16.1.2008 | 21:09
Áhugaverð bók frá Stewart Mader um wiki og þekkingarþróun/menntun
Ég hef ekki lesið þessa nýja bók en miðað við fyrri skrif Maders er sennilega óhætt að mæla með henni bæði fyrir "bissness" fólk og fólk í hvers kyns menntastarfi. Hún hefur víða fengið mjög lofsamlega umfjöllun fyrir það hvað hún þykir praktísk en hér er ekki á ferðinni tæknileg umfjöllun um uppsetningu og rekstur wiki-kerfa, heldur er fjallað um leiðir til að innleiða slík kerfi þannig að þau nýtast sem best. Miðað við það sem ég hef lesið á þetta vel við skólasamhengi eins og vinnustaði. Þess má geta að enginn annar en Ward Cunningham, faðir wiki-kerfanna, ritar inngang.
Bókin er að miklu leyti unnin upp úr efni sem Mader hefur skráð á bloggið sitt undanfarin ár á www.ikiw.org. Vefsíða hans um bókina er svo á www.ikiw.org/wikipatterns og má lesa fyrsta kafla bókarinnar þar og sjá efnisyfirlit og atriðaskrá.
Menntun og skóli | Breytt 11.4.2008 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 20:58
Þróun eða viðskipti?
Svo er hitt að með Windows stýrðum Classmate vélum sínum virðist nálgun Intel byggjast á kennslu á ákveðinn hugbúnað sem er víða notaður í þróuðum löndum. OLPC vill hins vegar gefa krökkum tækifæri til að læra um tölvur, ekki bara að læra á MS Word t.d., og notar því opinn hugbúnað sem krakkarnir geta sjálfir breytt og lagað að sínum þörfum ef þeir vilja. Allur hugbúnaður sem fylgir OLPC XO vélinni miðar að því að hvetja börn til að kynna sér ekki bara notkun tölvunnar heldur líka forritun og gerð efnis til að dreifa á netinu o.þ.h. Mér líst betur á OLPC nálgunina enda er ekkert sem segir að sá hugbúnaður sem er útbreiddastur í þróuðum löndum í dag verði það í framtíðinni eða að það sé besti kosturinn fyrir þróunarlönd. Mér finnst það undarlegt að þegar verið er að reyna að ná til jafn fjölmenns hóps nýrra tölvunotenda eins og eru í þróunarlöndum, að gefa sér að þessir nýju notendur skulu ekki hafa neitt um málið að segja - bara að þegja og þiggja.
En, eins og ég segi, ég held að ágreiningurinn nú snúist ekki um þetta. Þessi vinaslit vekja enn einu sinni upp spurningar um áform fyrirtækja eins og Intel (þetta á við um töluvert fleiri, t.d. OR) í þróunarlöndum. Er markmiðið að bæta aðstöðu fólks í þróunarlöndum eða snýst þetta bara um að búa til nýjan kúnnahóp? Er rétt að segja að Intel hafi nokkurn tíma verið þátttakandi í "þróunarverkefni" (einn þeirra manna lét jú einu sinni hafa eftir sér að Classmates verkefnið væri "viðskipti en ekki þróunarverkefni" - sama orðalag og OR notaði)? Ég á enn erfitt með að skilja hvernig er hægt að halda því fram að verkefni þessara aðila, sem koma óhjákvæmilega til með að hafa gífurlegar breytingar í för með sér fyrir þróunarlönd, eru ekki þróunarverkefni.
Intel hættir við þróunarverkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 4.2.2008 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2007 | 21:32
$100 ferðatölvan - barnaleikur einn
11.12.2007 | 14:37
PISA áfallið - er nokkuð mál að kippa þessu í lag?
Ég hef vísvitandi haldið aftur af mér með að kommentera um fréttir um nýju PISA niðurstöðurnar til þess að sjá hvernig aðrir bregðast við. Það var eins og mátti við búast, viðbrögð einkennast af skammsýni og skyndilausnahyggju okkar íslendinga. Margir hafa sagt hvað þeim finnst og flestir fljótir að benda á afmörkuð atriði sem þeir telja að megi kenna um.
Fyrir Sigmundi Erni, sem sagði frá í grein í Fréttablaðinu, er málið einfalt - allir eiga að upplifa skólann eins og hann gerði! Sigmundur Ernir segir frá þeim kennurum sem skiptu mestu máli í hans lífi og þakkar þeim velgengni síðar í lífinu. Eflaust hefur þetta verið hæfasta fólk sem kenndi Sigmundi Erni í æsku, en ég leyfi mér að efast um að allir hans samnemendur hafi upplifað sína skólagöngu á sama hátt og hann. Því miður Sigmundur Ernir, þá efast ég um að það sem virkaði á þig sé besta módelið fyrir allan þann fjölda sem stundar nám í skólum landsins.
Þorbjörg Helga, borgarfulltrúa, sér þetta öðruvísi í umfjöllun á blogginu sínu. Þetta er svolítið flóknara mál fyrir Þorbjörgu Helgu:
Þetta kallar á mikla endurskoðun á málinu og ég hugsa að ég ræði þetta á borgarstjórnarfundi á eftir. Þetta kallar á meiri upplýsingar um árangur, akkúrat það sem við Sjálfstæðismenn vildu í síðasta meirihluta fara að gera meira af. Einnig kemur inn í þessa umræðu agamál, skóli án aðgreiningar og opin kennslurými sem ég persónulega tel vera mikið álag fyrir kennara.
Ef einhver veit hvað hún er að reyna að segja með þessu látið mig endilega vita. En hvað sem vandamálið er er ljóst að Sjálfstæðismenn hefðu reddað því hefðu þeir fengið að vera áfram í borgarstjórn.
Það kemur ekki á óvart að Ólafur Proppé, rektor KHÍ, tekur á þessu af mun meiri skynsemi í viðtali í Fréttablaðinu. Ólafur varar einmitt við því að bregðast við á þann hátt sem Sigmundur Ernir og Þorbjörg Helga gera - að draga einfaldar ályktanir. Samt fellur hann svolítið í þessa gildru sjálfur og nefnir lengingu kennaranáms sem er framundan sem hugsanlega bót. Þetta fer auðvitað algjörlega eftir því hvernig námið verður uppbyggt og hvernig skólaumhverfi þessir kennarar fara í að námi loknu.
Auðvitað benda margir á það sem hefur verið gert í Finnlandi, enda þeir á toppi listans. En það þýðir ekki að telja upp fáein atriði sem við getum lært af Finnum heldur þarf að skoða þróun menntamála þar í heild ef við ætlum að reyna að draga gagnlegan lærdóm af. Og það er ákveðinn þráður sem gengur í gegnum Finnska menntakerfið sem er að þeir móta heildræna stefnu sem miðast við þarfir einstaklinga og þjóðfélagsins hverju sinni sem er svo samræmt yfir alla þætti menntakerfisins - allt frá náms- og hæfniskröfum (learning outcomes) til kennaramenntunar og símenntunar. Og þá meina ég "menntastefnu" og ekki bara þá "fræðslustefnu" sem við höfum núna (sjá nánar um innlegg Ólafs Páls á málþingi sem ég sagði frá hér).
Þannig að, svona rétt í lokin, hvað er það sem er að menntamálum á Íslandi? Ég er með mjög einfalt svar og ég held að rétta svarið geti ekki verið annað - þ.e. að skólar eru ekki að ná til nemenda. Það er eitthvað sambandsleysi milli þess sem nemendur vilja taka á sig og sem skólar eru að bjóða upp á. En því miður er lausnin ekki svona einföld.
Menntun og skóli | Breytt 10.12.2016 kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 12:16
Wikipedia: tækifæri í kennslustarfi
Ég trúi því innilega að Wikipedia geti verið mjög öflugt tæki í námi ef við tökum bara smá tíma til að læra á það í staðinn fyrir að banna það.
Menntun og skóli | Breytt 30.8.2008 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 21:42
Google með keppni fyrir ungt fólk til að kynna opinn hugbúnað
Google hefur gengið í samstarf við fjölmörg opin hugbúnaðarverkefni, t.d. Apache, Drupal, Gnome, Moodle o.fl., allt vel þekkt forrit. Keppendur geta valið um útistandandi verkefni eftir listum sem eru að finna á vefsíðu keppninnar. Verkefnin eru ekki öll forritunarverkefni og ætti því að vera hægt fyrir alla að finna eitthvað við sitt hæfi.
Þetta er mjög áhugaverð leið til að kynna fyrir ungu fólki mikilvæga þætti í upplýsingavæðingu samfélagsins - hugbúnaðargerð, "open source", samstarf, allt sem tengist hugbúnaðargerð (það er ekki allt forritun!), o.s.frv.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 09:09
Hallærisleg og aumkunarverð öll þessi fagnaðarlæti
Það sem þessi nýja skýrsla sýnir okkur, sem gleymist að nefna í fagnaðarlátunum yfir "sigri" Íslands (því auðvitað er þetta ekkert annað en staðfesting á því að "við erum best í heimi" eins og umhverfisráðherra benti á) er að bilið milli þróaðra og vanþróaðra ríkja heims heldur áfram að breikka. Að hluta má rekja það til þess að þróuð lönd eru ekki að standa við skuldbindingar og loforð um framlög til að takast á við vandamál í þróunarlöndum og sérstaklega ekki loftslagsvandamálum. En hvað skiptir það okkur máli - "við erum best í heimi"!
Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2007 | 08:45
Þetta er árlegur viðburður. Af hverju er það svona "fágætt" þetta tækifæri?
Bilið milli ríkra og fátækra landa breikkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2007 | 18:38
Loftslagsbreytingar í brennidepli á alþjóðavettvangi
Kynnt verður Þróunarskýrsla SÞ 2007/2008. Að þessu sinni er skýrslan tileinkuð baráttu við loftslagsbreytingar.
Svo má líka nefna að í næstu viku stendur UNFCCC fyrir ráðstefnu í Bali um loftslagsbreytingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.11.2007 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 18:25
Britney eða Lindsay "manneskja ársins" hjá Time?
Þetta er ekki svo galið þegar maður hugsar út í það. Flestir muna sennilega eftir því að Time kom öllum á óvart í fyrra þegar þeir völdu "þig" manneskju ársins. Með þessu vildu þeir vekja athygli á aukna þátttöku almennings í að búa til efni á netinu. Það væri áhugavert að framkvæma mælingu á því hvaða fólk kemur mest við sögu hjá "ykkur" á netinu og kjósa það manneskju ársins í ár. S.s. ekki ósennilegt að Britney eða Lindsay yrðu þá fyrir valinu, eða hvað?
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)