Finnska leiðin í menntamálum

Það var grein um skólakerfið í Finnlandi á vef Wall Street Journal um daginn. Greinarhöfundur leggur upp með mjög áhugaverðar spurningar um tilfærslumöguleika milli skólakerfa í Finnlandi og Bandaríkjunum. Ég held að þetta séu líka mjög viðeigandi spurningar fyrir okkur hér á Íslandi þegar verið er að boða mjög róttækar breytingar í skólamálum og menntun kennara. Ekki síst þar sem þegar er verið að líta til Finnlands í því sambandi.

Það sem heillar mig mest með skólakerfi Finna eins og því er lýst í þessari grein er hvað þeir leggja upp úr því að skilja þekkingarsamfélagið og þarfir þess og móta menntun í samræmi við það, t.d. með því að leggja áherslu á sveigjanleika bæði fyrir kennara og nemendur. Enda hefur farið mikið í það hjá Finnum að skilgreina þessar þarfir vel og móta skynsama stefnu. Við gætum lært margt af Finnum ef við gefum okkur góðan tíma til að skilja hvað það er sem þeir eru raunverulega að gera frekar en að arka af stað með illa mótaðar hugmyndir eins og við eigum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband