4.11.2011 | 18:53
Facebook í skólum? Auðvitað!
Vísir.is er með brot úr viðtali við Vilborgu Einarsdóttur í Mentor í dag þar sem hún segir m.a. að Facebook ætti að nýtast í námi. Það ætti ekki að koma þeim á óvart sem kannast við skrif mín að ég er fullkomlega sammála henni. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að afturhaldsemi skólafólks varðandi tækni er að skapa gjá milli þeirra og nemenda sem leiðir til þess að nemendur sjái síður tilgang í formlegri menntun. Áhugaverð grein Ásgríms Hermannssonar, ungs menntskælings, sem birtist nýlega bendir til þess að íslenskt skólafólk má vel fara að huga að þessum málum líka. Að læra er félagsleg athöfn og skólar þurfa því að taka mið af félagslegum veruleika ungs fólks við mótun umhverfis sem er ætlað að hvetja til náms. Norskt skólafólk hefur loks áttað sig á þessu og er að taka sig á í þessum málum. Persónulega finndist mér skynsamlegt að fella það undir hlutverk skóla að hvetja ungt fólk til að nota félagslega miðla á uppbyggilegan hátt til að auka sína þekkingu og meðvitund um persónusköpun á netinu.
En hvernig er best að nota Facebook og svipaða tækni í skólum? Satt að segja veit ég það ekki. En miðað við það sem Ásgrímur segir í fyrrnefndri grein væri kannski ekki vitlaust að byrja á því að spyrja nemendurna sjálfa. Ég efast ekki um að Ásgrímur og hans félagar luma á mörgum góðum hugmyndum.
Hér eru tenglar á ýmsar greinar þar sem kennarar lýsa því hvernig þeir nota félagslega miðla í skólastarfi:
Ten ways schools are using social media effectively
Teens & social networking in school & public libraries [PDF skjal] (komið svolítið til ára sinna en góðar hugmyndir samt - þarf að bara að skipta út "myspace" með "facebook")
How to use social networking technology for learning
En hvernig er best að nota Facebook og svipaða tækni í skólum? Satt að segja veit ég það ekki. En miðað við það sem Ásgrímur segir í fyrrnefndri grein væri kannski ekki vitlaust að byrja á því að spyrja nemendurna sjálfa. Ég efast ekki um að Ásgrímur og hans félagar luma á mörgum góðum hugmyndum.
Hér eru tenglar á ýmsar greinar þar sem kennarar lýsa því hvernig þeir nota félagslega miðla í skólastarfi:
Ten ways schools are using social media effectively
Teens & social networking in school & public libraries [PDF skjal] (komið svolítið til ára sinna en góðar hugmyndir samt - þarf að bara að skipta út "myspace" með "facebook")
How to use social networking technology for learning
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Athugasemdir
Facebook er gott dæmi um algera úrkynjun mannsins, banna ætti þetta forrit í skólum og jafnvel víðar.
Guðmundur Júliusson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 20:15
Facebook er eitt útsmognasta fyrirbæri til að safna persónuupplýsingum um fólk á einum stað sem komið hefur fram lengi. Það ætti frekar að kenna skólafólki að hætta að eyða tíma í þessa vitleysu.
Steini Bjarna, 15.11.2011 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.