Það býr engin til vefsíðu í gegnum farsíma

Eitt að þessu að mínu mati - farsímar geta veitt fólki aðgang að upplýsingum sem eru að finna á netinu. En ég myndi ekki vilja blogga, vinna með wiki-færslur, eða búa til og uppfæra annað vefefni í gegnum síma. Þeir sem halda að símar greiði fyrir aðgengi að netinu eru að misskilja hvað er svona gagnlegt við netið. Að komast í það efni sem er til er eitt. En að framleiða efni og hafa áhrif á það efni sem til er fyrir hefur miklu meira að segja. Vissulega geta þróunarlönd haft gagn af því efni sem er þegar til á netinu, en þau græða mest á því að fá að miðla sinni þekkingu og reynslu.
mbl.is Vöxtur netsins liggur í fjölgun farsímanotenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að tala um að skoða vefsíður í gegnum farsíma.

Benni (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ég hélt að það væri verið að tala um vöxt netsins. Mesti vöxtur netsins er núna vegna upplýsingar sem notendur eru að hrúga inn. Svo mikið að "maður ársins" í fyrra var að mati Time "þú". Ég sé ekki hvernig netið eigi að ná einhverjum gríðarlegum vexti ef fleiri geta skoðað vefsíður.

Tryggvi Thayer, 21.2.2007 kl. 14:32

3 identicon

ég blogga í gegnum símann minn, auk þess sem ég nota hann undir mp3, avi og sem vasaljós, ég spila leiki í honum og notast stundum við google maps viðmótið, dont underestemate the power of the cellphone

kubbur (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband