Efasemdir um þessa stefnu en hissa að þetta komi á óvart

Utanríkisráðherra gerði grein fyrir því 17. janúar hvernig endurskoðun þróunarsamstarfs miðaði og bauð m.a.s. öllum landsmönnum að koma með athugasemdir. Það að breytingar verða gerðar ætti ekki að koma neinum á óvart. Hins vegar er spurning hvort akkúrat þessar breytingar voru fyrirsjáanlegar.

Í raun er ég sammála að það má breyta ýmsu í starfsemi ÞSSÍ. Það þarf heildaryfirsýn yfir þróunaraðstoð á Íslandi og mér þykir eðlilegt að það verði hlutverk opinberar stofnunnar eins og ÞSSÍ. ÞSSÍ hefur hins vegar ekki gegnt slíku hlutverki heldur hefur hún bara verið einn af mörgum sem vinna að þróunarmálum.

Það að nú skuli lagt til að ÞSSÍ verði fært inn í ráðuneytið finnst mér afar slæm hugmynd og ekki í samræmi við tillögur sem alþjóðlegar stofnanir eins og SÞ og OECD leggja til. Í jafningjamatsskýrslu OECD á þróunarstarfi Breta, sem var gefin út 2006, er sérstaklega bent á heppilegt stjórnsýsluskipulag þeirra í þróunarmálum. Þar er talið skipta sköpum að sjálfstæð stofnun, Department for International Development (DFID), skuli hafa yfirumsjón með stefnumótun, samræmingu og mati á þróunarstarfi breta í heild. Kannski væri ráðlegra fyrir okkur að halda í ÞSSÍ en að breyta starfseminni svo hún samræmist meira DFID?

Bíð núna eftir skýrslunni áður en ég segi meir...
mbl.is Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband