Fyndin "fréttaskýring" um ESB og Evrópustofu

Maður getur nú ekki annað en hlegið að "fréttaskýringu" Hjartar J. Guðmundssonar á mbl.is í dag. Eins og flestir vita er Hjörtur ein helsta málpípa Heimssýnar, sem keppist við að (mis)upplýsa landsmenn um yfirvofandi yfirtöku ESB á Íslandi. Hjörtur, Heimssýn og aðrir andstæðingar ESB hafa miklar áhyggjur af nýopnaðri Evrópustofu - að þar sé komin áróðursmiðstöð sem mun heilaþvo vesæla íslenska þjóð, sem Hjörtur virðist telja að sé ómögulegt að hugsa fyrir sig sjálf. Til að rökstyðja mál sitt vísar Hjörtur í eina og eina samhengislausa setningu sem birst hefur hér og þar í gögnum sem tengjast ESB. Hann nefnir m.a. þennan upplýsingapésa um stækkunarmál ESB. Andstæðingar eru sérlega hrifnir af því að afskræma það sem sagt er í þessum bæklingi, sem hefur auðvitað ekkert stefnumótandi gildi. Svo ef kynningarbæklingarnir eru ekki nægilega tortryggilegir þá er alltaf hentugt að grípa í einhver formlegri plögg sem hafa ekkert með málið að gera. Hjörtur ályktar svo út frá öllum þessum kynningarbæklingum og samhengislausum frösum, sem hann virðist búinn að kryfja til mergjar, að Evrópustofa geti ekki verið hlutlægur upplýsingaaðili um málefni ESB. En ef það er raunverulega yfirlýst stefna ESB og Evrópustofu að heilaþvo okkur, af hverju getur hann ekki vísað í einhver gögn sem mark er takandi á? Eða, sem betra væri, að sýna okkur einfaldlega dæmi um heilaþvóttastarfsemi Evrópustofu?
mbl.is Evrópusambandið kynnir sig sjálft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi freklega íhlutun ESB með ómældum fjáraustri í mjög viðkvæm og umdeild innanríkismál okkar er ekkert annað en yfirgangur.

Það kemur mjög greinilega fram hjá ESB að markmiðið með þessum svokallaða "upplýsinga áróðri" er ætlað að tryggja stuðning við aðildarferlið og stuðning við almennings við aðild að Sambandinu !

Hjörtur J. Guðmundsson stjórnmálafræðingur og blaðamaður hefur kynnt sér innviði, reglur og sáttmála ESB mjög ítarlega og betur en flestir núlifandi íslendingar. (

Sjá nánar bloggrein mína um þetta efni með því að smella á bláletrað nafnið mitt hér að neðan)

Gunnlaugur I., 12.2.2012 kl. 20:12

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Hjörtur ætti þá að geta rökstutt sitt mál betur hann gerir í þessari grein.

Tryggvi Thayer, 12.2.2012 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband