26.2.2007 | 18:19
Og hvað með hitt? Tækin, auðir diskar, o.s.frv.
Þetta er góð spurning hjá honum Gísla. En af hverju talar hann ekki um öll hin gjöldin sem renna til réttindahafa (eða samtök "þeirra")? Innheimtumiðstöð gjalda fær margar miljónir af sölu diska og tækja hvort sem þau eru notuð til að fjölfalda tónlist eða ekki. Þar að auki eru STEF gjöld innheimt tvisvar ef heyrist í útvarpi á opinberum stað (útvarpsstöðin borgar og staðurinn sem dirfist að láta heyrast í útvarpi).
Þetta er eins og að láta fólk borga tvisvar fyrir bílastæði - einu sinni fyrir notkun á bílastæðinu og svo líka sekt ef maður skyldi fara yfir á tíma (svo þarftu auðvitað að borga sektina aftur ef þú ferð yfir). Þar að auki þarf að borga fyrir hvert dekk. Og sama gildir um reiðhjól, barnavagna, hjólaskauta og innkaupatöskur á hjólum.
Það er hreint ótrúlegt hvað STEF kemst upp með að rukka oft fyrir sama hlutinn.
Segir neytendur greiða oft fyrir sama afnotaréttinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.