Okkur vantar framtíðarflokk í íslensk stjórnmál

keep-calm-and-let-s-make-our-future
Ég skipti mér ekki mikið af pólitík hér á Upplýsandi tæki en var að detta í hug: okkur vantar framtíðarflokk í íslensk stjórnmál. Hlutverk framtíðarflokksins er einfalt - hann sér til þess að pólitískar ákvarðanir miðast við væntanlega og æskilega tæknilega og samfélagslega þróun til lengri tíma. Framtíðarflokkurinn sér til þess að stjórnvöld vinni út frá raunhæfri og heillavænlegri framtíðarsýn sem byggir á stöðugu mati á breytingaröflum og áhrifavöldum. Þegar einn flokkur segir “Það kemur ekki til greina að ganga í ESB.”, segir Framtíðarflokkurinn “Hvernig lítur Ísland utan ESB út eftir 20-30 ár?” Þegar einn flokkur segir “Það þarf að stytta skólagönguna.”, segir Framtíðarflokkurinn “Hvernig lítur samþjappaðra skólakerfi út eftir 20-30 ár?”, og svo framvegis.

Framtíðarflokkurinn myndi sjá til þess að framtíðarsýn og viðmið mótast af hlutlausri og vísindalegri umræðu um breytingaröfl sem kunna að hafa áhrif á íslenskt samfélag. Flokkurinn sjálfur er ekkert sérstaklega til hægri, vinstri eða þar á milli, en er meðvitaður um að slíkar hugmyndafræðilegar tiktúrur hafa óneitanlega áhrif á þróun mála til lengri tíma. Þannig yrði tekið tillit til pólitískra strauma og stefna í mótun langtímasýnar eins og aðra þætti sem kunna að hafa áhrif.
 
Virðist vera til vísir af svona stjórnmálaflokki í Ástrálíu (kemur s.s. ekki á óvart - margir merkustu framtíðarfræðingar í dag eru frá Ástralíu).
 
Er ekki einhver sem er meira pólitískt þenkjandi en ég til í að taka við og gera eitthvað úr þessu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Bendi þér vinsamlegast á hugmynd sem ég hef gengið með og viðrað á minni bloggsíðu.Hún gengur út á að stofnaður sé "flokkur".Þessi flokkur auglýsir síðan eftir framboðum,síðan tekur við kynning frambjóðenda á sinni stefnu og sjónarmiðum og hvað þeir hyggjast gera ef þeir ná kosningu.Síðan er efnt til forkosninga á netinu um þessa frambjóðendur sem raðar fólki á listann sem síðann er borinn fram í kosningunum sjálfum.Allir sem hafa kosningarétt í kjördæminu/bæjarfélaginu hafa rétt til að kjósa í forkosningunum .Flokkurinn er ekki með neina stefnuskrá -frambjóðendur fara fram með sína einka stefnu.Eins og þú kannski kemur auga á eru þetta einstaklingsframboð í raun.Flokkurinn er einungis ætlaður fyrir það form sem kosningafyrirkomulagið er í dag. Ég myndi gjarnan vilja stofna þennan flokk (búseta erlendis er ekki vandamál þar sem ég sjálfur kem ekki til með að bjóða mig fram),en ég geri það ekki einn.Ég er enginn Jón Valur sem getur stofnað stjórnmálaflokk á blogginu einn og óstuddur.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.4.2014 kl. 11:31

2 identicon

Góðar hugmyndir, en er alveg víst þegar þingfólk slíks flokks muni frekar en annað þingfólk fyrir hvaða stefnu og af hvaða fólki þau voru kosin á alþingi? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 13:12

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt athugasemd Kristján B. Kristinsson.

Öll samtök og flokkar þurfa aðhald til að halda stefnu. Þess vegna er alveg sama hvernig samtök eða flokkar eru smíðuð eða smíðaðir, að ef aðhaldið vantar þá verða villur, og líka ef forystumenn slíkra flokka og samtaka leggja sig fram um að sjá og heyra ekki, þá virkar ekki aðhaldið og viljinn til skilnings verður eins og rykið sem fíkur burt og hvað þá?    

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2014 kl. 14:39

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef um hrein einstaklingsframboð er að ræða getur þingmaðurinn ekki skýlt sig bakvið neitt.Hann ber sjálfur alla ábyrðina.Hægt er að bera upp á hann sjálfanloforðin sem hann gaf-ekki flokkinn .Ég veit ekki hvort það er nokkuð hægt að hafa annað en dóm kjósenda ,varla er hægt að láta dómskerfið sjá um þessi mál.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.4.2014 kl. 18:51

5 identicon

Væri þá einmennigs kjördæmi kannski lausnin, fækka þingmönnum í svona 30 og breyta landinu í 30 einmennings kjördæmi og svo að sjálfsögðu ættu þeir sem sætu á þingi ekki að vera Ráðherrar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 19:11

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kjördæmaskipunin er annað mál að mínu mati,en það kemur allt eins til greina að hafa bara eitt kjördæmi. Þetta er jú "Alþingi þjóðarinnar". Og ég er innilega sammála þér Kristján að Ráðherrarnir eigi ekki að koma úr hópi kjörna þingmanna. Mín skoðun er að það eigi að ráða þá úr hópi umsækjenda og gera til þeirra hæfniskröfur.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.4.2014 kl. 19:42

7 Smámynd: Tryggvi Thayer

Áhugaverð umræða en hefur lítið með efni færslunnar að gera. Hvað um það, allt umtal er víst gott umtal.

Tryggvi Thayer, 28.4.2014 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband