700.000 fjölgun í rannsóknarstörf - ekki útskrifaða doktora

Rektor segir að Evrópusambandið vilji fjölga útskrifuðum doktorum í Evrópu um 700.000. Ekki segir hvaðan rektor hefur þessar tölur en mig grunar að verið sé að vitna í skýrslu Framkvæmdastjórnar ESB Investing in research: an action plan for Europe (2003). Ef svo er er þetta ekki alveg rétt hjá rektor því í skýrslunni segir, "700 000 additional researchers, are deemed necessary to attain the objective". Ekkert um að það þurfi að útskrifa svona marga doktora, bara að það þurfi svona marga í rannsóknarstörf. Partur af vandamálinu er að doktorar fara oft í önnur störf en rannsóknastörf. Að útskrifa fleiri breytir því ekki.

Þetta poppar upp af og til í skýrslum Framkvæmdastjórnarinnar og aldrei er þetta túlkað á þann hátt sem rektor virðist gera. Heldur er talað um að það þurfi að laða hæft fólk til rannsóknastarfa í Evrópu og það þarf að reyna að halda hæfu fólki í rannsóknastörfum. Auðvitað þarf líka að hvetja háskóla til að gera sitt til að mæta þessari þörf. En fyrst og fremst er þetta spurning um starfsumhverfi, kjör og hreyfanleika rannsóknafólks innan Evrópu og um allan heim.

Það er afar hæpið að við náum að útskrifa 550 doktora á næstu 3 árum og spurning hvort við þurfum að gera það. Ef við viljum vera raunsæ væri skynsamlegt að skoða líka hvort hömlur séu fyrir flutningi útlensks rannsóknafólks til landsins (og þá sérstaklega þeirra sem koma utan Evrópu) og skoða kjör og starfsumhverfi rannsóknafólks.
mbl.is 100 doktorar þurfa að útskrifast á ári til að ná markmiðum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Sæll Tryggvi, á opinberum vettvangi er oft misfarið með tölur eða þær rangtúlkaðar, svo að eftirlit eins og þitt hér er sannarlega þarft. Þó má nefna að samkvæmt opinberum tölum frá leiðandi ríkjum á borð við Bretland og Svíþjóð er fjöldi þeirra sem ljúka doktorsnámi á hverju ári á bilinu 25 til 30 fyrir hverja 100.000 íbúa. Eitt hundrað íslenskra doktora á ári er því kannski ekki mjög fjarri lagi þó að talan lýsi bjartsýni.

Birnuson, 26.2.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Góð ábending og kannski gætum við hugsanlega séð svona tölur í nánustu framtíð. En það sem ég vildi kannski frekar vekja athygli á er að hjá Framkvæmdastjórninni er ekki verið að tala um að fjölga útskrifuðum doktorum því það eitt leysir ekki þann vanda sem um ræðir, þ.e.a.s. að það vantar fólk til að manna rannsóknarstöður og það þarf að byggja upp og viðhalda fjölþjóðlegu þekkingarsamfélagi. Þannig að þetta er mun margþættara en rektor lýsir - m.a. hvetja íslendinga sem ljúka rannsóknarnámi erlendis til að koma heim til rannsóknastarfa, hvetja rannsóknafólk heima til að sinna rannsóknastörfum frekar en að fara í önnur (oft betur borguð) störf, hvetja erlent rannsóknafólk til að koma til Íslands til starfa. Og þetta síðasta er sérstaklega mikilvægt því einsleitt samfélag gerir ekki þekkingarsamfélag hvort sem er á landsvísu eða Evrópuvísu. Til að ná þeirri dýnamík sem nútíma hnattvæðing krefst ef þjóðir/lönd/svæði ætla að vera samkeppnishæf þarf innlegg sem endurspeglar mismunandi viðhorf. Bandaríkin eru ekki öflugasta þekkingarsamfélag í heiminum út af því að þeir útskrifa svo marga doktora - heldur að þeir geta haldið í þá í rannsóknarstörfum og eiga auðvelt með að lokka til sín hæfasta fólk frá öllum heimshornum.

Tryggvi Thayer, 26.2.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband