Ekki fyrsti 3víddar prentarinn á almennum markaði

mb-rep2-features-4

Blaðamaður mbl.is virðist hafa gjörsamlega misskilið fréttina sem hann notar sem heimild. Þar er ekki sagt að þetta sé fyrsti 3víddar prentarinn á "almennum markaði" heldur að þetta sé fyrsti prentarinn sem seldur er á "high street", þ.e.a.s. út úr gamaldags staðbundinni verslun (og er sennilega átt við Bretland sérstaklega). Þrívíddar prentarar hafa verið auðfáanlegir í nokkur ár, þá helst með því að panta á netinu. Einn sá fyrsti sem var tiltölulega ódýr og aðgengilegur almenningi á netinu var RepRap prentarinn. Hægt er að sækja teikningar fyrir samsetningu RepRap og þrívíddar teikningar fyrir alla nauðsynlega parta og íhluti ókeypis á netinu. Notandinn sér svo um að verða sér úti um parta og setja tækið saman. Fab@home býður upp á svipað og RepRap. Í dag eru margir 3víddar prentara sem hægt er að kaupa á netinu og fá senda bæði samsetta og ósamsetta og er verð á þeim sem ætlaðir eru almenningi allt frá nokkrum þúsundum bandaríkjadölum og niður í 6-700 dollara.

Fyrir þá sem hafa keypt 3víddar prentara eru komnir upp vefir þar sem hægt er að sækja fjölda módela til að prenta eftir, t.d. Thingiverse þar sem öll módel er opin og ókeypis.

Þrívíddar prenttæknin er komin töluvert lengra á leið en margan grunar... 


mbl.is Fyrsti 3D prentarinn í almenna sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvar get ég pantað þrívíddarprentara sem prentar sig sjálfur? ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2013 kl. 03:47

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Margir vinsælustu prentararnir eru tiltölulega ódýrir vegna þess að þeir eru að miklu leyti búnir til í þrívíddar prenturum. Tími sjálffjölgandi véla er á næsta leyti!

Tryggvi Thayer, 10.7.2013 kl. 06:46

3 identicon

Frábær ábending Tryggvi.

Til gamans má nefna að William Gibson nefnir einskonar 3D prentara í bókinni All Tomorrows Parties sem kom út 1999, en það er þjónusta sem er boðið upp á í Lucky Dragon mini-market keðjunni, hægt að fá hvað sem er - prentað á staðnum.

Tóti (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 18:27

4 Smámynd: Anepo

.... Greinlegt að það er bara heimskt fólk sem vinnur hjá morgunblaðínu, annaðhvort það eða lygarar.

Anepo, 12.7.2013 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband