Færsluflokkur: Tölvur og tækni
1.2.2008 | 01:09
Af hverju bloggar fólk og hverjum kemur það við?
Eftir þetta hef ég verið að hugsa um hvers vegna fólk bloggar. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að fólk hefur ýmsar ástæður og stundum hentar ekki að leyfa hverjum sem er að skrá inn athugasemdir. Verandi svolítill akademíker leitaði ég beint í literatúrinn til að sjá hvort þetta hefur verið rannsakað. Það er ekki mikið en þó eitthvað (sjá t.d. Leave a Reply: An Analysis of Weblog Comments og Why We Blog). Rannsóknir sem hafa verið gerðar koma ekki verulega á óvart - sumir blogga fyrir félagsskap eða skapa umræðu um samfélagsmál eða til að auðga sína þekkingu og taka athugasemdum fagnandi meðan aðrir blogga um persónuleg mál og finnst athugasemdir jafnvel vera eins og óþægileg afskiptasemi.
Miðað við þessar greiningar er ljóst að bloggið sem ég er núna bannaður á (mér skilst að ég er ekki sá eini sem nýtur þess vafasama heiðurs) er af fyrri gerðinni - færslur eru nær allar um samfélagsleg málefni líðandi stundar sem snerta alla og settar þannig fram að þær hvetja til umræðu. Umræður eru líka oft töluverðar og nokkuð líflegar. Hvernig eigum við þá að taka þessum bannfæringum?
Þetta er eigið blogg bloggarans og honum auðvitað frjálst að gera eins og honum sýnist. En, vegna efnisvalsins og að það er boðið upp á að almenningur sendi inn athugasemdir er bloggarinn í raun að gefa í skyn að þetta sé opinn umræðu vettvangur (ekki í neinum lagalegum skilningi samt). Þar af leiðandi, þegar hann eyðir athugasemdum bara út af því að þær samræmast ekki hans skoðunum er hann að gefa í skyn að það er engin teljanleg andstaða við hans málstað. Það má þó nefna að sumir hafa tekið eftir því að athugasemdir eiga það til að hverfa á þessu bloggi og má lesa umræðu um það á blogginu sjálfu. Þeir sem skanna svolítið bloggið eiga því að geta áttað sig á þessu. En, þeir hafa enga leið að vita hvað var í þessum athugasemdum sem búið er að eyða eða hvers vegna þeim var eytt. Þannig að mér finnst eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en ritskoðun (aftur - ekki í neinum lagalegum skilningi).
Það sem mér finnst svo merkilegt við blogg er að þegar vel tekst til og líflegar umræður skapast er hægt að fá í fljótu bragði yfirsýn yfir ýmsar hliðar á málum. En þegar bloggarar velja og hafna á óskrifuðum forsendum hvað fer inn á blogg sem er annars aðgengilegt almenningi skekkist þessi mynd verulega. Rannsóknir hafa sýnt að stór hluti netnotenda á það til að leita eins skammt og mögulegt er af upplýsingum á netinu (sjá t.d. þessa rannsókn). Blogg eru ört vaxandi partur af upplýsingaflæðinu á netinu og eru oft meðal fremstu leitarniðurstaða. Eiga bloggarar að taka þetta til sín og setja sér siðferðilegar skyldur gagnvart sínum lesendum? Ég held að það væri ekki slæm hugmynd.
Tölvur og tækni | Breytt 14.3.2008 kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.1.2008 | 10:17
Ekki svo galið en er það nýtt - og hvað er maðurinn í raun að segja?
viðfangsefni alþjóðlegra afla í dag skuli vera að tryggja að
hnattvæðing verði jákvætt afl fyrir alla íbúa jarðar. Hnattvæðing er
auðvitað ekki það sama og kapítalismi en það er ekki hægt að neita því að það er kapítalísk hugsun sem stýrir hnattvæðingunni í dag. Þannig að miðað við núverandi aðstæður má segja að verkefnið sem við höfum fyrir höndum nú er að tryggja að kapítalísk hugsun taki tillit til og virði framlag, og jafnvel sækist eftir framlagi, allra þeirra sem útbreiðsla þess snertir. Þetta passar við það sem Gates kallar "skapandi kapítalisma", þó ég myndi kannski kjósa að kalla þetta eitthvað annað, t.d. "lýðræðislegan kapítalisma", eða jafnvel enn betra "undirróðurs kapítalisma" (sjá t.d. skrif Feenbergs). En þetta býður upp á alls kyns deilur um eðli kapítalismans þannig að kannski er best í bili að halda sig við hugtak Gates.
En er Gates að fara fram á einhverja nýja hugsun hér? Ég held að svo sé ekki. Þetta sem hann talar um birtist sérstaklega í orðræðum um mótun réttláts þekkingarsamfélags í samræmi við væntingar sem gerðar eru til hnattvæðingar í Þúsaldaryfirlýsingunni. Helstir í þeirri orðræðu hafa verið Bengt-Ake Lundvall og Björn Johnson, sem lýsa hnattvædda þekkingarhagkerfinu sem lærdómssamfélagi sem þrífst á frjálsu og opnu flæði upplýsinga og þekkingar og sífelldri nýsköpun (meira um þetta hér). Getur hugmynd Gates tekið á sig nokkra aðra mynd en þessa?
Til að svona lagað nái fram að ganga þurfa margir að breyta því hvernig þeir hátta sínum viðskiptum. Margir ráðandi aðilar á heimsmörkuðum virðast reyna að kæfa opið flæði þekkingar og nýsköpun til þess að viðhalda sinni stöðu. Því verður ekki neitað að Microsoft er eitt augljósasta og þekktasta dæmið um þetta. Það hefur barist hart gegn opnum stöðlum og frjálsu flæði upplýsinga í rúman áratug núna meðan önnur upplýsingatækni fyrirtæki hafa tekið slíku fagnandi, t.d. Sun (OpenOffice.org og Java), IBM (Linux o.fl.) og Apple (Darwin o.fl.). Afleiðingin fyrir Microsoft er sívaxandi tortryggni í þeirra garð og fjandsamlegt samband milli þeirra og annarra í upplýsingatækni geiranum og marga ráðamenn (t.d. Evrópusambandið).
Það er því gaman að heyra Gates setja þetta svona fram. Spurningin er svo hvort þessar yfirlýsingar hans séu vísbendingar um breytingar hjá Microsoft. Ef svo er væri það eflaust gott fordæmi fyrir ýmsa sem haga sér á svipaðan hátt. En því miður er fátt sem gefur ástæðu til að vera sérstaklega bjartsýnn (sbr. OOXML "staðal" Microsofts).
Skapandi kapítalismi til hjálpar fátækum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2008 | 21:09
Áhugaverð bók frá Stewart Mader um wiki og þekkingarþróun/menntun
Ég hef ekki lesið þessa nýja bók en miðað við fyrri skrif Maders er sennilega óhætt að mæla með henni bæði fyrir "bissness" fólk og fólk í hvers kyns menntastarfi. Hún hefur víða fengið mjög lofsamlega umfjöllun fyrir það hvað hún þykir praktísk en hér er ekki á ferðinni tæknileg umfjöllun um uppsetningu og rekstur wiki-kerfa, heldur er fjallað um leiðir til að innleiða slík kerfi þannig að þau nýtast sem best. Miðað við það sem ég hef lesið á þetta vel við skólasamhengi eins og vinnustaði. Þess má geta að enginn annar en Ward Cunningham, faðir wiki-kerfanna, ritar inngang.
Bókin er að miklu leyti unnin upp úr efni sem Mader hefur skráð á bloggið sitt undanfarin ár á www.ikiw.org. Vefsíða hans um bókina er svo á www.ikiw.org/wikipatterns og má lesa fyrsta kafla bókarinnar þar og sjá efnisyfirlit og atriðaskrá.
Tölvur og tækni | Breytt 11.4.2008 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 20:58
Þróun eða viðskipti?
Svo er hitt að með Windows stýrðum Classmate vélum sínum virðist nálgun Intel byggjast á kennslu á ákveðinn hugbúnað sem er víða notaður í þróuðum löndum. OLPC vill hins vegar gefa krökkum tækifæri til að læra um tölvur, ekki bara að læra á MS Word t.d., og notar því opinn hugbúnað sem krakkarnir geta sjálfir breytt og lagað að sínum þörfum ef þeir vilja. Allur hugbúnaður sem fylgir OLPC XO vélinni miðar að því að hvetja börn til að kynna sér ekki bara notkun tölvunnar heldur líka forritun og gerð efnis til að dreifa á netinu o.þ.h. Mér líst betur á OLPC nálgunina enda er ekkert sem segir að sá hugbúnaður sem er útbreiddastur í þróuðum löndum í dag verði það í framtíðinni eða að það sé besti kosturinn fyrir þróunarlönd. Mér finnst það undarlegt að þegar verið er að reyna að ná til jafn fjölmenns hóps nýrra tölvunotenda eins og eru í þróunarlöndum, að gefa sér að þessir nýju notendur skulu ekki hafa neitt um málið að segja - bara að þegja og þiggja.
En, eins og ég segi, ég held að ágreiningurinn nú snúist ekki um þetta. Þessi vinaslit vekja enn einu sinni upp spurningar um áform fyrirtækja eins og Intel (þetta á við um töluvert fleiri, t.d. OR) í þróunarlöndum. Er markmiðið að bæta aðstöðu fólks í þróunarlöndum eða snýst þetta bara um að búa til nýjan kúnnahóp? Er rétt að segja að Intel hafi nokkurn tíma verið þátttakandi í "þróunarverkefni" (einn þeirra manna lét jú einu sinni hafa eftir sér að Classmates verkefnið væri "viðskipti en ekki þróunarverkefni" - sama orðalag og OR notaði)? Ég á enn erfitt með að skilja hvernig er hægt að halda því fram að verkefni þessara aðila, sem koma óhjákvæmilega til með að hafa gífurlegar breytingar í för með sér fyrir þróunarlönd, eru ekki þróunarverkefni.
Intel hættir við þróunarverkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 4.2.2008 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2007 | 21:32
$100 ferðatölvan - barnaleikur einn
29.11.2007 | 12:16
Wikipedia: tækifæri í kennslustarfi
Ég trúi því innilega að Wikipedia geti verið mjög öflugt tæki í námi ef við tökum bara smá tíma til að læra á það í staðinn fyrir að banna það.
Tölvur og tækni | Breytt 30.8.2008 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 21:42
Google með keppni fyrir ungt fólk til að kynna opinn hugbúnað
Google hefur gengið í samstarf við fjölmörg opin hugbúnaðarverkefni, t.d. Apache, Drupal, Gnome, Moodle o.fl., allt vel þekkt forrit. Keppendur geta valið um útistandandi verkefni eftir listum sem eru að finna á vefsíðu keppninnar. Verkefnin eru ekki öll forritunarverkefni og ætti því að vera hægt fyrir alla að finna eitthvað við sitt hæfi.
Þetta er mjög áhugaverð leið til að kynna fyrir ungu fólki mikilvæga þætti í upplýsingavæðingu samfélagsins - hugbúnaðargerð, "open source", samstarf, allt sem tengist hugbúnaðargerð (það er ekki allt forritun!), o.s.frv.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 10:29
Möguleikar tölvutækninnar í framtíðinni
1. Skammtatölvur - Byggja á lögmálum skammtafræðinnar. Athyglisverðast við þessar er að þær eru ekki bundnar við hefðbundna tvígildisrökfræði sem tölvur nota í dag. Gildi í tölvum í dag er annaðhvort 0 eða 1 (bits) - ekkert þar á milli. Í skammtatölvum getur þetta gildi verið 0, 1 eða bæði í einu (qubits). Það eru engar tölvur til í dag sem byggja sannanlega á skammtafræði (Kanadískt fyrirtæki D-Wave hefur haldið því fram að þeir væru komnir með skammtatölvu en ekki hefur verið hægt að staðfesta það).
2. Ljóstölvur - Þetta eru tölvur sem nota ljósleiðara í rásir frekar en rafboð sem eru notuð í dag. Þessi aðferð notar töluvert minni orku en nútíma tölvur. Tæknin er enn of dýr til að vera raunhæf.
3. Snúningstölvur - Gáttir nota snúning einda til að varðveita gildi frekar en rafboð um gildi 0 eða 1. Eindir geta snúist upp eða niður. Snúningur þessi getur verið látinn samsvara gildunum sem notuð eru í dag, 0 eða 1. Aðferðin er mun orkuvænni en nútíma aðferðir. Hægt væri að láta tölvurnar vinna mun hraðar en nútíma tölvur (ein helsta hindrun við nútíma tölvur er hvað þær þurfa mikla orku og þ.a.l. framleiða mikinn hita). Ýmsir hafa sýnt tækni sem byggir á snúningi einda og þykir þessi tækni geta orðið næsta stóra þróunarstökk í framleiðslu tölva.
4. Efnafræðilegar tölvur - Nota efnahvörf í stað rafrása. Helsti kosturinn við þessa tækni er að tölvur geta haft sveigjanlega lögun og að jafnvel verði hægt að skipta einni tölvu í tvennt þannig að til verði tvær fullvirkar tölvur. Reyndu bara að saga nútíma ferðatölvuna þína í tvennt og sjáðu hvað gerist...
5. Genatölvur - Þetta er svakalega áhugavert. Þetta eru tölvur sem nota gen í stað kísilflaga og rafrása. Þær þykja ekki líklegar til að koma í staðinn fyrir nútíma tölvur, en þær bjóða upp á mjög skemmtilega möguleika sem sérhæfðar örtölvur. Tölvurnar geta orðið agnarsmáar þannig að hægt væri að koma fyrir triljón eintök í einum míkrólítra af vökva. Til að sýna möguleika slíkra tölva sýndu vísindamenn eina slíka sem hægt var að senda inn í mannslíkama þar sem hún gat greint krabbamein og losað sérhæfð lyf við því.
6. Plasttölvur - Nútíma tölvur nota kísilflögur og ansi mikið af þeim. Gallinn við þetta er að kísilflögur eru dýrar og framleiðsla sem notar þær krefst mikillar nákvæmni (sumir vilja meina að helsti sparnaður sem felst í smækkun örgjörva er að rándýru kísilflögurnar nýtast betur - þróun og framleiðsla smærri rása er í raun dýrari). Plasttölvur eru margfalt ódýrari og auðveldari í framleiðslu - hægt er einfaldlega að prenta þær. En plasttölvur eru mun hægvirkari en kísiltölvur og því er búist við að þær nýtast bara í afmörkuð sérhæfð tilfelli.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 09:46
Kostir og gallar Lögmáls Moores
Svo er líka viðtal við Gordon Moore, maðurinn sem setti fram Lögmál Moores fyrir rúmlega 40 árum. Lögmálið hefur verið uppfært nokkrum sinnum síðan það var fyrst sett fram, en það segir (núna) að fjöldi smára sem hægt verður að setja á kísilflögu muni tvöfaldast á hverjum 2 árum. Lögmálið hefur nokkurn veginn staðist og lítur út fyrir að ætla að standa næstu árin.
Lögmálið er nokkuð umdeilt. Núorðið virðist lögmálið ekki vera lýsing á þróun heldur krafa um þróun, þ.e.a.s. að ef örgjörvaframleiðendur fylgja ekki spá Moores eru þeir ekki samkeppnishæfir. Sumir vilja meina að það setji mikla pressu á örgjörvaframleiðendur sem kemur svo niður á neytendur sem þurfa að uppfæra tölvur sínar óþarflega oft þar sem hugbúnaðarframleiðendur miða sína framleiðslu við öflugustu örgjörva hverju sinni. Þar af leiðandi er 3ja ára gömul tölva of hægvirk til að keyra nýjasta hugbúnað.
Athyglisverðari gagnrýni er að lögmál Moores setur svo mikla pressu á örgjörvaframleiðendur til að fylgja ákveðinni þróunarbraut að þeir geta ekki varið tíma né fjármagni til að þróa nýja tækni. Ég er búinn að gera dauðaleit á netinu að greininni þar sem ég las þetta en ekkert gengið. Ef einhver finnur þetta látið mig vita.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 10:18