Stytting skóladags - ekki nema 1 kennslustund...

Dóttir mín mætti í skólasetningu í Reykjavík í dag. Þar var tilkynnt um það sem allir vissu að skóladagar verða styttir um eina kennslustund á dag. Fljótt á litið virðist þetta ekki mikil breyting. Jú, dagur foreldra breytist sennilega eitthvað og einhverjar tilfærslur verða í skólastarfinu, en þetta eru bara ca. 45 mínútur á dag sem tapast. Er það ekki?

Sjáum nú til. 45 mínútur á dag - á hverjum degi. Reiknum þetta áfram. Skv. grunnskólalögum frá 1995 skulu skóladagar vera ekki færri en 170. Síðan bætast við 10 dagar sem samið var um í kjarasamningum 2001. Samtals eru þetta því 180 skóladagar á ári að lágmarki. Styttingin nemur þá 180 kennslustundum á ári (1 kennslustund pr. kennsludag). Ef skóladagurinn er um 6 kennslustundir þá fáum við út að samtals er verið að stytta skólaárið um 30 skóladaga (6/180=30). Grunnskólagangan (1-10 bekkur) styttist því um 300 skóladaga eða rúmlega eitt og hálft skólaár (30 dagar pr. ár *10 ár)!

Og þetta er ekki eini niðurskurðurinn í menntamálum (sjá t.d. um stórfelldan niðurskurð á námsgagnasjóði).

Auðvitað þarf að skera niður í því ástandi sem nú ríkir. Manni finnst nú samt ansi hart gengið að skólastarfinu sem er sennilega með mikilvægastu opinberri þjónustu fyrir enduruppbyggingu íslensks efnahags. Var virkilega ekki hægt að dreifa niðurskurðinum á annan hátt þannig að skólastarf yrði ekki fyrir svo mikilli röskun? Ef einhver umræða átti sér stað um dreifingu niðurskurða þá fór hún framhjá mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband