6.8.2009 | 13:35
Frábært netaðgengi á Íslandi - Notað til að læra en ekki í skóla
Framkvæmdastjórn ESB birti nýlega árlega skýrslu um "stafræna samkeppnishæfni" í Evrópu - European Commission's Digital Competitiveness Report. Ísland kemur nokkuð vel út, eins og vanalega. Gæði og útbreiðsla nettenginga á Íslandi er með því besta sem gerist í Evrópu. Íslendingar eru líka duglegir að nota netið og eru framarlega í rafrænni stjórnsýslu og viðskiptum. Einnig segjast 65% þjóðarinnar nota netið til að auka sína þekkingu. Það er því furðulegt að notkun upplýsingatækni í menntun á Íslandi skuli ekki vera meiri en hún er. Í rannsóknarskýrslu sem kom út 2006 (Benchmarking Access and Use of ICT in European Schools 2006) kemur fram að íslenskum kennurum finnst lítil ástæða til að nota netið í kennslu þrátt fyrir frábært aðgengi og góða þekkingu. Ísland er næstlægst í "Percentage of Teachers Fully Ready to use Computers in Class" í Evrópu (Country Brief: Iceland), sem byggist m.a. á "motivation". Aðeins 18% íslenskra kennara teljast fullbúnir til að nota net í kennslu. Langt fyrir neðan ESB meðaltal sem er 38%.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.