30.5.2007 | 09:45
Hmm... Hver er þessi Zoellick?
Meira eða minna hrakinn úr stjórn Bush vegna þess að honum tókst illa að koma hlutum í verk. Eins og Bolton, bara ekki eins mikill dóni. Hann veit kannski meira um alþjóðamál en Wolfowitz, en hann hefur bara verið svolítið misheppnaður greyið. Er nokkur ástæða að ætlast til að betur gangi hjá honum í Alþjóðabankanum?
Svo getur hann látið frá sér mjög "gáfulega" hluti, e.o.:
"People driven by enmity or by a need to dominate will not respond to reason or goodwill. They will manipulate civilized rules for uncivilized ends."
Robert B. Zoellick, Campaign 2000: A Republican Foreign Policy, Foreign Affairs, January/February 2000.
Berið það svo saman við bréf sem hann undirritaði 1998 (tengist PNAC - rugludallaklúbbur sem stefnir að Bandarískum alheimsyfirráðum):
"We urge you to seize that opportunity, and to enunciate a new strategy that would secure the interests of the U.S. and our friends and allies around the world. That strategy should aim, above all, at the removal of Saddam Husseins regime from power. We stand ready to offer our full support in this difficult but necessary endeavor."
Hmm... an example of "enmity", "a need to dominate" or both?
En, nafnið hljómar eins og "Selleck", sbr. Tom Selleck, sem lék Magnum P.I. Ég vildi að ég héti Magnum!
Robert Zoellick verður forstjóri Alþjóðabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 10:31
Þess vegna átti að reka Wolfowitz...
Og sérstaklega að nú fær hann víst að komast upp með að segja hluti eins og, "In an interview, Mr Wolfowitz said the bank's board did accept that he had acted ethically, and in good faith."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.5.2007 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 23:00
Hefði átt að reka hann
Það munaði svo litlu. En svona vill pólitíkin oft vera - stórlaxarnir gera aldrei neitt af sér - allt saman misskilningur.
Svo kemur stóra spurningin - hvað gerist næst? Fá Bandaríkjamenn að tilnefna pólitískan forstjóra eins og áður eða verður einhver sem er raunverulega hæfur í djobbið ráðin? Nú er tækifæri til að gera mjög jákvæðar breytingar sem gætu haft mikla þýðingu fyrir þróunarmál.
<bætt við seinna> Bandaríkjamenn ætla þá víst að fá að útnefna sinn mann aftur. Hver verður nú? Kannski Gonzales - fer hann ekki að þurfa að fá nýja stöðu? Fátt kæmi á óvart.
<önnur viðbót> Var að lesa yfirlýsingu Wolfowitz. Þar telur hann upp öll góðverkin sem hann hefur unnið síðustu 2 árin. En skrítið, ekki orð um stórverkin í Írak!
Wolfowitz segir af sér embætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 18.5.2007 kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2007 | 21:40
Ný samkomulagstillaga - engin samábyrgð
Sagt er að stjórn bankans hafi hafnað tillögu sem lögð var fram í morgun sem átti að fela í sér viðurkenningu á samábyrgð bankans á málinu. Skv. nýju samkomulagstillögunni á víst að "credit him for some achievements as president of the global poverty-fighting institution, including a sharpened focus on aiding Africa and stemming corruption."
Umm... Eigum við ekki taka út orðið "stemming"?
Wolfowitz sagður semja um starfslok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2007 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 20:22
Ekkert samkomulag um Wolfowitz
Veit svo sem ekki hvaða samkomulag er verið að tala um hér en ef átt er við lokatilraun Bandaríkjamanna til að reyna að sannfæra stjórn bankans um að leyfa Wolfowitz að hverfa frá með reisn þá er víst búið að hafna því. Og gott á hann segi ég. Ég er búinn að vera stúdera bankann í næstum 2 ár núna, eða frá því rétt áður en Wolfowitz tók við stjórn.
Ég hef því fylgst með hvernig hann hefur smám saman verið að gera nafn bankans aftur að því blótsyrði sem það var hér á árum áður. Þá voru "Bretton Woods stofnanirnar" s.k. (Alþjóðabankinn og Alþjóðgjaldeyrisjóðurinn) mikið gagnrýndar fyrir þær kröfur sem þær gerðu til styrk- og lánþega sem þóttu oft óraunhæfar og ólíklegar til að stuðla að bættum hag fólks í þróunarlöndum. En stofnanirnar breyttust og reyndu að sýna í verki að þær voru tilbúnar að vinna með þróunarlöndum frekar en að skipa þeim fyrir - og Alþjóðabankinn þótti sýna meiri framför en Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn í þessu tilliti.
Svo kemur Wolfowitz, sem hafði litla þekkingu á þróunarmálum fyrir utan að hafa verið sendiherra í Indonesíu, og þykist ætla að hreinsa svolítið til. Andspillingarstefna hans bitnaði meira á fátæka alþýðu í þróunarlöndum heldur en spilltar stjórnir. Og meðan hann er að þessu er hann að kasta umtalsverðum fjármunum í dúbíus verkefni sem tengjast hagsmunum Bandaríkjanna í trássi við lög bankans. T.d. sendi hann $500m til Íraks, en lög bankans banna honum að fjárfesta í löndum þar sem ríkir ófriður og þannig ástand að landið getur ekki ábyrgst endurgreiðslu. Hvernig fellur Írak ekki undir þetta bann?
Það verður gott fyrir bankann að losna við Wolfowitz. Best væri að reka hann. Senda skýr skilaboð um að bankinn ætli ekki að funkera með þessum hætti lengur. Evrópa mætti í framhaldinu framsala sér eignarrétti á forstjórastöðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimta það sama af Bandaríkjamönnum gagnvart Alþjóðabankanum og hleypa alvöru stjórnendum að þessum stöðum en ekki alltaf þessi peð "with an agenda in their side pocket!"
Fullyrt að Wolfowitz segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2007 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 09:46
Luv'em & leave'em
Þá er víst kominn tími til að fórna Wolfowitz. Hann er búinn að senda $500m til Íraks (í trássi við reglur bankans) til að minnka álagið á Bandaríkjamenn. Lokið ýmsum öðrum verkum, e.o. að skamma Úsbekistan fyrir að leyfa Bandaríkjamönnum ekki að nota flugvelli sína. "Mission accomplished", engin þörf fyrir hann lengur (svo er þetta líka að verða leiðinda vesen).
Allt skv. forskrift Bush stjórnarinnar - þegar róðurinn er erfiður "just walk away and don't look back", sbr. Libby, O'Neill, McNulty, o.s.frv. En Bush, Cheney og Rove eru heilagari en Jesús sjálfur, enda allir smurðir af heilögu þrenningunni: Falwell, Dobson og Robertson.
Hvíta húsið segir allt koma til greina um framtíð Alþjóðabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 21:06
Úff! Eins og blaut tuska framan í Bush & co.
Bandaríkjunum tókst ekki að fá G7 ríkin til að styðja Wolfowitz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 17:49
Bandaríki Bush vs. 'allir hinir'
Það er orðið ljóst að þetta Alþjóðabankamál snýst ekki lengur bara um Wolfowitz. Þetta er farið snúast mun meira um það hvort Bush stjórnin í Bandaríkjunum hafi nokkuð "cred" orðið á alþjóðavettvangi. Að halda því fram að Wolfowitz geti haldið áfram að stýra Alþjóðabankanum eftir það sem undan er gengið er bara hálfvitaskapur. Hann nýtur ekki trausts alþjóðasamfélagsins, stjórnarnefnda bankans, starfsfólks síns og ekki einu sinni þeirra sem bankanum er ætlað að hjálpa. Þetta snýst bara um þrjósku Bush og hans félaga.
Svo er rétt að benda á nokkrar rangfærslur í þessari frétt. Riza var ekki "flutt á milli deilda innan [bankans]", heldur var hún "lánuð" til State Department (eins konar innanríkisráðuneyti Bandaríkjamanna) til að starfa undir stjórn dóttur Cheneys varaforseta (þvílík tilviljun!). Það er heldur ekki rétt að launahækkun Riza hafi verið óútskýrð. Hins vegar má deila um réttmæti skýringarinnar. Því var haldið fram að það stefndi allt í að hún fengi stöðuhækkun og launahækkun þegar hún var send úr bankanum og að launahækkunin hafi verið eins konar sárabætur vegna þess. En Riza var aðeins ein af níu sem voru nefnd í tengslum við umrædda stöðu. Matsnefnd var búin að lýsa því yfir að hún uppfyllti ekki lágmarkskröfur um menntun og reynslu en sagt hefur verið að skipun hafi "komið að ofan" um að halda hennar nafni á listanum.
Bandaríkjastjórn styður Wolfowitz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 12:35
Enn fyndnara þegar ekki er verið að grínast
Á mínum unglingsárum vann ég sem sendill á Morgunblaðinu (langt síðan - í gamla gamla Moggahúsinu í Aðalstræti). Einn blaðamaður hafði límt á hurðina sína lesandabréf klippt út úr erlendu tímariti (man ekki hvaða en minnir að það hafi verið eitthvað þekkt). Í bréfinu var varað við þessa stórhættulegu þjóð á norðurhjara veraldar sem var að laumast til að vígbúast gegn heiminum. Hér var auðvitað átt við Ísland og landið nafngreint. Bréfaritarinn benti á óyggjandi sönnur fyrir því að íslendingar væru að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri. Ekki þyrfti annað en að líta á loftmyndir af landinu, eða einfaldlega að fljúga yfir, og sjá reykinn sem stígur upp úr jörðinni og eru þetta greinilega neðanjarðar kjarnorkuvopnaskotpallar.
Sorglegt þegar fólk getur ekki haft húmor fyrir svona. Það missir af svo miklu.
Nær að sprengja Ísland en Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 3.5.2007 kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 09:54
Ísland fellur á Network Readiness lista WEF
Ég veit ekki hverjar ástæðurnar eru fyrir þessu falli en það hlýtur að vera nokkuð ljóst að okkur er ekki að takast að tileinka okkur tækninýjungar og notkunarmöguleika þeirra. Mér finnst ég sjá í þessu tilhneigingu okkar íslendinga til að tileinka okkur málefni í skamman tíma og halda svo að búið sé að redda málunum. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að upplýsingatækni er í stöðugri þróaun og að mikilvægt er fyrir okkur að bregðast skjótt við breytingum og tileinka okkur nýjungar eins ört og hægt er í samskiptum, viðskiptum, menntun og stjórnsýslu.
Væri ekki rosalega sniðugt fyrir einhvern að kaupa fyrir mig skýrsluna svo ég geti greint innihaldið nánar?