Má bjóða þér XO ferðatölvu?

Margir hafa lýst yfir áhuga á að kaupa eintak af ódýru ferðatölvunni sem Negroponte og félagar hafa verið að þróa í MIT Media Lab. Þeir munu víst fá tækifæri til þess. Einstaklingar munu geta gefið $400 til verkefnisins, ca. andvirði tveggja tölva miðað við nýlegar verðhugmyndir, og í staðinn fengið eina tölvu og önnur fer til krakka í þróunarlöndum.

Það er sorglegast að svo virðist að þetta sé gert vegna þess að markaðssetning tölvunar til þróunarlanda hefur brugðist. Má sennilega kenna ýmsu um - skort á viðskiptaviti og samkeppni tölvufyrirtækja (sem virðast hafa nóg af viðskiptaviti).

Meira um þetta hér (en athugið að G1G1 átakið er ekki byrjað - það er hægt að gefa fé til verkefnisins á þessum vef en þið fáið ekki tölvu fyrir það, ekki fyrr en verkefnið verður sérstaklega tilkynnt)
Frétt BBC um átakið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband