12.4.2008 | 09:42
Evrópuþingið - Netaðgangur grundvallar mannréttindi?
... avoid adopting measures conflicting with civil liberties and human rights and with the principles of proportionality, effectiveness and dissuasiveness, such as the interruption of internet access.
Þessi hugmynd, að aðgengi að upplýsingatækni verði skilgreind sem sjálfsögð mannréttindi, er ekki ný og nokkur lönd hafa þegar gert þetta, t.d. Eistland og Grikkland (sjá Google þýðingu hér). Það er þó greinilegt að grísku lögin myndu heimila aðgerðir sem gætu takmarkað aðgengi að netinu ef aðilar brjóta gegn höfundarréttarlögum - ég finn ekki núna eistnesku lögin.
Svipaðar pælingar voru líka settar fram í frægri skýrslu sem UNESCO gaf út 1980 titluð "Many voices, one world", oft kölluð "The Macbride Report". Sum aðildarlöndin voru mjög ósátt við þessa skýrslu og höfnuðu sérstaklega þeirri hugmynd að aðgengi að upplýsingatækni ætti að vera skilgreind sem mannréttindi og þ.a.l. ætti að tryggja aðgengi sem flestra - s.s. að alþjóðlegt samfélag og stofnanir e.o. UNESCO hefðu ábyrgð gagnvart þjóðum heims að stuðla að útbreiðslu upplýsingatækni. Bandaríkin voru í forsvari fyrir þennan hóp sem sagði þetta vera ósamræmanlegt við þeirra skoðun um að útbreiðsla upplýsingatækni ætti að vera í höndum markaðsafla. Þetta endaði allt í háa lofti með úrsögn Bandaríkjanna, Bretlands og nokkurra smærri ríkja úr UNESCO (flest ef ekki öll hafa gengið aftur í UNESCO síðan en fyrir Bandaríkin tók það ca. 20 ár). Síðari stjórnir UNESCO höfnuðu líka hugmyndirnar sem settar voru fram í skýrslunni og var hún því ófáanleg í langan tíma. Hún hefur hins vegar fengið þó nokkra athygli á síðustu árum með breyttu hugarfari um aðgengi að upplýsingum og upplýsingatækni.
Tölvur og tækni | Breytt 28.4.2008 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 15:34
Ísland framarlega - En á niðurleið?
Greinarhöfundur nefnir aðeins að Ísland var í sama sæti (8.) í fyrra en ef litið er lengra aftur í tímann sjáum við að Ísland hefur verið að detta niður. Á heildina litið er spurning hversu jákvætt þetta er:
2004 IS í 2. sæti
2005 IS í 4. sæti
2006 IS í 8. sæti
2007 IS í 8. sæti
Svo er hér grein um áhugaverða skýrslu sem Cisco lét vinna um sterka stöðu norðurlanda á þessum lista. Skýrslan sjálf er hér.
Ísland framarlega í notkun upplýsingatækni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 10.4.2008 kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 19:43
Blogg um innleiðingu OLPC ferðatölva í Nepal
Hér er eitt blogg sem verður áhugavert að fylgjast með. Það eru aðilar sem eru að innleiða XO tölvurnar í Nepal. Þessi hópur sem bloggar þarna er búinn að vera að vinna í þessu í næstum 2 ár núna. Þeir þurftu að byrja á því að sannfæra yfirvöld í Nepal um gildi verkefnisins og eru búnir að ganga í gegnum heilmikið ferli síðan - allt frá mótun grassrótar hreyfingar til staðfærslu hugbúnaðar og loks, þann 1. apríl síðastliðinn, innleiðingu tölvanna. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim og ég held að þetta gæti orðið alveg jafn lærdómsríkt fyrir okkur sem þykkjumst vera mjög tæknivædd og fyrir nýgræðingana í Nepal.
2.4.2008 | 11:50
Ritvinnslusnið Microsoft verður ISO staðall
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 07:40
Áhugaverð samsetning
Þremur af kunnustu háskólum Finnlands steypt í einn skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 00:14
Hnattvæðing, upplýsingatækni og menntun
Um daginn bloggaði ég um málþing sem ég sótti í KHÍ. Mig langar að taka aftur upp eitt mál sem ég nefndi þar, sem er um umræðu hér á landi um hnattvæðingu. Umfjöllun um þessi mál hafa verið mjög á reiki og ljóst að fólk er ekki alltaf að tala um sömu hlutina. Fyrst ætla ég að renna yfir almennar hugmyndir um hnattvæðingu og skyld hugtök sem fræðimenn hafa sett fram. Síðan ætla ég aðeins að nefna af hverju þessi umræða á heima á bloggi sem gefur sig út fyrir að vera að mestu um upplýsingatækni og menntamál.
Hvað er hnattvæðing
Á málþinginu nefndi Ólafur Páll Jónsson að hnattvæðing ætti að vera "mennsk". Fulltrúi utanríkisráðuneytisins spurði sérstaklega um þetta og bað hann að skýra mál sitt, sem hann gerði og gerði vel. Mig langaði samt að bæta við svar Ólafs Páls en gerði það ekki á málþinginu þar sem komið var yfir tíma og spurningunni var beint sérstaklega til hans þannig að ég ætla að leyfa mér að gera það hér.
Þó að Ólafur Páll hafi ekki vísað í Þúsaldaryfirlýsingu Sameinuðu Þóðanna eru orð hanns um "mennska" hnattvæðingu í fullu samræmi við það sem þar er sagt. Í 5. grein segir að "megin viðfangsefni okkar í dag er að tryggja að hnattvæðing verði jákvætt afl fyrir alla íbúa jarðar." (lausleg þýðing mín). Það er tvennt sem mér finnst áhugavert við þessa kröfu. Annars vegar felst í henni viðurkenning á að hnattvæðingunni verður ekki snúið til baka - svona er heimurinn í dag og svona verður hann. Hins vegar felst líka í þessu að hnattvæðingin er ekki einhver óstjórnleg alda sem hellist yfir okkur hvort sem okkur líkar vel eða verr - við höfum vald, og jafnvel skyldu, til að móta hana. Þannig má segja að hnattvæðingin, eins og hún er sett fram hér, er orðræða sem á sér stað á heimsvísu og það er á ábyrgð okkar allra að tryggja að sem flestir fái að taka þátt í þessari orðræðu til að tryggja að hún endurspegli þarfir, þekkingu og gildismat allra sem hún snertir.
Þó að 5. grein Þúsaldaryfirlýsingarinnar segi okkur margt um hnattvæðinguna segir hún ekki hvernig þessi hnattvæðing birtist í okkar samfélögum og það er eiginlega það sem ég held að vefst fyrir fólki hér á landi (og víðar). Það hafa margir fræðimenn reynt að varpa ljósi á þetta efni. Meðal þeirra helstu í dag, sem ég ætla að fjalla um hér, eru Manuel Castells, Anthony Giddens, David Held og Jan Aart Scholte. Fljótt á litið eru helstu einkenni sýn þessara manna á hnattvæðingu þessi:
Castells: "Network society/Space of flows" - samfélög og félagsleg gildi í dag byggjast að miklu leyti á rafrænum tengingum sem taka á móti og vinna úr upplýsingum. Til verður miðlægt svæði þar sem upplýsingar streyma (Space of flows). Þeir sem skapa sér yfirráðandi stöðu í hnattvæddu samfélag leitast við að byggja upp tengsl við þetta miðlæga svæði frekar en þeirra staðbundna umhverfi.
Giddens: "... the intensification of worldwide social relations" - Giddens bætir við "World System Theory" Wallersteins. Kenning Wallersteins snýst fyrst og fremst um hnattrænar efnahagslegar tengingar sem hann rekur langt aftur í tímann. Giddens notar svipaða hugmyndafræði en bendir á að nú er ekki nóg að tala bara um efnahagslegar tengingar heldur félagslegar og menningarlegar tengingar af ýmsu tagi líka. Það sem stýrir þessari þróun er upplýsingatækni.
Held: Félagsleg samskipti eiga sér stað í nýju hnattrænu rými - Hugmyndir Held og Giddens eru nokkuð skyldar þó nálgunin sé ekki sú sama. Eins og Giddens vill Held undirstrika að hnattvæðing nær til mun fleiri félagslegra þátta en bara það efnahagslega. Held leggur hins vegar meiri áherslu á rýmisbreytingar, þ.e.a.s. hvernig hið hnattræna er að troða sér inn í okkar staðbundna rými - við getum í vissum skilningi verið "í" London þótt við sitjum heima í stofunni okkar í Reykjavík. Auðvitað - enn og aftur - er þetta að mestu nútíma upplýsingatækni að þakka.
Scholte: "Supraterritoriality" - Eins og Held beinir Scholte athyglinni að huglægu rýmisbreytingunum sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Scholte skilgreinir hnattvæðinguna út frá hinu "yfir-staðbundna", þ.e.a.s. að við erum enn staðbundinn en að við getum yfirstigið það með því að fara inn á hnattræna rýmið sem upplýsingatæknin og skyldar þróanir hafa skapað. En eitt sem gerir Scholte sérstaklega áhugaverðan eru pragmatísku rökin hans. Hann bendir á tilhneiginguna til að samsama hnattvæðingu við ýmislegt annað, e.o. alþjóðavæðingu, "vesturvæðingu", nýfrjálshyggju o.s.frv., en segir að slíkar skilgreiningar eru einfaldlega ekki gagnlegar fyrir orðræðuna um hnattvæðingu. Orðræða um hnattvæðingu er þörf til þess að tryggja að hnattvæðingin verði jákvæð en samsemdarskilgreiningar loka á áframhaldandi orðræðu. Með þessu hefur Scholte sameinað helstu þætti hugmynda Giddens og Held um hnattvæðing við væntingar og markmið Þúsaldaryfirlýsingarinnar.
Það sem við fáum út úr þessu öllu er að þó að við getum rakið þróun hnattvæðingar langt aftur í tímann er eitthvað sérstakt að gerast núna og það er vegna upplýsingatækninnar. Það er að rúm og tími eru að þjappast þannig að við getum í vissum skilningi verið nánast hvar sem er í heiminum sama hvar við erum staðsett. Það er gífurlega ör þróun í þessu en við höfum enn yfirhöndina og getum, og eigum, að stýra þróuninni þannig að hún gagnast öllum í heiminum og stuðli að almennu jafnrétti og hagsæld.
Umræðan um hnattvæðingu á Íslandi
Hnattvæðingin hefur varla farið framhjá okkur hér á Íslandi. Við erum meðal þjóða sem geta státað sig af mestu tölvueign og bestu nettengingum, farsímanotkun er mikil og þjónustusvæði útbreidd, útrás íslenskra fyrirtækja er í fullum gangi, við erum á stöðugri ferð um heiminn, o.s.frv. Samt er í umræðunni hér hugtökum e.o. alþjóðavæðing og hnattvæðing hent saman eins og um sama fyrirbærið er að ræða og hnattvæðingu er enn gjarnan lýst sem efnahagslegri þróun. Dæmi um hvað þessi hugtök eru á reiki í íslenskri umræðu sjást víða:
- Í skýrslu sem kom út á vegum utanríkisráðuneytisins undir yfirskriftinni Alþjóðavæðing segir "Alþjóðavæðing (e. globalisation)..." Röng þýðing. Ætti að vera "Alþjóðavæðing (e. internationalisation)" eða "Hnattvæðing (e. globalisation)".
- Í ræðu menntamálaráðherra á málþinginu í KHÍ sagði hún það mat sumra að alþjóðavæðing væri að breytast í hnattvæðingu. Ha?!? Meira um þetta neðar.
Hnattvæðing og menntastofnanir
Menntastofnanir eru þær stofnanir sem hafa það hlutverk að standa vörð um og efla okkar þekkingu. Nútíma hnattvæðing, sem byggir á upplýsingatækni, hefur haft gífurleg áhrif á þessar stofnanir vegna aukins flæði upplýsingar og þekkingar. Eitt sem hnattvæðingin hefur undirstrikað er að þekking þarf á þessu flæði að halda til þess að eflast og þróast og því meira flæði, þ.e.a.s. skoðanaskipti o.þ.h., þeim mun örari verður sú þróun. Menntastofnanir (sérstaklega háskólar) hafa því verið fljótar að átta sig á að til þess að viðhalda sinni stöðu í hnattvæddu umhverfi þurfa þær að tryggja að flæði þessarar þekkingar finni sér öflugan farveg innan þeirra. Þess vegna leitast menntastofnanir við að alþjóðavæðast, þ.e.a.s. að stuðla að því að þeirra nemendur og starfsfólk finni að þau standi í miðju straumanna sem þekking heims flæðir um. Miðað við þetta og það sem ég hef áður sagt er ekki fráleitt að halda því fram að ummæli menntamálaráðherra á málþinginu í KHÍ sem ég hef vitnað í lýsa algjörum misskilningi á áhrifum hnattvæðingar á menntastofnanir og ástæður fyrir mikilvægi alþjóðavæðingar fyrir þessar stofnanir.
Hnattvæðing, upplýsingatækni og menntun
Á málþinginu í KHÍ sagði Ólafur Páll að það væri fráleitt í dag að gera greinarmun á hversdagslegu samfélagi og tæknivæddu samfélagi (man ekki alveg hvernig hann orðaði þetta en ég geri ráð fyrir að hann var að tala um samfélög í þróuðum ríkjum þar sem enn finnast samfélög annars staðar sem eru lítið tæknivædd). Það sama á við um hnattvæðinguna vegna þess að hún er fylgifiskur nútíma tæknivæðingar. Enn sést stundum að sagt er að hlutverk menntunar sé að búa fólk undir að vera virkir þátttakendur í hnattvæddu samfélagi. Hvernig undirbúum við fólk til að takast á við stöðu sem það er þegar í og á í raun stóran þátt í að móta? Ungu fólki í dag finnst sjálfsagt að nota netið, horfa á fjölmargar sjónvarpsrásir, tala í síma hvar sem er og hvenær sem er - þau hafa alist upp við, og finnst eðlilegt, að aðgengi að upplýsingum er ekkert tiltökumál. Það sem meira er að þau finna fyrir því að þau eru ekki aðeins móttakendur upplýsinga heldur geta líka haft áhrif á umhverfi sitt með því að gefa frá sér upplýsingar. Hvað finnst þeim þá þegar menntakerfið sem þeim er gert að stunda lítur svo á að þau séu ekki enn orðnir fullgildir þátttakendur í þessu samfélagi sem þau lifa og hrærast í? Menntayfirvöld þurfa að fara að einbeita sér betur að þessum málum og þess vegna er alvöru og hnitmiðuð umræða um hnattvæðingu (og skyld mál e.o. alþjóðavæðingu) orðin löngu tímabær í þessum geira. Ennfremur er orðræðan um hnattvæðingu ekki bara mikilvæg fyrir háskólastigið heldur öll menntastig.
Menntun og skóli | Breytt 19.10.2009 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 18:54
Um málþing
Eitt sem virðist ætla að loða við þessa umræðu er hvað lykilhugtök, sérstaklega alþjóðavæðing og hnattvæðing, eru mikið á reiki. T.d. sagði menntamálaráðherra að það væri mat sumra að alþjóðavæðing væri að víkja fyrir, eða breytast í, hnattvæðingu og átti þá við að alþjóðleg tengsl eru að breiðast út. Þetta hef ég ekki heyrt áður og þykist ég vera nokkuð víðlesin um þessi mál. Almennt eru alþjóðavæðing og hnattvæðing skilgreind sem sitthvort fyrirbærið þó vissulega séu þau skyld. Þá er yfirleitt talað um - alla vega í tengslum við menntun - að alþjóðavæðing sé viðbragð við hnattvæðingu. Það er nokkuð greinilegt að menntamálaráðherra og hennar ræðuhöfundar leggja allt annan skilning í þessi hugtök en ég og, að ég held, flestir þeir sem fást við fræði þessu tengt. (er búinn að skrifa meira um þetta hér)
Ólafur Páll hafði meira um hnattvæðingu að segja þótt hann hafi ekki beint reynt að leggja fram skýra skilgreiningu. En það var kannski óþarft þar sem hans erindi snerist meira um það að sýna með skemmtilegum dæmum hvaða áhrif hnattvæðing hefur haft á okkar samfélag. Mér finnst samt að það þurfi að taka sérstaklega á þessu innan menntageirans og koma þessari hugtakanotkun í ákveðinn farveg. Þetta er mjög brýnt vegna þess að við þurfum að horfast í augu við það að, í dag, um leið og við erum að reyna að búa nemendur undir að vera þátttakendur í hnattvæddu samfélagi erum við, og þeir, þegar í þessu samfélagi (ath. það að þeir sem eru að hefja háskólanám á næsta ári hafa flestir alist upp við það í a.m.k. 10 ár að tölvur, farsímar og net - helstu drifkraftar hnattvæðingarinnar - eru sjálfsagðir hlutir). Og það sem meira er að þetta er samfélag sem einkennist af örum og sífelldum breytingum. Við megum einfaldlega ekki við því að vera að þvæla þessu fram og til baka eins og við virðumst eiga til.
Allyson Macdonald sagði svo frá háskólakerfi Sameinuðu Þjóðanna (HSÞ) og þeim 3 stofnunum hans sem eru reknar hér á landi, þ.e. Jarðvarmaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn. Það er nokkuð merkilegt að af ca. 12 stofnunum HSÞ sem eru dreifðar um allan heim skulu 3 þeirra vera á Íslandi enda þykja smæð landsins og samsvarandi stuttar boðleiðir henta vel til slíks reksturs. Allyson gerði grein fyrir hugmyndafræðinni sem HSÞ byggir og vísaði m.a. mikið í merka ritið Learning: The treasure within (stundum líka kallað "The Delors Report" eftir formanni nefndarinnar sem stýrði útgáfunni) um tengsl menntunar og sjálfbærar þróunar. Aðrar skemmtilegar staðreyndir sem komu fram hjá Allyson voru að þeir nálgast bráðum 1.000 manns sem hafa lokið námi við stofnanir HSÞ hér á landi og dreifast um allan heim. Enn er mjög gott samstarf milli flestra þeirra og skólana hér á landi sem er eitt af helstu markmiðum námsins, þ.e.a.s. að byggja upp samstarfsnet sérfræðinga í þróunarlöndum.
Menntun og skóli | Breytt 29.4.2008 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 10:40
Ekki gleyma þróunarmarkmiðum
Það er ánægjulegt að sjá að verið er að hvetja íslenskt atvinnulíf til aukinnar þátttöku í þróunarsamstarfi um leið og tekið er upp samstarf við fleiri lönd. En ég hef enn áhyggjur af því hvernig þetta er framkvæmt e.o. ég lýsti hér og hér. Það eru ýmsar spurningar sem vakna þegar farin er þessi leið í þróunarsamstarfi. T.d.:
- Hvernig skilgreina menn "sjálfbærni" í þessu samhengi?
- Hver eru markmiðin?
- Hvernig á að meta árangur og hver ætlar að gera það?
"Sjálfbær þróun" er orðið flókið hugtak sem nær til margra ólíkra félagslegra og umhverfislegra þátta. Hugtakinu er oft fleygt um mjög hátíðlega og af mikilli sannfæringu en oft má greina að verið er að nota það í afmörkuðum skilningi, sem nær ekki til allra þessara þátta. T.d. er mjög þægilegt fyrir okkur íslendinga að nota þekkingu okkar í orkumálum í þróunarsamstarfi vegna þess að þá er alltaf hægt að beita "sjálfbærnis-" hugtakinu þar sem þau svið sem við höfum sérhæft okkur í eru í eðli sínu umhverfislega sjálfbær. En það er ekki þar með sagt að verkefni á þessu sviði nái til allra þátta sjálfbærs þróunar. Fyrir mér merkir "sjálfbær þróun" fyrst og fremst að verkefni stuðlar að því að þiggjendur aðstoðs öðlist færni og hæfni til að stuðla að bættum högum fólks á sínu svæði til framtíðar. Þ.a.l. eru félagslegir þættir, og sérstaklega sem tengjast menntun, í raun ofar öðrum þáttum. Besta leiðin til að móta framtíðina er með menntun og fræðslu. Þar að auki er spurning hvort þetta geti ekki jafnvel verið betri nýting á fjármagni eftir því hvernig farið er að.
Þá komum við að markmiðunum. Hver eru markmið einkafyrirtækja í þróunarlöndum? Eru þau tilbúin að taka tillit til allra þátta sjálfbærar þróunar sem ég nefni fyrir ofan? Það er ekki að sjá að allir þessir þættir hafi verið efstir í huga OR (nú REI) þegar þeir tryggðu sér verkefni í Djíbútí, sem upphaflega var kynnt sem þróunarverkefni. Það er hætt við að útrásarmarkmið skyggi á þróunarmarkmið.
Að lokum er það matið. Ef við ætlum að fara að telja fram útrás íslenskra fyrirtækja til framlags til þróunar verður að meta árangur þessara verkefna. Þetta er ekki bara formsatriði en er nauðsynlegt til að stuðla að því að verkefni eru í samræmi við stefnu yfirvalda og að þekking sem skapast nýtist annarsstaðar. Er öruggt að hægt verði að framkvæma hlutlaust mat á þessum verkefnum? Hver á þá að meta þau? Og hvaða þætti á að meta og hvernig? T.d. segjum svo að íslenskt orkufyrirtæki fær það verkefni að virkja svæði og byggja orkuveitu í þróunarlandi. Markmið fyrirtækisins er þá einfaldlega að sjá til þess að orka verði aðgengileg heimafólki. En orka er ekki þróunarmarkmið út af fyrir sig. Þróunarmarkmiðið er að bæta hag heimafólks. Það er hægt að ímynda sér ýmsar aðstæður þar sem markmið orkufyrirtækisins nást en ekki þróunarmarkmið, t.d. ef orkan er of dýr eða dreifingarkerfi ábótavant þá gagnast hún aðeins tilteknum hluta þjóðar og þá má draga í efa að þróunarmarkmið hafi náðst.
Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga og ástæða til að fara ekki of geyst í þessum málum.
Alþjóðleg samvinna á sviði sjálfbærrar þróunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.6.2008 kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008 | 20:58
Marvin Minsky skrifar um börn, upplýsingatækni og nám
6.3.2008 | 23:10
Framtíð menntunar með aukinni tæknivæðingu
Leiðbeinandi minn í Háskólanum í Minnesóta, Art Harkins, er svokallaður "futurologist". Hann gerir svona æfingar með nemendur og líka stjórnendur fyrirtækja. Þá hvetur hann fólk til að ímynda sér hvernig hlutir verða eftir nokkra áratugi og jafnvel nokkur hundruð ár og setja sér markmið í samræmi við það. Svo eiga allir að skrá hjá sér hvað þarf að huga að til að markmiðin nást. Að lokum kemur hópurinn sér saman og vinnur úr því sem hver og einn hefur gert. Mjög skemmtilegar og gagnlegar æfingar sérstaklega í fjölbreyttum hópum.
Thompson hefur greinilega lent í áhugaverðum hópi sem skoðaði málið frá ýmsum hliðum. Skemmtilegast og gagnlegast hefði samt verið að fá meiri gögn af fundinum en Thompson setur fram nokkrar áleitnar spurningar sem vert er að velta fyrir sér.