1.2.2008 | 01:09
Af hverju bloggar fólk og hverjum kemur það við?
Ég lenti í því um daginn að athugasemd sem ég setti inn á blogg var eydd. Þetta kom mér mjög á óvart vegna þess að athugasemdin mín var, að mér fannst, málefnaleg, benti á ýmsar mótsagnir í máli bloggarans, og bloggfærslan þess eðlis að hún bauð upp á málefnalega umræðu - áleitnar spurningar o.þ.h. Ég komst fljótlega að því að það var ekki nóg með að blogghöfundurinn hafði eytt athugasemdinni minni heldur var líka búið að útiloka mig frá allri umræðu á þessu bloggi. Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta svolítið óréttlátt og það eiginlega fauk svolítið í mig og ég var ekki alveg tilbúinn að sætta mig við þessa meðferð. Þannig að ég sendi aftur inn athugasemd, ekki innskráður á mínu notandanafni (ég gaf þó alltaf upp rétt tölvupóstfang og vefsíðu þannig að það fór ekki milli mála að það var ég sem sendi inn þessi skilaboð), og spurði hvað hafði orðið um fyrri athugasemdina. Mér var þá tjáð að ég hafði verið bannfærður vegna þess að ég hafði sakað blogghöfund um eitt og annað, sem ég kannast ekki við. Þessi seinni athugasemd fékk að vera inni en IP tala tölvu minnar sett á bannlista. Nú var ég verulega gáttaður og kominn upp svolítill púki í mér. Þar sem ég er ekki IP tala fór ég bara inn á annarri IP tölu og hélt umræðunni áfram - mjög málefnalegt og allt það. Sumt fékk að haldast inni og annað ekki og að lokum sagðist höfundurinn ekki hafa tíma til að standa í þessu og ritskoðar nú allar athugasemdir sem sendar eru inn á bloggið hans.
Eftir þetta hef ég verið að hugsa um hvers vegna fólk bloggar. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að fólk hefur ýmsar ástæður og stundum hentar ekki að leyfa hverjum sem er að skrá inn athugasemdir. Verandi svolítill akademíker leitaði ég beint í literatúrinn til að sjá hvort þetta hefur verið rannsakað. Það er ekki mikið en þó eitthvað (sjá t.d. Leave a Reply: An Analysis of Weblog Comments og Why We Blog). Rannsóknir sem hafa verið gerðar koma ekki verulega á óvart - sumir blogga fyrir félagsskap eða skapa umræðu um samfélagsmál eða til að auðga sína þekkingu og taka athugasemdum fagnandi meðan aðrir blogga um persónuleg mál og finnst athugasemdir jafnvel vera eins og óþægileg afskiptasemi.
Miðað við þessar greiningar er ljóst að bloggið sem ég er núna bannaður á (mér skilst að ég er ekki sá eini sem nýtur þess vafasama heiðurs) er af fyrri gerðinni - færslur eru nær allar um samfélagsleg málefni líðandi stundar sem snerta alla og settar þannig fram að þær hvetja til umræðu. Umræður eru líka oft töluverðar og nokkuð líflegar. Hvernig eigum við þá að taka þessum bannfæringum?
Þetta er eigið blogg bloggarans og honum auðvitað frjálst að gera eins og honum sýnist. En, vegna efnisvalsins og að það er boðið upp á að almenningur sendi inn athugasemdir er bloggarinn í raun að gefa í skyn að þetta sé opinn umræðu vettvangur (ekki í neinum lagalegum skilningi samt). Þar af leiðandi, þegar hann eyðir athugasemdum bara út af því að þær samræmast ekki hans skoðunum er hann að gefa í skyn að það er engin teljanleg andstaða við hans málstað. Það má þó nefna að sumir hafa tekið eftir því að athugasemdir eiga það til að hverfa á þessu bloggi og má lesa umræðu um það á blogginu sjálfu. Þeir sem skanna svolítið bloggið eiga því að geta áttað sig á þessu. En, þeir hafa enga leið að vita hvað var í þessum athugasemdum sem búið er að eyða eða hvers vegna þeim var eytt. Þannig að mér finnst eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en ritskoðun (aftur - ekki í neinum lagalegum skilningi).
Það sem mér finnst svo merkilegt við blogg er að þegar vel tekst til og líflegar umræður skapast er hægt að fá í fljótu bragði yfirsýn yfir ýmsar hliðar á málum. En þegar bloggarar velja og hafna á óskrifuðum forsendum hvað fer inn á blogg sem er annars aðgengilegt almenningi skekkist þessi mynd verulega. Rannsóknir hafa sýnt að stór hluti netnotenda á það til að leita eins skammt og mögulegt er af upplýsingum á netinu (sjá t.d. þessa rannsókn). Blogg eru ört vaxandi partur af upplýsingaflæðinu á netinu og eru oft meðal fremstu leitarniðurstaða. Eiga bloggarar að taka þetta til sín og setja sér siðferðilegar skyldur gagnvart sínum lesendum? Ég held að það væri ekki slæm hugmynd.
Eftir þetta hef ég verið að hugsa um hvers vegna fólk bloggar. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að fólk hefur ýmsar ástæður og stundum hentar ekki að leyfa hverjum sem er að skrá inn athugasemdir. Verandi svolítill akademíker leitaði ég beint í literatúrinn til að sjá hvort þetta hefur verið rannsakað. Það er ekki mikið en þó eitthvað (sjá t.d. Leave a Reply: An Analysis of Weblog Comments og Why We Blog). Rannsóknir sem hafa verið gerðar koma ekki verulega á óvart - sumir blogga fyrir félagsskap eða skapa umræðu um samfélagsmál eða til að auðga sína þekkingu og taka athugasemdum fagnandi meðan aðrir blogga um persónuleg mál og finnst athugasemdir jafnvel vera eins og óþægileg afskiptasemi.
Miðað við þessar greiningar er ljóst að bloggið sem ég er núna bannaður á (mér skilst að ég er ekki sá eini sem nýtur þess vafasama heiðurs) er af fyrri gerðinni - færslur eru nær allar um samfélagsleg málefni líðandi stundar sem snerta alla og settar þannig fram að þær hvetja til umræðu. Umræður eru líka oft töluverðar og nokkuð líflegar. Hvernig eigum við þá að taka þessum bannfæringum?
Þetta er eigið blogg bloggarans og honum auðvitað frjálst að gera eins og honum sýnist. En, vegna efnisvalsins og að það er boðið upp á að almenningur sendi inn athugasemdir er bloggarinn í raun að gefa í skyn að þetta sé opinn umræðu vettvangur (ekki í neinum lagalegum skilningi samt). Þar af leiðandi, þegar hann eyðir athugasemdum bara út af því að þær samræmast ekki hans skoðunum er hann að gefa í skyn að það er engin teljanleg andstaða við hans málstað. Það má þó nefna að sumir hafa tekið eftir því að athugasemdir eiga það til að hverfa á þessu bloggi og má lesa umræðu um það á blogginu sjálfu. Þeir sem skanna svolítið bloggið eiga því að geta áttað sig á þessu. En, þeir hafa enga leið að vita hvað var í þessum athugasemdum sem búið er að eyða eða hvers vegna þeim var eytt. Þannig að mér finnst eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en ritskoðun (aftur - ekki í neinum lagalegum skilningi).
Það sem mér finnst svo merkilegt við blogg er að þegar vel tekst til og líflegar umræður skapast er hægt að fá í fljótu bragði yfirsýn yfir ýmsar hliðar á málum. En þegar bloggarar velja og hafna á óskrifuðum forsendum hvað fer inn á blogg sem er annars aðgengilegt almenningi skekkist þessi mynd verulega. Rannsóknir hafa sýnt að stór hluti netnotenda á það til að leita eins skammt og mögulegt er af upplýsingum á netinu (sjá t.d. þessa rannsókn). Blogg eru ört vaxandi partur af upplýsingaflæðinu á netinu og eru oft meðal fremstu leitarniðurstaða. Eiga bloggarar að taka þetta til sín og setja sér siðferðilegar skyldur gagnvart sínum lesendum? Ég held að það væri ekki slæm hugmynd.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt 14.3.2008 kl. 08:57 | Facebook
Athugasemdir
já þarna hittir þú naglann á höfuðið.Hrikalega er ég sammála.
Fólk sem þolir ekki athugasemdir á eitthvað sem það segir er ekki mikið varið í og ef það getur ekki svarað e'a allavega lesið hugrenningar sem fólk hefur fram að færa þá held ég að það ætti alveg eins að útiloka það eins og fólkið sem eitthvað hefur sagt út á það.
Einfaldlega aumingjalegt að þola ekki athugasemdir á vitrænum grunni og oft fer fólk með tómann þvætting sem ekkert er til í og einfaldlega þarf að leiða viðkomandi í sannleikann eða að diskutera eitthvað sem sagt hefur verið.
Það eru nokkrir svona "aumingjar" sem eru á lista yfir mest lesnu bloggarana hérna á mbl og þykir mér að þeir ættu að sjá heiður sinn að geta tekið því sem aðrir hafa að segja, þeir eru nú ekki einir í heiminum.
Riddarinn , 1.2.2008 kl. 01:37
Get alveg tekið undir þetta með þér,hef sjálfur lent í þessu og þegar ég fór inn aftur og setti útá þetta hjá viðkomandi bloggara þá fékk ég heilan flokk af bloggvinum viðkomandi á mig.Getur sem sagt átt von á því er þú bloggar gegn einhverjum að fá skítkast eða ert útskúfað í staðin ef þú ert ekki samála.Þetta er vegna þess að þeir sem gera þetta þola ekki athugasemdir frá öðrum ef þeim hentar það ekki og líkar ekki að þú sért ekki sammála þeim.Ef þú ert á annari skoðun en viðkomandi bloggari ertu ekki velkominn.Oftast er þetta fólkið sem hrópar hæst um lýðræðið,málfrelsið og tjáningarfrelsið en það á bara að virka ef því líkar og þegar því hentar.Andlegi og félagslegi þroskinn er ekki meiri en þetta.En hvaða máli skiptir það svo sem....maður heldur bara áfram að hafa sína skoðun og brosir svo bara að öllu saman.
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 01:46
Það er reyndar mikið til í því að ef menn treysta sér ekki í stólinn án þess að verða gagnrýndir - að geta ekki bloggað nema með því að ritskoða og pikka út það sem fellur ekki alveg að því sem sjálfum þeim hugnast, þá eiga menn bara ekki að sitja í stólnum eða vera að blogga.
Allir sem setja eitthvað inn á svona vettvangi verða sannarlega að skilja það og vera undirbúnir því að ekki erum við öll eins - eins mörg og við erum eru skoðanir okkar mismunandi.
Þeir sem t.d. blogga verða að vera nógu sterkir til geta sannarlega kallað sig bloggara og átta sig á því að ef sá sem gagnrýnir eða svarar blogginu er ekki sammála því sem bloggað er - þá er það bara allt í lagi - auðvitað svo framalega sem gagnrýnin eða svörin eru málefnaleg og innan allra siðsamlegra marka.
Tiger, 1.2.2008 kl. 01:57
Þetta er ekkert smá flott færsla hjá þér
Guðrún Lilja, 1.2.2008 kl. 02:58
og annað þessi ákveðni maður sem var búin að setja ákveðið fólk á bannlista hjá sér gafst upp og nú er hægt að commenta hjá honum, annars get ég verið dugleg við að taka færslur hans sem ekkert má segja á og setja það hjá mér og þar getur fólk sko sagt sína skoðun og ekki eyði ég því út maður hlýtur nú mega segja sína skoðun á því sem manni finnst.
Guðrún Lilja, 1.2.2008 kl. 03:04
Ég nenni ekki að lesa bloggara sem leyfa ekki athugasemdir Trú og pólitík virðast stjórna fólki, ekki fólk trúnni og pólitíkinni
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2008 kl. 03:25
Hva, má ekki segja hver manneskjan er? Út með sprokið! Verð að skoða hana/hann. En annars, er ekki hægt að stilla þannig að ekki sé hægt að senda inn aths? - fyrir þá sem vilja skína en ekki fá speglun?
Beturvitringur, 1.2.2008 kl. 03:52
Ég er ekki að setja út á það að bloggarar takmarki athugasemdir á bloggunum sínum. Eins og ég segi get ég vel ímyndað mér tilvik þar sem slíkt væri mjög viðeigandi. Bloggurum er auðvitað frjálst að haga sínu bloggi eins og þeir vilja en ef almenningi er takmarkaður aðgangur með einhverjum hætti, t.d. birtar athugasemdir valdar eftir því hvaða skoðun í þeim felst, ætti slíkt að koma fram mjög skýrt og greinilega á blogginu.
@Beturvitringur - ég virðist vera búinn að valda greyinu nógu miklum höfuðverkjum og óþarfi að nafngreina hann hér (en þú getur auðveldlega komist að því ef þú kíkir á bloggið hennar Guðrúnar Lilju).
*Uppfærsla* - eins og Guðrún Lilja bendir á er viðkomandi búinn að opna fyrir athugasemdum aftur án þess að hann þurfi að samþykkja þær sérstaklega (býst samt við að hann haldi áfram að eyða því sem honum finnst "óþægilegt"). Honum fannst víst bara of mikið vesen og of tímafrekt að standa í þessu - athyglisverður vinkill á málinu sem ég hafði ekki hugleitt...
Tryggvi Thayer, 1.2.2008 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.