Útúrdúr - um hvað snýst úrskurður Mannréttindanefndar SÞ um kvótakerfið?

Ég er nú ekki vanur að spá mikið í kvótamál, en ég hef mikinn áhuga á flæði upplýsinga og hvernig það mótar hugsun okkar og þekkingu. Þess vegna blöskrar mér þegar fólk sem jafnan nær til eyru margra fara með rangt mál, sérstaklega þegar það virðist gert í þeim tilgangi að villa um fyrir fólki - og það hefur ýmislegt verið sagt um nýlegan úrskurð Mannréttindanefndar SÞ um mál Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar sem virkar mjög dúbíus. M.a. virðast Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, ákveðnir í að villa um fyrir almenningi um hvað málið snýst.

Hannes Hólmsteinn segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu 29. janúar
Þá vaknar auðvitað spurning, sem borin var upp við mannréttindanefndina: Hvað um þá, sem ekki höfðu stundað veiðar á upphaflega viðmiðunartímanum, en vilja nú hefja veiðar?
Svo bendir hann á að þeim er fullkomlega frjálst að hefja veiðar - þeir þurfa bara að verða sér úti um kvóta.

Í viðtali við Friðrik sem er að finna á vef LÍÚ segir
Forsaga þessa máls er sú að tveir sjómenn keyptu kvótalausan bát og ákváðu að halda til veiða kvótalausir. Þeir töldu það mannréttindabrot að fá ekki úthlutað kvóta og geta stundað sjómennsku á atvinnutæki sínu.
(ath. að þetta er ekki haft eftir Friðriki).

En þetta er alls ekki spurningin sem var lögð fyrir Mannréttindanefndina og þetta gæti ekki verið skýrara í úrskurðinum. Það sem var lagt fyrir nefndina og sem hún úrskurðaði um er hvort það sé réttlátt að Erlingur Sveinn og Örn Snævar (og þess vegna hver sem er) þurfi að greiða samborgurum sínum fyrir rétt til að stunda veiðar.

Hliðstætt væri ef einhver ætlaði að vinna sér inn pening með því að þrífa heimili fólks, en til þess að geta starfað við slíkt þyrfti að kaupa leyfi sem ekki þurfti að greiða upphaflega fyrir af óbreyttum samborga, þ.e.a.s. ekki aðili sem hefur lagalega heimild til að veita slíkar heimildir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband