Mjög áhugaverđ keppni í forritun og vélmennahönnun um helgina

Um helgina verđur FIRST LEGO League forritunar- og vélmennahönnunarkeppni haldin í Háskólabíói. Ţetta er mjög áhugaverđ keppni sem hefur veriđ haldin árlega á Íslandi í nokkuđ mörg ár núna ţar sem ungt fólk fćr tćkifćri til ađ sameina tćkniţekkingu og hugvit viđ ađ leysa mjög praktísk verkefni.

Í gegnum árin hefur Lego átt ţátt í ađ leiđa margt hćfileikaríkt ungt fólk á braut uppfinninga og tćkniţróunar. Smá sögulegt ágrip fyrir ţá sem ekki ţekkja: Lego hóf samstarf viđ Seymour Papert(frumkvöđull í notkun upplýsingatćkni í skólastarfi - bjó til Logo forritunarmál fyrir krakka, kom af stađ einni fyrstu stórtćku 1:1 fartölvuvćđingunni í skólum í Maine-fylki í BNA. og margt fleira) fyrir nokkrum áratugum sem leiddi af sér Lego Mindstorms vörulínuna. Ţađ sem gerir Lego Mindstorms vörulínuna sérlega áhugaverđa fyrir skólafólk, ađ vörulínan er hönnuđ út frá vel grunduđum pedagógískum pćlingum. Lego Mindstorms eru forritanleg Lego sett sem eru notuđ til ađ búa til einföld og lítil vélmenni. Međ ţessu kynnist ungt fólk forritun, vélmennahönnun, gervigreind, o.s.frv. Lego Mindstorms hefur líka veriđ notađ til kennslu á háskólastigi. Notkun Lego Mindstorms innan skóla jafnt sem utan hefur veriđ mikiđ rannsökuđ og ţykir ţađ mjög heppilegt tćki til ađ kynna fyrir ungu fólki möguleika nútíma tćkni á öllum skólastigum.

Salvör Gissurardóttir benti á ţessa upptöku frá Málţingi RANNUM um First Lego League keppnina sem var haldiđ á síđasta ári: http://frea.adobeconnect.com/p4o23javfm6/


mbl.is Forrita vélmenni til ađ leysa verkefni eldri borgara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband