29.9.2007 | 09:26
Dúbíus tölfræði og stór loforð
Utanríkisráðherra vill að við verðum meðal þeirra hæstu. S.s. ekki bara fjórföldun til að ná 0,7 marki Sameinuðu Þjóðanna heldur með þeim hæstu:
Sweden 0,94
Norway 0,94
Netherlands 0,82
Luxembourg 0,82
Denmark 0,81
Utanríkisráðherra er þá væntanlega að leggja til að framlög okkar til þróunaraðstoðar verði ca. fimmfölduð. Og hvenær á þetta að gerast (hafið í huga að það tók 5 ár að "tvöfalda" - sem var í raun bara 1,5-földun)?
Heimildir:
Hagstofa - http://www.statice.is/Uploads/files/LH06/L061515.xls
OECD - http://www.oecd.org/dataoecd/52/9/1893143.xls
Ísland verði í hópi þeirra ríkja sem gefi mest til þróunaraðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.9.2007 | 18:17
XO ferðatölvur fyrir alla
24.9.2007 | 17:53
Má bjóða þér XO ferðatölvu?
Það er sorglegast að svo virðist að þetta sé gert vegna þess að markaðssetning tölvunar til þróunarlanda hefur brugðist. Má sennilega kenna ýmsu um - skort á viðskiptaviti og samkeppni tölvufyrirtækja (sem virðast hafa nóg af viðskiptaviti).
Meira um þetta hér (en athugið að G1G1 átakið er ekki byrjað - það er hægt að gefa fé til verkefnisins á þessum vef en þið fáið ekki tölvu fyrir það, ekki fyrr en verkefnið verður sérstaklega tilkynnt)
Frétt BBC um átakið
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 11:17
En hvað segja tölurnar um háskólana?
Útgjöld til háskólastigsins 2004 (í USD pr./nem.):
Íslendingar - 8.881
OECD meðaltal - 11.100
EU19 meðaltal - 10.191
USA - 22.476
SV - 16.218
DK - 15.225
NO - 14.997
Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu:
Íslendingar - 1,2
OECD meðaltal - 1,4
EU19 meðaltal - 1,3
USA - 2,9
SV - 1,8
DK - 1,8
NO - 1,4
Þvílíkt "þekkingarsamfélag"!
Útgjöld Íslendinga til menntamála langt umfram meðaltal OECD | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.11.2007 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 22:47
Ríkisendurskoðun að slaka á kröfum til háskóla?
"Fjöldi ritsmíða eftir akademíska starfsmenn deildar/skorar sem birtust í ritrýndum fræðitímaritum, bókum eða ráðstefnuritum miðað við fjölda akademískra stöðugilda."
En stafsetning höfunda er ekki það versta. Það versta er að þeir skulu leyfa sér að nota svona dúbíus mælikvarða fyrir jafnveigamikinn þátt í starfi háskóla sem akademísk birting er. Það verður bara að viðurkennast, hversu óréttlátt sem það kann að virðast, að birting í 50 ára gömlu fræðiriti sem er kennt við virtan háskóla hefur oftast meira að segja heldur en birting í 3. tbl. fræðirits nýstofnaðs háskóla - það er ekki það sama að birta í Nature og að birta í 'Hicksville College Journal of Natural Science and Animal Husbandry". Það er líka stór munur á því að birta grein sem engin vitnar í og sem þúsundir vitna í.
Mat á birtum greinum er sér vísindagrein út af fyrir sig og ber m.a.s. virðulegt heiti á ensku "bibliometrics" (sem er fjallað um í títtnefndri Frascati Manual sem skýrsluhöfundar höfðu víst til hliðsjónar). Það er greinilegt að birtingar eru ekki eitthvað sem er einfaldlega gert eða ekki gert. Vísindafólk birtir niðurstöður rannsókna til að hafa áhrif á það þekkingarsamfélag sem þeir vilja samsama sig við. Það gera þeir fyrst og fremst með því að birta og kynna sín verk á þeim stöðum sem líklegast er að þeir nái til sem flestra.
Háskólar á Íslandi eru ekkert öðruvísi en aðrir háskólar - þeir eru með lista yfir þau fræðirit sem æskilegast er að birta verk í og umbun kennara og vísindamanna er í samræmi við þá. Því spyr ég, hvaða gagn er af skýrslu um gæði og skilvirkni þegar skýrsluhöfundar nota allt annan og lakari mælikvarða en skólarnir nota sjálfir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 00:01
Kostar minna að hafa fleiri stúdenta í háskóla?
Í fyrstu málsgrein talar hún um aukningu á opinberum framlögum til menntamála á síðustu 9 árum - að, "með tilliti til verðlagsbreytinga..." hafi framlög aukist um "tæplega 70%..." Hún nefnir svo sérstaklega háskólastigið - að þar hafa aukningin verið um 95% (er það með tilliti til verðlagsbreytinga?).
En í næstu málsgrein segir hún, "Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast". S.s. fjármagnsaukninginn er ekki í samræmi við aukinn fjölda háskólanema. Eða er þetta kannski bara dæmi um "economies of scale"?
27.8.2007 | 21:15
Frjáls og opin hugbúnaður í skólastarfi - margþætt verkefni
"A more important reason for schools to use free software is for the sake of learning. You see, in the teenage years, some students are going to want to learn everything there is to know about the inside of the computer system."
og Torvalds hér:
"I think open source ends up being a great learning experience for the people involved. It can be a way to get 'into' a project and understand how it works at a level that is really hard to achieve if you mainly use computers just to customise other people's projects."
Reyndar kemst Sigurður Fjalar lítið í skólamálin yfirhöfuð í þessari fyrstu grein og er það kannski helsti veikleiki hennar. En það kemur þá væntanlega í þeim sem á eftir koma.
Nokkrir hafa lagt það fyrir sig að rannsaka þessa "lærdóms-" hlið opins hugbúnaðs. Ég nefni sérstaklega Rishab Aiyer Ghosh. Eins hefur almennur áhugi á "open source" hugmyndafræðinni vaxið gífurlega og verið að skoða þetta í ýsmu samhengi.
Ég hlakka svo til að sjá seinni greinarnar frá Sigurði Fjalar.
Hér er ritgerð sem ég og Patrick Walsh skrifuðum um rannsókn sem við gerðum á tengslum þekkingarþróunar og þátttöku í þróun opins hugbúnaðar
Hér er svo blogg sem við notuðum meðan við vorum að vinna rannsóknina - fullt af áhugaverðum tenglum þar
Tölvur og tækni | Breytt 14.3.2008 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.8.2007 | 13:47
Upplýsingaveita um nám - enn einu sinni...
Í skýrslunni er nokkuð ítarleg lýsing á upplýsingaveitu, hlutverki hennar og hvernig hún skal uppbyggð. Hún er mér ansi kunnugleg þessi lýsing. Í megindráttum er hún nánast eins og ég myndi lýsa Mennt.is, sem var upplýsingaveita sem Mennt - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla smíðaði fyrir um 5-6 árum og ég var verkefnisstjóri fyrir. Þetta var ekki fyrsta tilraun til að koma upp svona upplýsingaveitu, en þetta var í fyrsta skipti sem náð var svo langt að starfrækt var um tíma upplýsingaveita sem var aðgengileg á netinu.
Helstu markmið með smíði Mennt.is var að koma upp upplýsingaveitu (reyndar um allt nám fyrir ofan grunnskólastig - en þessi tillaga er um nám á grunn- og framhaldsskólastigi) þar sem upplýsingar um námsframboð á Íslandi myndu vera aðgengilegar og samanburðarhæfar. Þ.a.l. var lögð áhersla á staðlaðar lýsingar með notkun lýsigagnastaðla e.o. ISCED og LOM/IMS staðla.
Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Menntamálaráðuneytið og lagði ráðuneytið töluvert fjármagn í verkefnið (samt ekki eins mikið og lofað var en það er önnur saga). Mér finnst því furðulegt að nú sé verið að endurreisa þessa hugmynd og að ekki skuli sagt eitt einasta orð um Mennt.is. Þó svo að upplýsingaveitan sé ekki lengur aðgengileg er öll grunnvinnan sem unnin var ennþá til. Það væri mikill vinnusparnaður að byggja á þeirri vinnu sem við lögðum í Mennt.is á sínum tíma frekar en að varpa þessu núna fram sem nýja hugmynd sem þurfi að vinna frá grunni.
Greinar sem voru skrifaðar um Mennt.is:
Grein e. Stefanía K. Karlsdóttir og mig í Morgunblaðinu 2001
Grein e. mig í CEDEFOP Info 2002
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo er stóra spurningin - hvað er Þorleifur eiginlega að meina þegar hann segir að þetta sé ekki þróunarverkefni, heldur bara "viðskiptalegt"? Djíbútí er vanþróað land, með þeim vanþróuðustu m.a.s. - 2006 var Djíbútí í 148 sæti á þróunarkvarða SÞ sem nær yfir 177 lönd og hafði lækkað frá 2005. Ef verkefnið gengur upp - og OR eru "mjög bjartsýnir" - þá munu þeir, að sögn Þorleifs, stofna fyrirtæki í landinu. Það hlýtur að vera augljóst að þetta komi til með að hafa gríðarleg áhrif á þróun í Djíbútí og jafnvel í löndum þar í kring. Hvernig er þetta þá ekki þróunarverkefni?
Það hljómar eins og Þorleifur sé að reyna að komast hjá því að tengja verkefnið við þróunarmarkmið, sem er nákvæmlega það sem ég varaði við í grein sem birtist í Mogganum 06.05.2007. En að hverju stefnir OR þá? Á að gera Djíbútí háð OR fyrir orku? Er það "viðskiptalega" eðlið? Svolítið gamaldags hugsun finnst mér (gúglið t.d. "dependency theory"). Hvað ætlar OR að gefa Djíbútí í staðinn annað en möguleika á að kaupa af sér orku (og hvað mun hún kosta? Djíbútí er núna með hæsta orkuverð í Austur Afríku - USD 0,20/kWh að meðaltali á móti USD 0,07 meðaltal fyrir svæðið.)? Hvað með að stuðla að aukinni þekkingu tengda jarðvarma á svæðinu - eða skapar það of mikla hættu á samkeppni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.8.2007 kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 13:54
Ísland í 2. sæti!!!
... yfir lönd þar sem er mest notað af ólöglegum hugbúnaði.
Að meðaltali er stolinn hugbúnaður að andvirði ca. 14.000 kr. (US$225) á hverri tölvu á Íslandi. Það munar ca. 1.500 kr. (US$25) á okkur og Aserbædjan!
Kannski gætum við minnkað þetta að einhverju leyti með því að nota opinn og ókeypis hugbúnað í skólum. En þá verða þeir sárir hjá Microsoft. Í staðinn virðast þeir sætta sig við það sem þeir fá og halda áfram að ýta undir hugbúnaðarstuld með því að sannfæra skólafólki um að þeir verði að nota MS hugbúnað með alls konar dúbíus rökum.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)