Forsetinn ætti að hafna þessum undirskriftalista

Undirskriftalisti kjosum.is er ómarktækur og það er alfarið forsvarsmönnum undirskriftasöfnunarinnar að kenna. Undirskriftasöfnun er opinber yfirlýsing sem fólk kýs að leggja nafn sitt við. Hún er ekki kosning og ekki skoðanakönnun. Þeir sem kjósa að taka undir opinbera yfirlýsingu af þessu tagi eiga ekki rétt á nafnleynd frekar en sá sem stendur á Austurvelli með mótmælaskilti. Andstætt því sem Hallur Hallsson hélt fram í frétt á mbl.is í gær er ekkert í persónuverndarlögum sem bannar að birta nöfn eða kennitölur þeirra sem af fúsum og frjálsum vilja leggja nafn sitt við svona yfirlýsingu.

Svona tilbúningur gerir lítið úr raunverulegum möguleikum upplýsingatækni til efla virka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum sem skipta samfélaginu máli.


mbl.is Undirskriftir afhentar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

Hárrétt viðbrögð hjá Arnari. Ætlaði að gera það sama sjálfur þar til ég sá þessa frétt.

Tryggvi Thayer, 17.2.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband