18.8.2015 | 07:55
Pínlegt að sjá fjölmiðla falla fyrir augljósu plati
Uppfært aftur: Það er loksins búið að breyta fréttinni og allt um grínistana á @Riverblufdental fjarlægt. En það má sjá brot af því sem stóð upphaflega (og í rúmar 12 klst. þar á eftir) á skjáskotinu fyrir neðan. E.o. víti til varnaðar - vinna rannsóknarvinnuna fyrst og svo birta. Ekki öfugt.
Uppfært: Þessi frétt er núna sú mest lesna á vef mbl.is og enn ekki leiðrétt eftir 12 klst. á netinu. Þetta er áhugavert dæmi um s.k. síubólu held ég.
@Riverblufdental, Twitter notandinn sem vísað er í í fréttinni, byrjaði að tísta nokkrum dögum eftir að tannlæknirinn sem rekur stofuna, Walter Palmer, komst í fréttir fyrir að hafa drepið ljónið Cecil. Alla tíð síðan hefur @Riverblufdental verið að ögra fólki með myndum af köttum, ljónum og ýmsum öðrum dýrum ásamt tístum um tannheilsu og það sem umsjónarmönnum finnst vera óþarfa æsingur vegna frétta um veiði Palmers. Stundum fyndið, stundum ekki, en allt í plati. Þeir trúgjörnustu hefðu allavega mátt taka eftir því að gríntístarinn skrifar "River Bluff Dental" rangt (@Riverblufdental: bara eitt 'f'), sem er algeng taktík til að plata fólk í netheimum.
Ég geri ráð fyrir að blaðamenn mbl.is leiðrétti þetta fyrr eða síðar þannig að ég tók skjáskot til að varðveita mómentið:
Ljónadráparinn snýr úr felum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.