20.2.2007 | 19:16
Það býr engin til vefsíðu í gegnum farsíma
Eitt að þessu að mínu mati - farsímar geta veitt fólki aðgang að upplýsingum sem eru að finna á netinu. En ég myndi ekki vilja blogga, vinna með wiki-færslur, eða búa til og uppfæra annað vefefni í gegnum síma. Þeir sem halda að símar greiði fyrir aðgengi að netinu eru að misskilja hvað er svona gagnlegt við netið. Að komast í það efni sem er til er eitt. En að framleiða efni og hafa áhrif á það efni sem til er fyrir hefur miklu meira að segja. Vissulega geta þróunarlönd haft gagn af því efni sem er þegar til á netinu, en þau græða mest á því að fá að miðla sinni þekkingu og reynslu.
Vöxtur netsins liggur í fjölgun farsímanotenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Það er verið að tala um að skoða vefsíður í gegnum farsíma.
Benni (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:12
Ég hélt að það væri verið að tala um vöxt netsins. Mesti vöxtur netsins er núna vegna upplýsingar sem notendur eru að hrúga inn. Svo mikið að "maður ársins" í fyrra var að mati Time "þú". Ég sé ekki hvernig netið eigi að ná einhverjum gríðarlegum vexti ef fleiri geta skoðað vefsíður.
Tryggvi Thayer, 21.2.2007 kl. 14:32
ég blogga í gegnum símann minn, auk þess sem ég nota hann undir mp3, avi og sem vasaljós, ég spila leiki í honum og notast stundum við google maps viðmótið, dont underestemate the power of the cellphone
kubbur (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.