25.11.2007 | 15:46
Svikin loforð við þróunarlönd?
The Guardian sagði frá því í gær (24.11.07) að Íslendingar, ásamt öðrum Evrópulöndum, Kanada og Nýja Sjálandi, hafa ekki staðið við loforð um að gefa umtalsvert fé til vanþróaðra landa til að aðstoða þau við að kljást við vandamál sem tengjast loftslagsbreytingum. Yfirlýsingin sem þessi lönd gáfu út er hér og er fjallað um hana m.a. hér. Í yfirlýsingunni lofa þessi lönd að auka framlög yfir næstu árin til að ná USD 410m frá og með 2005 og hvetja önnur lönd til að gera það sama.
Umfjöllunin í Guardian byggist aðallega á tölum sem voru birtar í tengslum við ársfund Global Environment Facility (GEF) í síðustu viku en búist var við því að stærsti partur af framlögum landanna myndi renna í Special ClimateChange Fund (SCCF) sem GEF sér um. Þar kemur fram að framlög í þennan sjóð frá þessum löndum er langt fyrir neðan það sem búist var við. Framlög Íslendinga til sjóðsins eru engin, sem kemur ekki á óvart þar sem við erum ekki meðlimir í GEF (eitt fárra Evrópuþjóða - fljótt á litið sýnist mér það vera við og Liechtenstein sem eru ekki með).
Einn viðmælandi Guardian bendir réttilega á að aldrei var gert ráð fyrir að allt það fé sem lofað var rynni beint í SCCF (þetta er mjög skýrt í yfirlýsingunni). Annar viðmælandi hjá skrifstofa Breta sem hefur yfirumsjón með þróunarmál heldur því fram að Bretar hafi staðið við sínar skuldbindingar þegar allt er tekið í reikninginn. En bent er á að þessar tölur taki venjuleg framlög til þróunarmála með í reikninginn og að þetta áttu að vera aukaframlög.
Fróðlegt væri að vita hvernig við Íslendingar höfum staðið við þetta loforð. Ég hef s.s. ekki gert ítarlega leit að gögnum en fljótleg yfirferð yfir upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins hefur ekki leitt neitt í ljós.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2009 kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 09:26
Heimspeki í skólum
Ég mætti seint þannig að ég missti af fyrsta erindinu og slatta af því næsta. Þegar ég mætti var Geir Sigurðsson að segja frá áhugaverðum tilraunum með "barnaheimspeki" Lipmans, stofnanda Institute for the Advancement of Philosophy for Children í Montclair Háskóla, í Kína.
Næst kom Ólafur Páll Jónsson sem rifjaði upp grein sem Páll Skúlason skrifaði fyrir 20 árum þar sem hann heldur því fram að engin menntastefna hafi verið mótuð á Íslandi. Ólafur Páll er sammála Páli og skýrði muninn á "fræðslustefnu", sem hefur verið mótuð, og "menntastefnu", sem hann vill meina að skorti enn. Munurinn á þessu tvennu er að fræðslustefna snýst um kennsluna sjálfa meðan menntastefna skýrir hvað það er að "vera menntaður". Ég er sammála að íslensk menntastefnu hefur ekki verið mótuð, en benti á að samt væri nokkuð skýr menntastefna sem liggur að baki íslenskri fræðslustefnu undanfarinna ára - hún er bara ekki íslensk. Svo virðist sem menntamál á Íslandi hafa að miklu leyti mótast sem viðbrögð yfirvalda við því sem hefur verið að gerast erlendis og má sérstaklega benda á áhrif alþjóðlegra stofnana e.o. Evrópusambandið, Norrænu Ráðherranefndina og UNESCO, sem birtist í notkun hugtaka e.o. símenntun, borgaravitund, o.s.frv. Að baki þessum hugtökum liggur nokkuð skýr menntastefna sem má m.a. finna í "Delors" skýrslunni frægu, sem dró saman margt af því sem hafði verið að gerjast innan fyrrnefndra alþjóðlegra stofnana.
Eftir hádegishlé sagði Brynhildur Sigurðardóttir frá reynslu sinni af heimspekikennslu í Garðaskóla í Garðabæ. Brynhildur er menntuð í barnaheimspeki í Montclair og gengur því útfrá hugmyndum Lipmans að miklu leyti. Athyglisvert var að heyra frá henni hvernig hún þurfti að laga aðferðafræði Lipmans að íslenskum aðstæðum. Hún sagðist hafa rekið sig á að nemendur í efri bekkjum íslenskra grunnskóla eru ekki vanir að tjá sig í skólanum á þann hátt sem aðferðafræði Lipmans gerir ráð fyrir (hafandi gengið í gegnum ameríska og íslenska skóla skil ég vel hvað hún er að tala um). Hún þurfti því að fá nemendurna fyrst til að opna sig í tímum áður en hún gat beitt sér fyrir því að skapa heimspekilegt samræðusamfélag. Brynhildur sagði líka frá því hvernig hún hefur verið að nota Wiki vef í heimspekikennslunni. Akkúrat það sem ég hef verið að bíða eftir að sjá.
Jóhann Björnsson talaði næst um heimspekikennslu í Réttarholtsskóla. Áhugaverðast þótti að Jóhann hefur ákveðið að meta ekki nemendur á hefðbundinn hátt í tímunum sínum, þ.e. engin próf, verkefni eða einkunnir. Honum hefur líka gengið vel að ná til "erfiðra" nemenda. Frásögn Jóhanns af því þegar móður eins nemanda sem hefur verið erfiður og jafnvel leiðst út í smáafbrot sagði frá því að hún hefði heyrt til sonar síns og félaga hans í áköfum samræðum um heimspeki í stofunni á heimilinu.
Róbert Jack talaði um "lífstilraunir" (sem mig minnir að hafi verið orðalagið sem hann notaði) sem hann fjallar um í bókinni Hversdagsheimspeki. Það er margt gagnlegt í þessu þegar verið er að huga að því hvers konar "heimspeki" er verið að tala um í tengslum við nám í grunn- og framhaldsskólum - ekki akademísk heimspeki heldur ákv. samræðuform.
Ármann Halldórsson sagði svo frá reynslu sinni af heimspekikennslu í Versló, sem hefur að einhverju leyti verið í samstarfi við Róbert Jack og hans nemendur úr MR. Ármann hefur mikið verið að pæla í framúrstefnu aðferðir við kennslu sem hann hyggst beita í kennslu sinni. (Aðallega "action research", sem byggist á því að kennari gerist í raun rannsakandi og kennslustofa er tilraunastofa. Kennari safnar gögnum og vinnur úr jafnóðum og notar niðurstöður til að aðlaga kennslu þörfum nemenda hverju sinni.)
Kristín Sætran steig síðast á svið og sagði frá bók sem hún er að vinna upp úr M.Paed. ritgerð sem hún kláraði fyrir skömmu. Þetta var mjög áhugaverður fyrirlestur og ég hlakka mikið til að lesa bókina. Í bókinni setur Kristín fram rök fyrir því að "tími heimspekinnar í framhaldsskólum" sé kominn. Hún fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í rökfræðslunni þar sem hún reynir að sýna fram á að heimspeki geti spornað við því mikla brottfalli sem er í íslenskum framhaldsskólum. Framsetningin á gögnum um brottfall er líka nokkuð nýstárleg því hún hefur reiknað hvað brottfall kostar þjóðina í krónum og heldur því fram að "tæplega kr. 200.000.000 fari í tóm [náms]leiðindi". Miklar umræður komu í kjölfarið. M.a. gagnrýndi Atli Harðarson umræðu um brottfall í íslenskum framhaldsskólum. Hann sagði þetta vera skilgreiningaratriði og benti á að í Noregi flokkast þeir ekki sem brottfallsnemendur sem ljúka aðeins 2 árum af 3 í framhaldsskóla, heldur að þeir hafi einfaldlega klárað 2 ár í framhaldsskóla. (Ég er með athugasemd hvað þetta varðar sem ég náði ekki að koma á framfæri á málþinginu. Í Noregi geta einstaklingar fengið formlega viðurkenningu á námi - þó svo að þeir hafi ekki lokið prófi - og reynslu. Þetta er kjarni "real kompetens" áætlunnar þeirra. Á Íslandi er engin formleg viðurkenning á slíku (þó svo að vinnuveitendur kunna að meta hluta af námi að einhverju leyti). Ef einstaklingur hefur ekki lokið prófi hefur hann í raun ekkert í höndunum. Þess vegna eru 2 ár af 4ja ára námi ekki metin til neins og einstaklingurinn telst hafa fallið brott úr námi.) Margir voru með athugasemdir varðandi umtak þess sem Kristín fjallaði um, að hún virðist fara fram á gjörbreytingu á skipulagi framhaldsnáms í heild en ekki einfaldlega að bæta heimspeki við það sem fyrir er.
En flestir virtust sammála Kristínu að tími er kominn til að heimspeki verði kennd í framhaldsskólum, sem kemur ekki á óvart þegar haft er í huga hverjir sátu málþingið (flestir ef ekki allir heimspekingar). En til þess að sannfæra aðra held ég að þurfi fleiri rök. T.d. benti ég á að margir hafa rannsakað gögn um brottfall í framhaldsskólum og komist að allt annari niðurstöðu en að heimspekikennslu vanti. Ég held að það þurfi meira af empirískum rannsóknum í þessu sambandi (kannski að Jóhann geti hjálpað með þetta). En helstu rökin að mínu mati, sem Kristín kom ekki inn á en Páll Skúlason nefndi í lok málþingsins, er að með aukinni upplýsingatækni og upplýsingaflæði sem því fylgir þarf að kenna nemendum að vinna með allar þessar upplýsingar og þar kemur sú gagnrýna samræða sem felst í heimspekilegu aðferðinni að miklu gagni.
15.11.2007 | 08:43
Vantar heildarsýn yfir þróunarhjálp
Í skýrslu utanríkisráðherra sem var gefin út í vor settu höfundar fram tvær leiðir sem þeir töldu stuðla að samræmingu þróunaraðstoðar. Báðar leiðirnar fela í sér samruna opinberra stofnana sem hafa með þróunarmál að gera. En höfundar ganga út frá því að hlutverk þróunaraðstoðar sé að stuðla að hagsmunarekstri okkar erlendis en ekki að þróunaraðstoð verði gerð skilvirk gagnvart þeim sem þiggja aðstoð og hafna þeir því hugmyndum sem eru á þá leið sem Hilmar Þór leggur til.
Þessi hugmynd Hilmars Þórs um að þróunarmál verði á ábyrgð eins samræmingaraðila sem stendur utan við þær stofnanir sem taka beinan þátt í þróunarhjálp þarf því að skoða betur. Þetta er það sem þær þjóðir (sjá t.d. DFID í Bretlandi) hafa verið að gera sem koma best út úr mati á skilvirkni þróunaraðstoðar.
Vanþróað þróunarstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2010 kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 10:29
Möguleikar tölvutækninnar í framtíðinni
1. Skammtatölvur - Byggja á lögmálum skammtafræðinnar. Athyglisverðast við þessar er að þær eru ekki bundnar við hefðbundna tvígildisrökfræði sem tölvur nota í dag. Gildi í tölvum í dag er annaðhvort 0 eða 1 (bits) - ekkert þar á milli. Í skammtatölvum getur þetta gildi verið 0, 1 eða bæði í einu (qubits). Það eru engar tölvur til í dag sem byggja sannanlega á skammtafræði (Kanadískt fyrirtæki D-Wave hefur haldið því fram að þeir væru komnir með skammtatölvu en ekki hefur verið hægt að staðfesta það).
2. Ljóstölvur - Þetta eru tölvur sem nota ljósleiðara í rásir frekar en rafboð sem eru notuð í dag. Þessi aðferð notar töluvert minni orku en nútíma tölvur. Tæknin er enn of dýr til að vera raunhæf.
3. Snúningstölvur - Gáttir nota snúning einda til að varðveita gildi frekar en rafboð um gildi 0 eða 1. Eindir geta snúist upp eða niður. Snúningur þessi getur verið látinn samsvara gildunum sem notuð eru í dag, 0 eða 1. Aðferðin er mun orkuvænni en nútíma aðferðir. Hægt væri að láta tölvurnar vinna mun hraðar en nútíma tölvur (ein helsta hindrun við nútíma tölvur er hvað þær þurfa mikla orku og þ.a.l. framleiða mikinn hita). Ýmsir hafa sýnt tækni sem byggir á snúningi einda og þykir þessi tækni geta orðið næsta stóra þróunarstökk í framleiðslu tölva.
4. Efnafræðilegar tölvur - Nota efnahvörf í stað rafrása. Helsti kosturinn við þessa tækni er að tölvur geta haft sveigjanlega lögun og að jafnvel verði hægt að skipta einni tölvu í tvennt þannig að til verði tvær fullvirkar tölvur. Reyndu bara að saga nútíma ferðatölvuna þína í tvennt og sjáðu hvað gerist...
5. Genatölvur - Þetta er svakalega áhugavert. Þetta eru tölvur sem nota gen í stað kísilflaga og rafrása. Þær þykja ekki líklegar til að koma í staðinn fyrir nútíma tölvur, en þær bjóða upp á mjög skemmtilega möguleika sem sérhæfðar örtölvur. Tölvurnar geta orðið agnarsmáar þannig að hægt væri að koma fyrir triljón eintök í einum míkrólítra af vökva. Til að sýna möguleika slíkra tölva sýndu vísindamenn eina slíka sem hægt var að senda inn í mannslíkama þar sem hún gat greint krabbamein og losað sérhæfð lyf við því.
6. Plasttölvur - Nútíma tölvur nota kísilflögur og ansi mikið af þeim. Gallinn við þetta er að kísilflögur eru dýrar og framleiðsla sem notar þær krefst mikillar nákvæmni (sumir vilja meina að helsti sparnaður sem felst í smækkun örgjörva er að rándýru kísilflögurnar nýtast betur - þróun og framleiðsla smærri rása er í raun dýrari). Plasttölvur eru margfalt ódýrari og auðveldari í framleiðslu - hægt er einfaldlega að prenta þær. En plasttölvur eru mun hægvirkari en kísiltölvur og því er búist við að þær nýtast bara í afmörkuð sérhæfð tilfelli.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 09:46
Kostir og gallar Lögmáls Moores
Svo er líka viðtal við Gordon Moore, maðurinn sem setti fram Lögmál Moores fyrir rúmlega 40 árum. Lögmálið hefur verið uppfært nokkrum sinnum síðan það var fyrst sett fram, en það segir (núna) að fjöldi smára sem hægt verður að setja á kísilflögu muni tvöfaldast á hverjum 2 árum. Lögmálið hefur nokkurn veginn staðist og lítur út fyrir að ætla að standa næstu árin.
Lögmálið er nokkuð umdeilt. Núorðið virðist lögmálið ekki vera lýsing á þróun heldur krafa um þróun, þ.e.a.s. að ef örgjörvaframleiðendur fylgja ekki spá Moores eru þeir ekki samkeppnishæfir. Sumir vilja meina að það setji mikla pressu á örgjörvaframleiðendur sem kemur svo niður á neytendur sem þurfa að uppfæra tölvur sínar óþarflega oft þar sem hugbúnaðarframleiðendur miða sína framleiðslu við öflugustu örgjörva hverju sinni. Þar af leiðandi er 3ja ára gömul tölva of hægvirk til að keyra nýjasta hugbúnað.
Athyglisverðari gagnrýni er að lögmál Moores setur svo mikla pressu á örgjörvaframleiðendur til að fylgja ákveðinni þróunarbraut að þeir geta ekki varið tíma né fjármagni til að þróa nýja tækni. Ég er búinn að gera dauðaleit á netinu að greininni þar sem ég las þetta en ekkert gengið. Ef einhver finnur þetta látið mig vita.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 10:18
Almenn sala á OLPC ferðatölvunni hefst í N-Ameríku á morgun
10.11.2007 | 11:58
"Megatrends in E-Learning Provision" verkefnið gefur út 3 ókeypis rit
The Provision of e-learning in the European Union - Gefur heildarsýn yfir stöðu tölvustudds náms í Noregi og Evrópusambandslöndunum.
Megaproviders of E-Learning in Europe - Segir frá 26 stórum stofnunum í Evrópu sem bjóða upp á tölvustutt nám.
E-learning initiatives that did not reach targeted goals - Segir frá 9 evrópskum verkefnum sem gengu ekki upp.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 23:36
Notar námsfólk Wikipedia of mikið eða ekki nóg?
10.10.2007 | 09:02
Opinn hugbúnaður í alla skóla í Rússlandi
Þeir sem þekkja mín skrif hér á blogginu um opinn og ókeypis hugbúnað vita að ég er mjög hlynntur notkun hans í skólastarfi. Það er ekki aðeins vegna kostnaðar heldur líka að mér finnst opinn hugbúnaður bjóða upp á skemmtilegri (og eðlilegri) námsmöguleika um tölvur, hugbúnað og upplýsingaflæði en lokaðar lausnir. Hins vegar eru flestir tregir til að stíga skrefið til fulls að nota opinn hugbúnað í skólastarfi og hafa margar ástæður verið nefndar, s.s. þarfir atvinnulífsins, skort á þjónustu, þekkingarskortur kennara o.s.frv., sem mér finnst að mestu ímynduð eða skálduð vandamál. En það er erfitt að staðfesta bæði mitt álit og álit þeirra sem eru á móti notkun opins hugbúnaðar þegar fá markviss dæmi eru til að draga lærdóm af.
Auðvitað eru Rússar ekki bara að gera þetta til að bæta nám í skólum. Kostnaður vegur örugglega þyngra og ekki má líta framhjá pólitísku ástæðunum sem Bill Thompson, viðmælandi BBC í greininni sem vísað er í fyrir ofan, bendir á (svipað og lá upphafleg að baki kínversku Red Flag Linux distró, sem varð óvart að meiru en upphaflega var ætlað - spyrjið ef þið viljið vita meira um það).
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu framtaki Rússa og sjá hvaða áhrif þetta hefur í raun og veru á þekkingu nemenda um tölvur og hugbúnað.
Tölvur og tækni | Breytt 13.11.2007 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 15:36
Víddir kínverskra netheima ekki svo "óralegar"
Margir kannast við að kínversk yfirvöld ritskoða netið og takamarka aðgang Kínverja að miðlum sem þykja ekki við hæfi. Á vesturlöndum hefur þetta verið kallað Eldveggurinn Mikli (e. Great Firewall of China) en er kallað Gullni Skjöldurinn (e. Golden Shield Project) í Kína. Þetta er stórfurðulegt "kerfi" (ef svo má kalla því ekkert virðist kerfisbundið við það). Kínverjar loka algjörlega á suma miðla á landsvísu og eru þeir margir nokkuð fyrirsjáanlegir, t.d. vefir sem tengjast Falun Gong, gagnrýna kínversk yfirvöld og fjalla um Dalai Lama. Ástæður fyrir margar lokanir eru ekki svo augljósar, t.d. er ekki lokað á vef CNN en það er lokað á fréttavef BBC. Lokað er á suma vefi í sumum landshlutum sem ekki er lokað á í öðrum landshlutum. Stundum er lokað á vef í nokkra daga og svo opið í nokkra daga án sjáanlegrar ástæðu. Reglugerðir um netnotkun eru uppfærðar oft og er oft lítið samræmi milli eldri og nýrri reglugerða. En öll þessi ringulreið virðist vera nokkuð áhrifarík vegna þess að þetta verður til þess að yfirvöld þurfa ekki að loka kerfisbundið á allt sem óleyfilegt þykir, heldur hefur þeim tekist að fá kínverska netverja til að ritskoða sig sjálfa! Auðvitað eru alltaf einhverjir sem reyna að fara fram hjá Eldveggnum mikla og líklega töluverður fjöldi sem gerir það reglulega, en megnið að netnotendum í Kína kjósa sjálfir að passa upp á sitt vafur til að styggja ekki yfirboðara og eiga á hættu að missa það litla sem þeir hafa. Þ.a.l. er ekki ósennilegt að fleiri Kínverjar enda á sömu kínversku síðunum en ef þeir hefðu ótakmarkaðan aðgang að netinu. Smitaðu þessa vefi og þú ættir að ná góðri útbreiðslu í Kína.
Til fróðleiks má geta að í dag 08.10.2007 er lokað á þetta blogg í Kína og eins með hitt bloggið mitt á http://blog.lib.umn.edu/thay0012/leapfrog/.
Hægt er að kanna aðgengi að vefsíðum frá Kína á vefnum Great Firewall of China
Tæplega milljón tölvur hrundu í Kína vegna veirusýkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)