16.1.2008 | 21:09
Áhugaverð bók frá Stewart Mader um wiki og þekkingarþróun/menntun
Fyrir síðustu jól kom út áhugaverð bók um notkun Wiki-kerfa sem þekkingarþróunartæki á vinnustöðum sem ber titilinn Wikipatterns. Bókina skrifaði Stewart Mader, sem þykir mikið gúrú í wiki-málum. Hann hefur áður gefið út raf-bókina Using Wiki in Education, mjög áhugavert safn greina. Bókin er fáanleg á netinu á www.wikiineducation.com og eru nokkrir kaflar aðgengilegir ókeypis á vefnum.
Ég hef ekki lesið þessa nýja bók en miðað við fyrri skrif Maders er sennilega óhætt að mæla með henni bæði fyrir "bissness" fólk og fólk í hvers kyns menntastarfi. Hún hefur víða fengið mjög lofsamlega umfjöllun fyrir það hvað hún þykir praktísk en hér er ekki á ferðinni tæknileg umfjöllun um uppsetningu og rekstur wiki-kerfa, heldur er fjallað um leiðir til að innleiða slík kerfi þannig að þau nýtast sem best. Miðað við það sem ég hef lesið á þetta vel við skólasamhengi eins og vinnustaði. Þess má geta að enginn annar en Ward Cunningham, faðir wiki-kerfanna, ritar inngang.
Bókin er að miklu leyti unnin upp úr efni sem Mader hefur skráð á bloggið sitt undanfarin ár á www.ikiw.org. Vefsíða hans um bókina er svo á www.ikiw.org/wikipatterns og má lesa fyrsta kafla bókarinnar þar og sjá efnisyfirlit og atriðaskrá.
Ég hef ekki lesið þessa nýja bók en miðað við fyrri skrif Maders er sennilega óhætt að mæla með henni bæði fyrir "bissness" fólk og fólk í hvers kyns menntastarfi. Hún hefur víða fengið mjög lofsamlega umfjöllun fyrir það hvað hún þykir praktísk en hér er ekki á ferðinni tæknileg umfjöllun um uppsetningu og rekstur wiki-kerfa, heldur er fjallað um leiðir til að innleiða slík kerfi þannig að þau nýtast sem best. Miðað við það sem ég hef lesið á þetta vel við skólasamhengi eins og vinnustaði. Þess má geta að enginn annar en Ward Cunningham, faðir wiki-kerfanna, ritar inngang.
Bókin er að miklu leyti unnin upp úr efni sem Mader hefur skráð á bloggið sitt undanfarin ár á www.ikiw.org. Vefsíða hans um bókina er svo á www.ikiw.org/wikipatterns og má lesa fyrsta kafla bókarinnar þar og sjá efnisyfirlit og atriðaskrá.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt 11.4.2008 kl. 10:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.