Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.1.2008 | 20:58
Þróun eða viðskipti?
Svo er hitt að með Windows stýrðum Classmate vélum sínum virðist nálgun Intel byggjast á kennslu á ákveðinn hugbúnað sem er víða notaður í þróuðum löndum. OLPC vill hins vegar gefa krökkum tækifæri til að læra um tölvur, ekki bara að læra á MS Word t.d., og notar því opinn hugbúnað sem krakkarnir geta sjálfir breytt og lagað að sínum þörfum ef þeir vilja. Allur hugbúnaður sem fylgir OLPC XO vélinni miðar að því að hvetja börn til að kynna sér ekki bara notkun tölvunnar heldur líka forritun og gerð efnis til að dreifa á netinu o.þ.h. Mér líst betur á OLPC nálgunina enda er ekkert sem segir að sá hugbúnaður sem er útbreiddastur í þróuðum löndum í dag verði það í framtíðinni eða að það sé besti kosturinn fyrir þróunarlönd. Mér finnst það undarlegt að þegar verið er að reyna að ná til jafn fjölmenns hóps nýrra tölvunotenda eins og eru í þróunarlöndum, að gefa sér að þessir nýju notendur skulu ekki hafa neitt um málið að segja - bara að þegja og þiggja.
En, eins og ég segi, ég held að ágreiningurinn nú snúist ekki um þetta. Þessi vinaslit vekja enn einu sinni upp spurningar um áform fyrirtækja eins og Intel (þetta á við um töluvert fleiri, t.d. OR) í þróunarlöndum. Er markmiðið að bæta aðstöðu fólks í þróunarlöndum eða snýst þetta bara um að búa til nýjan kúnnahóp? Er rétt að segja að Intel hafi nokkurn tíma verið þátttakandi í "þróunarverkefni" (einn þeirra manna lét jú einu sinni hafa eftir sér að Classmates verkefnið væri "viðskipti en ekki þróunarverkefni" - sama orðalag og OR notaði)? Ég á enn erfitt með að skilja hvernig er hægt að halda því fram að verkefni þessara aðila, sem koma óhjákvæmilega til með að hafa gífurlegar breytingar í för með sér fyrir þróunarlönd, eru ekki þróunarverkefni.
![]() |
Intel hættir við þróunarverkefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2008 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2007 | 09:09
Hallærisleg og aumkunarverð öll þessi fagnaðarlæti
Það sem þessi nýja skýrsla sýnir okkur, sem gleymist að nefna í fagnaðarlátunum yfir "sigri" Íslands (því auðvitað er þetta ekkert annað en staðfesting á því að "við erum best í heimi" eins og umhverfisráðherra benti á) er að bilið milli þróaðra og vanþróaðra ríkja heims heldur áfram að breikka. Að hluta má rekja það til þess að þróuð lönd eru ekki að standa við skuldbindingar og loforð um framlög til að takast á við vandamál í þróunarlöndum og sérstaklega ekki loftslagsvandamálum. En hvað skiptir það okkur máli - "við erum best í heimi"!
![]() |
Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2007 | 08:45
Þetta er árlegur viðburður. Af hverju er það svona "fágætt" þetta tækifæri?
![]() |
Bilið milli ríkra og fátækra landa breikkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2007 | 18:38
Loftslagsbreytingar í brennidepli á alþjóðavettvangi
Kynnt verður Þróunarskýrsla SÞ 2007/2008. Að þessu sinni er skýrslan tileinkuð baráttu við loftslagsbreytingar.
Svo má líka nefna að í næstu viku stendur UNFCCC fyrir ráðstefnu í Bali um loftslagsbreytingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.11.2007 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 15:46
Svikin loforð við þróunarlönd?
The Guardian sagði frá því í gær (24.11.07) að Íslendingar, ásamt öðrum Evrópulöndum, Kanada og Nýja Sjálandi, hafa ekki staðið við loforð um að gefa umtalsvert fé til vanþróaðra landa til að aðstoða þau við að kljást við vandamál sem tengjast loftslagsbreytingum. Yfirlýsingin sem þessi lönd gáfu út er hér og er fjallað um hana m.a. hér. Í yfirlýsingunni lofa þessi lönd að auka framlög yfir næstu árin til að ná USD 410m frá og með 2005 og hvetja önnur lönd til að gera það sama.
Umfjöllunin í Guardian byggist aðallega á tölum sem voru birtar í tengslum við ársfund Global Environment Facility (GEF) í síðustu viku en búist var við því að stærsti partur af framlögum landanna myndi renna í Special ClimateChange Fund (SCCF) sem GEF sér um. Þar kemur fram að framlög í þennan sjóð frá þessum löndum er langt fyrir neðan það sem búist var við. Framlög Íslendinga til sjóðsins eru engin, sem kemur ekki á óvart þar sem við erum ekki meðlimir í GEF (eitt fárra Evrópuþjóða - fljótt á litið sýnist mér það vera við og Liechtenstein sem eru ekki með).
Einn viðmælandi Guardian bendir réttilega á að aldrei var gert ráð fyrir að allt það fé sem lofað var rynni beint í SCCF (þetta er mjög skýrt í yfirlýsingunni). Annar viðmælandi hjá skrifstofa Breta sem hefur yfirumsjón með þróunarmál heldur því fram að Bretar hafi staðið við sínar skuldbindingar þegar allt er tekið í reikninginn. En bent er á að þessar tölur taki venjuleg framlög til þróunarmála með í reikninginn og að þetta áttu að vera aukaframlög.
Fróðlegt væri að vita hvernig við Íslendingar höfum staðið við þetta loforð. Ég hef s.s. ekki gert ítarlega leit að gögnum en fljótleg yfirferð yfir upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins hefur ekki leitt neitt í ljós.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2009 kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 09:26
Heimspeki í skólum
Ég mætti seint þannig að ég missti af fyrsta erindinu og slatta af því næsta. Þegar ég mætti var Geir Sigurðsson að segja frá áhugaverðum tilraunum með "barnaheimspeki" Lipmans, stofnanda Institute for the Advancement of Philosophy for Children í Montclair Háskóla, í Kína.
Næst kom Ólafur Páll Jónsson sem rifjaði upp grein sem Páll Skúlason skrifaði fyrir 20 árum þar sem hann heldur því fram að engin menntastefna hafi verið mótuð á Íslandi. Ólafur Páll er sammála Páli og skýrði muninn á "fræðslustefnu", sem hefur verið mótuð, og "menntastefnu", sem hann vill meina að skorti enn. Munurinn á þessu tvennu er að fræðslustefna snýst um kennsluna sjálfa meðan menntastefna skýrir hvað það er að "vera menntaður". Ég er sammála að íslensk menntastefnu hefur ekki verið mótuð, en benti á að samt væri nokkuð skýr menntastefna sem liggur að baki íslenskri fræðslustefnu undanfarinna ára - hún er bara ekki íslensk. Svo virðist sem menntamál á Íslandi hafa að miklu leyti mótast sem viðbrögð yfirvalda við því sem hefur verið að gerast erlendis og má sérstaklega benda á áhrif alþjóðlegra stofnana e.o. Evrópusambandið, Norrænu Ráðherranefndina og UNESCO, sem birtist í notkun hugtaka e.o. símenntun, borgaravitund, o.s.frv. Að baki þessum hugtökum liggur nokkuð skýr menntastefna sem má m.a. finna í "Delors" skýrslunni frægu, sem dró saman margt af því sem hafði verið að gerjast innan fyrrnefndra alþjóðlegra stofnana.
Eftir hádegishlé sagði Brynhildur Sigurðardóttir frá reynslu sinni af heimspekikennslu í Garðaskóla í Garðabæ. Brynhildur er menntuð í barnaheimspeki í Montclair og gengur því útfrá hugmyndum Lipmans að miklu leyti. Athyglisvert var að heyra frá henni hvernig hún þurfti að laga aðferðafræði Lipmans að íslenskum aðstæðum. Hún sagðist hafa rekið sig á að nemendur í efri bekkjum íslenskra grunnskóla eru ekki vanir að tjá sig í skólanum á þann hátt sem aðferðafræði Lipmans gerir ráð fyrir (hafandi gengið í gegnum ameríska og íslenska skóla skil ég vel hvað hún er að tala um). Hún þurfti því að fá nemendurna fyrst til að opna sig í tímum áður en hún gat beitt sér fyrir því að skapa heimspekilegt samræðusamfélag. Brynhildur sagði líka frá því hvernig hún hefur verið að nota Wiki vef í heimspekikennslunni. Akkúrat það sem ég hef verið að bíða eftir að sjá.
Jóhann Björnsson talaði næst um heimspekikennslu í Réttarholtsskóla. Áhugaverðast þótti að Jóhann hefur ákveðið að meta ekki nemendur á hefðbundinn hátt í tímunum sínum, þ.e. engin próf, verkefni eða einkunnir. Honum hefur líka gengið vel að ná til "erfiðra" nemenda. Frásögn Jóhanns af því þegar móður eins nemanda sem hefur verið erfiður og jafnvel leiðst út í smáafbrot sagði frá því að hún hefði heyrt til sonar síns og félaga hans í áköfum samræðum um heimspeki í stofunni á heimilinu.
Róbert Jack talaði um "lífstilraunir" (sem mig minnir að hafi verið orðalagið sem hann notaði) sem hann fjallar um í bókinni Hversdagsheimspeki. Það er margt gagnlegt í þessu þegar verið er að huga að því hvers konar "heimspeki" er verið að tala um í tengslum við nám í grunn- og framhaldsskólum - ekki akademísk heimspeki heldur ákv. samræðuform.
Ármann Halldórsson sagði svo frá reynslu sinni af heimspekikennslu í Versló, sem hefur að einhverju leyti verið í samstarfi við Róbert Jack og hans nemendur úr MR. Ármann hefur mikið verið að pæla í framúrstefnu aðferðir við kennslu sem hann hyggst beita í kennslu sinni. (Aðallega "action research", sem byggist á því að kennari gerist í raun rannsakandi og kennslustofa er tilraunastofa. Kennari safnar gögnum og vinnur úr jafnóðum og notar niðurstöður til að aðlaga kennslu þörfum nemenda hverju sinni.)
Kristín Sætran steig síðast á svið og sagði frá bók sem hún er að vinna upp úr M.Paed. ritgerð sem hún kláraði fyrir skömmu. Þetta var mjög áhugaverður fyrirlestur og ég hlakka mikið til að lesa bókina. Í bókinni setur Kristín fram rök fyrir því að "tími heimspekinnar í framhaldsskólum" sé kominn. Hún fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í rökfræðslunni þar sem hún reynir að sýna fram á að heimspeki geti spornað við því mikla brottfalli sem er í íslenskum framhaldsskólum. Framsetningin á gögnum um brottfall er líka nokkuð nýstárleg því hún hefur reiknað hvað brottfall kostar þjóðina í krónum og heldur því fram að "tæplega kr. 200.000.000 fari í tóm [náms]leiðindi". Miklar umræður komu í kjölfarið. M.a. gagnrýndi Atli Harðarson umræðu um brottfall í íslenskum framhaldsskólum. Hann sagði þetta vera skilgreiningaratriði og benti á að í Noregi flokkast þeir ekki sem brottfallsnemendur sem ljúka aðeins 2 árum af 3 í framhaldsskóla, heldur að þeir hafi einfaldlega klárað 2 ár í framhaldsskóla. (Ég er með athugasemd hvað þetta varðar sem ég náði ekki að koma á framfæri á málþinginu. Í Noregi geta einstaklingar fengið formlega viðurkenningu á námi - þó svo að þeir hafi ekki lokið prófi - og reynslu. Þetta er kjarni "real kompetens" áætlunnar þeirra. Á Íslandi er engin formleg viðurkenning á slíku (þó svo að vinnuveitendur kunna að meta hluta af námi að einhverju leyti). Ef einstaklingur hefur ekki lokið prófi hefur hann í raun ekkert í höndunum. Þess vegna eru 2 ár af 4ja ára námi ekki metin til neins og einstaklingurinn telst hafa fallið brott úr námi.) Margir voru með athugasemdir varðandi umtak þess sem Kristín fjallaði um, að hún virðist fara fram á gjörbreytingu á skipulagi framhaldsnáms í heild en ekki einfaldlega að bæta heimspeki við það sem fyrir er.
En flestir virtust sammála Kristínu að tími er kominn til að heimspeki verði kennd í framhaldsskólum, sem kemur ekki á óvart þegar haft er í huga hverjir sátu málþingið (flestir ef ekki allir heimspekingar). En til þess að sannfæra aðra held ég að þurfi fleiri rök. T.d. benti ég á að margir hafa rannsakað gögn um brottfall í framhaldsskólum og komist að allt annari niðurstöðu en að heimspekikennslu vanti. Ég held að það þurfi meira af empirískum rannsóknum í þessu sambandi (kannski að Jóhann geti hjálpað með þetta). En helstu rökin að mínu mati, sem Kristín kom ekki inn á en Páll Skúlason nefndi í lok málþingsins, er að með aukinni upplýsingatækni og upplýsingaflæði sem því fylgir þarf að kenna nemendum að vinna með allar þessar upplýsingar og þar kemur sú gagnrýna samræða sem felst í heimspekilegu aðferðinni að miklu gagni.
15.11.2007 | 08:43
Vantar heildarsýn yfir þróunarhjálp
Í skýrslu utanríkisráðherra sem var gefin út í vor settu höfundar fram tvær leiðir sem þeir töldu stuðla að samræmingu þróunaraðstoðar. Báðar leiðirnar fela í sér samruna opinberra stofnana sem hafa með þróunarmál að gera. En höfundar ganga út frá því að hlutverk þróunaraðstoðar sé að stuðla að hagsmunarekstri okkar erlendis en ekki að þróunaraðstoð verði gerð skilvirk gagnvart þeim sem þiggja aðstoð og hafna þeir því hugmyndum sem eru á þá leið sem Hilmar Þór leggur til.
Þessi hugmynd Hilmars Þórs um að þróunarmál verði á ábyrgð eins samræmingaraðila sem stendur utan við þær stofnanir sem taka beinan þátt í þróunarhjálp þarf því að skoða betur. Þetta er það sem þær þjóðir (sjá t.d. DFID í Bretlandi) hafa verið að gera sem koma best út úr mati á skilvirkni þróunaraðstoðar.
![]() |
Vanþróað þróunarstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2010 kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 11:58
"Megatrends in E-Learning Provision" verkefnið gefur út 3 ókeypis rit
The Provision of e-learning in the European Union - Gefur heildarsýn yfir stöðu tölvustudds náms í Noregi og Evrópusambandslöndunum.
Megaproviders of E-Learning in Europe - Segir frá 26 stórum stofnunum í Evrópu sem bjóða upp á tölvustutt nám.
E-learning initiatives that did not reach targeted goals - Segir frá 9 evrópskum verkefnum sem gengu ekki upp.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 09:26
Dúbíus tölfræði og stór loforð
Utanríkisráðherra vill að við verðum meðal þeirra hæstu. S.s. ekki bara fjórföldun til að ná 0,7 marki Sameinuðu Þjóðanna heldur með þeim hæstu:
Sweden 0,94
Norway 0,94
Netherlands 0,82
Luxembourg 0,82
Denmark 0,81
Utanríkisráðherra er þá væntanlega að leggja til að framlög okkar til þróunaraðstoðar verði ca. fimmfölduð. Og hvenær á þetta að gerast (hafið í huga að það tók 5 ár að "tvöfalda" - sem var í raun bara 1,5-földun)?
Heimildir:
Hagstofa - http://www.statice.is/Uploads/files/LH06/L061515.xls
OECD - http://www.oecd.org/dataoecd/52/9/1893143.xls
![]() |
Ísland verði í hópi þeirra ríkja sem gefi mest til þróunaraðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.9.2007 | 11:17
En hvað segja tölurnar um háskólana?
Útgjöld til háskólastigsins 2004 (í USD pr./nem.):
Íslendingar - 8.881
OECD meðaltal - 11.100
EU19 meðaltal - 10.191
USA - 22.476
SV - 16.218
DK - 15.225
NO - 14.997
Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu:
Íslendingar - 1,2
OECD meðaltal - 1,4
EU19 meðaltal - 1,3
USA - 2,9
SV - 1,8
DK - 1,8
NO - 1,4
Þvílíkt "þekkingarsamfélag"!
![]() |
Útgjöld Íslendinga til menntamála langt umfram meðaltal OECD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.11.2007 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)