Af hverju halda sumir að stytting náms muni draga úr brottfalli?

skolastofa
Á vef mbl.is í gær var sagt stuttlega frá samtali við Frosta Ólafsson, nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þar sem hann segir m.a. að hann sé "bjartsýnn á að stytting náms geti verið hagkvæmur kostur og með betri nýtingu fjármuna dregið úr brottfalli nemenda". Af hverju stafar þessi bjartsýni hans? Hvað er það sem bendir til að stytting náms dragi úr brottfalli? Nú er töluvert til af rannsóknargögnum um brottfall (t.d. langtímarannsóknir Jóns Torfa Jónassonar, Andreu Jónsdóttur og Kristjönu Stellu Blöndal og fjölda annarra rannsókna) - bæði íslenskum og erlendum - og ég kannast ekki við að þar hafi nokkurn tíma komið fram að lengd náms orsaki brottfall.
 
Framkvæmdastjórn ESB lét rannsaka brottfall fyrir nokkrum árum þar sem m.a. var sérstaklega athugað hvort það væru tengsl milli lengd náms og brottfalls. Þar kemur fram eitt og annað áhugavert: t.d. að engin fylgni er milli lengd skyldunáms (s.s. grunnskólinn í íslenska kerfinu) og brottfalls nema að einu leyti - í þeim löndum þar sem skyldunám er lengst er brottfall minnst.

Þannig að mér er spurn - á hverju er þessi bjartsýni Frosta byggð?

Ef markmiðið er raunverulega að draga úr brottfalli eru ýmsar aðrar leiðir sem þekking og reynsla bendir til að væru mun áhrifaríkari, t.d. að gera námið áhugaverðara fyrir nemendur og bjóða upp á meiri stuðning. Svo eru ýmsar þekktar leiðir sem krefjast lítils undirbúnings eða kostnaðar. Það er t.d. hægt að þurrka út brottfall með því einfaldlega að afnema hugtakið. Nemendur fengju skírteini sem útlistar því námi sem þeir hafa lokið hvort sem það er 1 ár, 2 eða fleiri. Voilà! Ekkert brottfall, bara nemendur með mismikið nám að baki. Einnig mætti lækka eða afnema lágmarkseinkunn, e.o. Atli Harðarson hefur bent á að gert er í sumum löndum.
 
Ég held að það vanti meiri heiðarleika í þessa umræðu. Hvað er það sem Frosti og hans skoðanabræður vilja og af hverju? 


mbl.is Stytting náms hagkvæmur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband