29.1.2011 | 17:37
Tjáningafrelsi, upplýsingaflæði og ný stjórnarskrá
Aðgerðir stjórnvalda í Egyptalandi til að takmarka Internet notkun í landinu meðan óeirðir geysuðu í helstu borgum landsins vekja ýmsar spurningar varðandi fyrirhugað stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár Íslands.
Egypsk yfirvöld beittu mjög óvanalegri aðferð til að loka á netsambandi Egyptalands við umheiminn. Í stað þess að loka á ákveðin vefsvæði eða netþjónustur, eins og er t.d. gert í Kína og víðar, voru upplýsingar sem stýra umferð um egypsk netsvæði fjarlægðar af netinu (svokallaðar "Internet routing tables" sem eru notaðar fyrir BGP samskipti milli beina). Þetta gerir það að verkum að ef reynt er að komast í samband við egypska netið, hvort sem er með netnafni (domain name) eða IP tölu, eru engar upplýsingar um hvaða leið beiðni um upplýsingar á að fara. Eins og sumir hafa orðað það, þá hreinlega hvarf egypska netsvæðið af netinu.
Spurningin sem vakir fyrir mér er þessi: Myndu ákvæði í núgildandi stjórnarskrá um tjáningafrelsi ná til aðgerðar e.o. þeirrar sem egypsk stjórnvöld beittu? Og, ef ekki ættu þau að gera það?
Ég held að þetta sé ekki einföld spurning. Þetta er ekki bara spurning um tjáningafrelsi, heldur mætti líka spyrja t.d. hver á og/eða ræður yfir upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að tryggja upplýsingaflæði um netið?
Er þetta eitthvað sem ætti heima í nútíma stjórnarskrá?
Egypsk yfirvöld beittu mjög óvanalegri aðferð til að loka á netsambandi Egyptalands við umheiminn. Í stað þess að loka á ákveðin vefsvæði eða netþjónustur, eins og er t.d. gert í Kína og víðar, voru upplýsingar sem stýra umferð um egypsk netsvæði fjarlægðar af netinu (svokallaðar "Internet routing tables" sem eru notaðar fyrir BGP samskipti milli beina). Þetta gerir það að verkum að ef reynt er að komast í samband við egypska netið, hvort sem er með netnafni (domain name) eða IP tölu, eru engar upplýsingar um hvaða leið beiðni um upplýsingar á að fara. Eins og sumir hafa orðað það, þá hreinlega hvarf egypska netsvæðið af netinu.
Spurningin sem vakir fyrir mér er þessi: Myndu ákvæði í núgildandi stjórnarskrá um tjáningafrelsi ná til aðgerðar e.o. þeirrar sem egypsk stjórnvöld beittu? Og, ef ekki ættu þau að gera það?
Ég held að þetta sé ekki einföld spurning. Þetta er ekki bara spurning um tjáningafrelsi, heldur mætti líka spyrja t.d. hver á og/eða ræður yfir upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að tryggja upplýsingaflæði um netið?
Er þetta eitthvað sem ætti heima í nútíma stjórnarskrá?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.