Málstofa um framtíð menntunar

Ég sagði nýlega frá fyrirhugaðri málstofu um framtíð menntunar sem ég tek þátt í í næstu viku. Nú er allt um málstofuna komið á hreint. Hún verður haldinn þriðjudaginn, 20. mars kl. 15-17, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð (gamli kennaraháskólinn), stofu H-101. Allir eru velkomnir. Frekari upplýsingar hér fyrir neðan:

Þriðjudaginn 20. mars kl 15-17 verður málstofa um framtíð menntunar. Hún verður haldin í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs.

Málshefjandi er Arthur M. Harkins prófessor við Minnesota háskóla, sem hefur verið frumkvöðull í umræðu um þessi efni. Hann svarar einnig fyrirspurnum um efnið. Í kjölfarið verður málstofa um hvernig megi flétta umfjöllun um framtíðina betur inn umræðu um inntak og skipan menntunar.

Meðal þátttakenda í málstofunni verða Tryggvi Thayer frá Minnesota, Svanborg R. Jónsdóttir og undirritaður frá Mvs, en gert er ráð fyrir þátttöku allra málstofugesta.

Þeir Tryggvi og Harkins starfa við "Department of Organizational Leadership, Policy and Development, College of Education and Human Development" í Minnesota háskóla. Harkins stýrir ásamt fleirum námskeiði um framtíð samfélagsins og Tryggvi vinnur að doktorsverkefni sem snýst um menntun og framtíðina.

Erindið og málstofan er öllum opin.



Tuesday the 20th of March 15-17 The School of Education in collaboration with the Department of Organizational Leadership, Policy and Development, College of Education and Human Development, University of Minnesota, will host a seminar on issues related to the future of education. This will be in H-101 in the School of Education.

Professor Arthur M. Harkins from the University of Minnesota will review some of the important issues in an opening presentation and answer questions on the issues he discusses.

In a discussion seminar Tryggvi Thayer from the University of Minnesota and Svanborg R. Jónsdóttir and Jón Torfi Jónasson from the School of Education, with other participants, will reflect on the presentation and speculate with professor Harkins on where we go from here.

The seminar is open to all interested in the issues.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

x

Ásta Sölvadóttir (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband