Færsluflokkur: Tölvur og tækni
15.5.2006 | 00:44
$100 ferðatölvur
Fyrir þá sem vilja stutta og hnitmiðaða kynningu er hér aðgengileg grein.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 04:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2006 | 14:34
Opinn hugbúnaður í þróunarstarfi
Opinn hugbúnaður í Indland
Mjög áhugaverð sjónvarpsmynd um opinn hugbúnað og þróun
Grein um opinn hugbúnað og þróun
Áhugavert verkefni á vegum Sameinuðu Þjóðanna
Og meira áhugavert starf á vegum SÞ
Eins og flestir ættu að vita er opnum hugbúnaði dreift með læsilega kóðanum þannig að hægt er að sjá hvernig hugbúnaðurinn er búinn til og þeir sem kunna til verka geta breytt hugbúnaðinum eins og þeir vilja, t.d. Linux, OpenOffice, Firefox, o.s.frv.. Andstæðan er hugbúnaður sem er seldur og dreifður á þannig formi að notandinn hefur enga möguleika á að skoða "gangverk" hugbúnaðarins né að breyta honum, t.d. hugbúnaður Microsoft og annarra framleiðenda sem líta á kóðann sinn sem hernaðarleyndarmál sem markaðsstaða þeirra byggir á.
Opinn hugbúnaður hefur marga kosti í för með sér fyrir þróunarlönd. Hugbúnaðurinn er ókeypis og oftar en ekki gerir hann ekki eins miklar kröfur um afkastagetu tölvubúnaðar og getur því verið notaður á eldri eða ódýrari tölvum. En þetta er ekki það eina sem skiptir máli. Það sem skiptir sennilega meira máli fyrir þróunarlöndin er að notendur og forritarar hafa frjálsan aðgang að kóðanum og geta breytt honum að vild. Þannig er t.d. hægt að breyta viðmóti og virkni forrita til að samræmast betur þörfum notenda. Annar kostur er að með því að auka notkun opins hugbúnaðar í þróunarlöndum eru auknar líkur á því að þarfir þessara aðila komist til skila til þeirra sem eru að búa til hugbúnað og að forritarar í þróunarlöndum mynda gagnkvæm tengsl við þau alþjóðlegu samfélög forritara sem standa að baki þessara verkefna svo að allir hafa gagn af.
En notkun opins hugbúnaðar er ekki óumdeildur. Margir vilja meina að hann sé of flókinn í notkun og að stuðningur og þjónusta fyrir notendur skorti. Aðrir halda því fram að betra sé fyrir alla að læra á og nota sama hugbúnað til að auka samhæfni. Að mínu mati byggja svona athugasemdir á þekkingarleysi og hræðslu við nýjungar. Opinn hugbúnaður er orðinn mjög notandavænn, sérstaklega sá hugbúnaður sem mest er notaður, e.o. stýrikerfi, ritvinnsla, tölvupóstur og vefráparar. Stuðningur er til og reyndar bara nokkuð góður. Frekar en að leita til framleiðenda eða dreifingaraðila hugbúnaðar leita notendur opins hugbúnaðar til annarra notenda fyrir stuðning og það kerfi hefur reynst mjög aðgengilegt og skilvirkt. Varðandi samhæfni þá er mest notaði hugbúnaðurinn að mestu leyti samhæfður öðrum hugbúnaði. T.d. er lítill vandi að opna og vista MS Office skjöl í OpenOffice (helstu vandamál tengjast fítusum sem fáir kunna á og ennþá færri nota í MS Office). Krafan um að allir læra á sama hugbúnað þar sem "þetta er það sem er í notkun út í heiminum" er bara bölvuð þvæla (t.d. eru þetta rökin sem oft er notuð til að réttlæta það að nemendum er gert að fjárfesta í rándýrum hugbúnaði í skólum). Þegar ég lærði vélritun í 9. bekk var enginn sem sagði að ég þyrfti að læra á IBM rafmagnsritvél. Mér var bara kennt almennt á ritvélar. Sama á að gilda um hugbúnað. Í staðinn fyrir að "kenna á MS Word" á bara að kenna ritvinnslu í tölvum. Það skiptir engu máli hvaða hugbúnaður er notaður. En nú er ég kannski að komast svolítið út fyrir umræðefnið og ég geymi frekari skrif um þessi mál fyrir síðari færslu.
13.5.2006 | 17:57
Varúð - upplýsingasamfélag í aðsigi!
Nú hafa einhverjir klárir þingmenn áttað sig á því að á opinberum stofnunum, s.s. bókasöfnum, er fólk að nota "vafasamar" upplýsingaþjónustur eins og MySpace. Því hafa þeir stungið upp á því að setja lög sem banna notkun upplýsingaþjónustu á opinberum stöðum þar sem notendur geta,
"... [búið] til vefsíður eða síður sem innihalda upplýsingar um þá, sem verða aðgengilegar öðrum ... [og sem bjóða upp á] samskiptatæki sem gerir kleift að hafa samskipti við aðra notendur, s.s. samskiptatorg, spjall þjónustur, tölvupóstur, eða skilaboðaþjónustur."
Og hvað er þá eftir? Að skoða vefsíður (sem búið er að samþykkja og hleypa í gegnum síu) og ... umm ... ekkert. En, viti menn, vandamálið er horfið! Er það ekki?
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 21:18
Upplýsingatækni og menntun - hvort kemur á undan, hænan eða eggið?
En undanfarið hafa fleiri verið að hugsa um upplýsingatækni fyrir þróunarlönd. Microsoft hefur gagnrýnt Negroponte og sína félaga harðlega fyrir það að vera að þróa annars flokks tölvu fyrir þróunarlönd. Þeir vilja frekar ýta undir notkun farsíma í þróunarlöndum og þá sérstaklega öfluga farsíma sem þeir vilja meina að gætu gert flest það sem ferðatölvur Negroponte gera - með Windows stýrikerfi auðvitað.
Núna nýlega hefur svo annar stór aðili blandað sér í málið. Intel hefur núna sett á fót World Ahead verkefnið sitt. Ætlun Intel manna er fyrst og fremst að auka kennaramenntun í notkun upplýsingatæknis í þróunarlöndum.
Hér eru þá komnar tvær andstæðar hugmyndir um hvernig skal koma upplýsingatækni inn í skólastarf í þróunarlöndum. Annars vegar er að láta nemendur tæknina í hendur og hins vegar að láta kennara leiða og ráða ferðinni.
Ég er ekki tilbúinn að taka afstöðu í þessu máli. Reyndar finnst mér báðir aðilar hafa eitthvað til síns máls. En ég spyr ykkur góðir lesendur hvort kemur á undan, hænan eða eggið - nemendurnir eða kennarar?
Tölvur og tækni | Breytt 9.9.2011 kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)