Held ég sé sammála ráðuneytinu núna - óhjákvæmilegar breytingar

Ég fékk skýrsluna í dag og hef bara náð að renna fljótt yfir hana. Ég veit s.s. ekki hvort fréttamenn sem sögðu frá þessu á mbl.is í morgun hafi verið búnir að lesa þetta en fréttin var svolítið ósanngjörn. Fljótt á litið sýnist mér skýrslan vera mjög skynsöm í alla staði og tillögur til bóta og í samræmi við breyttar skuldbindingar okkar og annarra þjóða í þróunarmálum.

Eins og segir í þessari frétt er ekki lagt til að ÞSSÍ verði lögð niður. Lagðar eru fram tvær hugsanlegar leiðir í málin - leið 1., að ÞSSÍ verði áfram sjálfstæð stofnun með skýrt verksvið þannig að ráðuneyti og ÞSSÍ geti samræmt betur samstarf og leið 2., að ÞSSÍ renni saman við ráðuneytið og verður partur af þróunarsamvinnusviði þess.

Þessar tillögur ættu ekki að koma neinum á óvart sem vissi að endurskoðun væri í gangi. Svona er bara þróunarsamstarf í dag. Eitt meginmarkmið í Þúsaldaryfirlýsingunni er að hnattvæðing virki sem jákvætt afl í lífi allra jarðarbúa (1.5). Þannig að það er ekki hægt að skilja á milli utanríkisstefnu sem miðar að því að mæta þeirri áskorun sem felst í hnattvæðingunni og þróunarsamstarfs.

Ég reyni kannski að lesa skýrsluna betur í kvöld og hef þá væntanlega meira að segja...
mbl.is Utanríkisráðuneytið hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra ÞSSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband