Rétthafar ættu að leita nýrra leiða

Ég efast um að þessi dómur komi til með að hafa mikil áhrif á niðurhalara.

Hér er athyglisverð frétt um stöðu rétthafa tónlistar í Kína, en eins og flestir vita eru þessi mál í algjörum ólestri þar í landi. Í fréttinni kemur fram að rétthafar þar í landi hafa hreinlega gefist upp og leitað annarra leiða til að fjármagna sína iðju. Það virðist hafa gengið svo vel upp að þekkt söngkona af kínverskum ættum sem fluttist frá Bretlandi til Kína þénar nú meira en hún hefði nokkurn tíma þorað að láta sig dreyma um í Bretlandi. Þetta sýnir það bara að rétthafar hafa fleiri möguleika í stöðunni. Það er ólíklegt að nokkuð komi í veg fyrir að skipst verði á tónlist, kvikmyndum og öðru efni netleiðis og því kannski ástæða fyrir rétthafa að fara að hugsa þessi mál upp á nýtt.
mbl.is Fagna niðurstöðu dóms í DC++ máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband