Færsluflokkur: Evrópumál
24.1.2014 | 11:50
Verða hlynntir fleiri en andvígir fyrir lok þessa kjörtímabils?
Fleiri hlynntir inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 13.5.2014 kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.12.2013 | 13:17
Hvers vegna stunda blaðamenn lélega blaðamennsku?
Tvær "fréttir" sem ég hef lesið nýlega hafa verið að angra mig. Sú fyrsta hefur farið ört um frétta- og félagsmiðla á vefnum síðustu daga - um að vonda Evrópusambandið ætli að banna kanil og drepa þar með ástsæla kanilsnúð Dana. Hin sagði frá því að "haldið er utan um" rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin í gagnaveri í Reykjanesbæ. Báðar eru svo illa upplýstar og misvísandi að þær fá mig til hugsa hvað það sé eiginlega sem nútíma blaðamenn gera, eða telja vera sitt hlutverk í samfélaginu? Svo fussum við og sveium yfir því að tæplega þriðjungur íslenskra drengja geta ekki lesið sér til gagns, en ég verð að spyrja - hvert er gagnið þegar lesefnið er svona?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 30.12.2013 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2012 | 21:20
Evrópuþing felldi ACTA: Löngu tímabært að endurhugsa höfundarétt.
Í fyrsta lagi, má segja að Evrópuþingið hafi fellt ACTA á heimsvísu. Samkomulagið hefði m.a. hert mjög lög um höfundarétt og refsingar fyrir brot á höfundaréttarlögum. Samkomulagið er stutt af samtökum rétthafa e.o. samtaka rétthafa kvikmynda, tónlistar, hugbúnaðar, lyfja o.fl. Ýmis samtök sem berjast fyrir réttindum almennings til að nota réttindavarið efni hafa barist gegn samkomulaginu, t.d. Læknar án landamæra, sem segja að samkomulagið muni hefta mjög aðgang að nauðsynlegum lyfjum í þróunarlöndum. Áður höfðu 8 lönd samþykkt samkomulagið en áttu eftir að staðfesta samþykkið. Án þátttöku ESB er ljóst að samkomulagið er orðið að engu. Þó svo að hin löndin myndu staðfesta samkomulagið eru ESB löndin það stór hluti af markaðssvæðinu sem það er ætlað að taka til að það myndi aldrei vera hægt að framfylgja reglunum sem því fylgja.
Í öðru lagi hefur Evrópuþingið sýnt það og sannað að lýðræði er til staðar í ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur sagst ætla að leggja samkomulagið aftur fyrir þingið en það er ljóst að það mun ekki skila árangri. Í raun hefur Evrópuþingið málsstað netnotenda um allan heim, en ekki bara í ESB og hefur þannig sýnt að lýðræðisleg stofnun svo stórs markaðssvæðis getur haft töluverð áhrif á þróun heimsmála.
Mér þótti undarlegt að ekkert heyrðist um þessa merkilegu kosningu frá ESB andstæðingum á Íslandi, sem þreytast ekki á því að lýsa ESB sem miðstýrðu peði almáttugs Framkvæmdastjórnar. En svo áttaði ég mig á því að mbl.is hefur ekki séð ástæðu til að segja frá þessari merkilegu frétt. Ætli andstæðingarnir viti nokkuð af þessu þá?
Segja má að höfundarréttur sé einn hornsteinn kapitalísmans. Ég hélt að kapitalístar hlustuðu á markaðinn. Mér heyrist markaðurinn vera að tala. Eru kapitalístarnir að hlusta? Það er löngu orðið ljóst að rétthafar þurfa að endurhugsa sín mál.