011 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)