IFC Alþjóðabankans tilbúinn að fjármagna REI í Djíbútí

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers eðlis verkefni REI í Djíbútí er - hvort þetta sé þróunarverkefni eða hrein viðskipti. Ég hef áður vakið athygli á því á þessum síðum að REI (áður OR) virðast ekki sjálfir vera með það alveg á hreinu. Mér finnst þetta ekki nokkur spurning - ef einhver fer af stað með verkefni af þessu tagi, sem kemur óhjákvæmilega til með að hafa töluverð áhrif á þróun í fátæku ríki, þá er þetta þróunarverkefni og þ.a.l. ber viðkomandi alla vega siðferðilega og samfélagslega skyldu að haga verkefninu í samræmi við það. Þess vegna var ég svo hissa þegar þáverandi sviðsstjóri erlendra verkefna og nýsköpunar hjá OR, Þorleifur Finnsson, sagði að Djíbútí verkefnið væri viðskipti en ekki þróunarverkefni. En nú virðast þeir enn einu sinni vera að skipta um skoðun því nú hafa þeir fengið vilyrði fyrir fjármagni frá International Finance Corporation (IFC) Alþjóðabankans (skv. frétt í 24 stundum 03.06.2008). En IFC segir stefnu sína vera sömu og Alþjóðabankans:

"To fight poverty with passion and professionalism for lasting results. To help people help themselves and their environment by providing resources, sharing knowledge, building capacity, and forging partnerships in the public and private sectors."

S.s. að gera má ráð fyrir því að fjármagni frá IFC fylgi kröfur um að þróunarmarkmið séu höfð að leiðarljósi í samræmi við þessa stefnuyfirlýsingu. Djíbútí verkefnið er þá væntanlega aftur orðið þróunarverkefni e.o. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, lýsti því á fundi utanríkisráðuneytisins um vor 2007. En þá vakna spurningarnar sem ég hef svo oft bent á (og þetta skiptir heilmiklu máli þegar verið er að hvetja einkageirann til að taka þátt í þróunarsamstarfi, e.o. utanríkisráðuneytið er að gera núna með Viðskiptaþróunarsjóðnum (sjá neðst á síðunni)) - hvernig á að meta slík verkefni, hver ætlar að gera það og hvernig tryggjum við samræmi í þróunaraðstoð Íslendinga þegar það er komið á svo margra hendur?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband