22.6.2015 | 20:02
Aum umfjöllun um gagnaukinn veruleika í RÚV
Ég verð að segja að ég er svolítið ósáttur við umfjöllunina um gagnaukinn veruleika í fréttum í RÚV í kvöld. Mér fannst viðmælandi fréttamanns gera frekar lítið úr möguleikum þessarar stórkostlegu tækni. Gagnaukinn veruleiki (GV), sem var kallaður aukinn veruleiki (sem mér finnst ekki góð þýðing) í fréttinni, er þýðing á enska hugtakinu augmented reality (sjá hér af hverju ég vil kalla þetta gagnaukinn veruleika).
Í stórum dráttum verður GV til þegar skynjarar og gögn sem eru sótt yfir nettengingar í snjalltækjum eru notuð til að búa til yfirlag yfir veruleikann til að auka gagnsemi og upplýsingagildi hans. Ég hef fjallað mikið um þessa tækni og sérstaklega möguleika hennar í námi og kennslu í einhver ár núna. Mér finnst frábært að sjá umræðuna breiðast út en er ósáttur við að tæknin sé gerð að einföldu gimmick til að skemmta nemendum.
Í fréttinni sagði viðmælandinn, sem tengist samstarfsverkefni sem Háskólinn á Akureyri tekur þátt í, að helsti kostur tækninnar er wow faktorinn, þ.e. að tæknin gerir hið hversdagslega sem notað er í námi skemmtilegra og áhugaverðar. GV getur gert miklu meira en það og býður upp á mjög spennandi möguleika til að samþætta nám, nýta tækni í tengslum við nám, auka sköpun í námi og margt fleira.
Ég hef fjallað um þetta allt saman margoft áður og vísa frekar í fyrri skrif og erindi en að fara telja upp hér enn eina ferðina:
- Tækninýjungar og framtíð menntunar
- Gagnaukinn veruleiki og framtíð menntunar (glærur)
- Augmented reality in education (glærur)
- Learning in augmented reality: Extending functional realities (kennslufræðilegar pælingar)
- Upptaka af erindi á vorráðstefnu 3F 2013
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.