Færsluflokkur: Tölvur og tækni

"Megatrends in E-Learning Provision" verkefnið gefur út 3 ókeypis rit

"Megatrends in E-Learning Provision" er samevrópskt Leónardó da Vinci (ísl. landskrifstofan er hér) verkefni sem miðar að því að kortleggja stöðu tölvustudds náms í Evrópu. Verkefnið sendi í síðasta mánuði frá sér 3 rit, öll aðgengileg á netinu, sem eru afar áhugaverð fyrir þá sem láta sig þessi mál varða. Ritin eru:

The Provision of e-learning in the European Union - Gefur heildarsýn yfir stöðu tölvustudds náms í Noregi og Evrópusambandslöndunum.

Megaproviders of E-Learning in Europe - Segir frá 26 stórum stofnunum í Evrópu sem bjóða upp á tölvustutt nám.

E-learning initiatives that did not reach targeted goals - Segir frá 9 evrópskum verkefnum sem gengu ekki upp.

Notar námsfólk Wikipedia of mikið eða ekki nóg?

Ég var að tala við vinkonu mína um daginn, sem er kennari í framhaldsskóla hér í borginni, um það hvernig námsfólk notar netið í námi sínu. Hún sagðist hafa vissar efasemdir um gagnsemi netsins þar sem nemendur eru of auðtrúa fyrir því sem þar er að finna. T.d. sagðist hún finna fyrir því að námsfólk treysti of mikið á Wikipedia. Ég vildi meina að það væri hvorki við netið né Wikipedia að sakast heldur að það er ekki næg áhersla lögð á úrvinnslu upplýsinga almennt í skólum. Hún spurði þá hvernig ætti að fara að því og ég varpaði fram ýmsum hugmyndum, t.d. að hvetja nemendur til að vinna meira með þessar upplýsingaveitur til að átta sig betur á því hvað liggur þar að baki. Svo rakst ég í dag á grein um háskólaprófessor í Bandaríkjunum sem gerði nákvæmlega þetta. Þetta reyndist vera svolítið maus, smá vesen, en á endanum fannst nemendum þeir læra mikið, að verk þeirra hafði meiri þýðingu og þeir skildu betur hvað liggur að baki þekkingarsköpun og miðlun.

Opinn hugbúnaður í alla skóla í Rússlandi

Rússar ætla að nota opinn hugbúnað í öllum sínum skólum. Þetta gæti orðið tækifæri til að fá staðfest svör varðandi notkun opins hugbúnaðar í skólastarfi sem hefur skort til þessa vegna þess að svo fáir hafa þorað að stíga þetta skref til fulls.

Þeir sem þekkja mín skrif hér á blogginu um opinn og ókeypis hugbúnað vita að ég er mjög hlynntur notkun hans í skólastarfi. Það er ekki aðeins vegna kostnaðar heldur líka að mér finnst opinn hugbúnaður bjóða upp á skemmtilegri (og eðlilegri) námsmöguleika um tölvur, hugbúnað og upplýsingaflæði en lokaðar lausnir. Hins vegar eru flestir tregir til að stíga skrefið til fulls að nota opinn hugbúnað í skólastarfi og hafa margar ástæður verið nefndar, s.s. þarfir atvinnulífsins, skort á þjónustu, þekkingarskortur kennara o.s.frv., sem mér finnst að mestu ímynduð eða skálduð vandamál. En það er erfitt að staðfesta bæði mitt álit og álit þeirra sem eru á móti notkun opins hugbúnaðar þegar fá markviss dæmi eru til að draga lærdóm af.

Auðvitað eru Rússar ekki bara að gera þetta til að bæta nám í skólum. Kostnaður vegur örugglega þyngra og ekki má líta framhjá pólitísku ástæðunum sem Bill Thompson, viðmælandi BBC í greininni sem vísað er í fyrir ofan, bendir á (svipað og lá upphafleg að baki kínversku Red Flag Linux distró, sem varð óvart að meiru en upphaflega var ætlað - spyrjið ef þið viljið vita meira um það).

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu framtaki Rússa og sjá hvaða áhrif þetta hefur í raun og veru á þekkingu nemenda um tölvur og hugbúnað.

Víddir kínverskra netheima ekki svo "óralegar"

Í fréttinni segir, "Kínverskir netnotendur höfðu því nægan tíma til þess ferðast um óravíddir netheima." En við megum ekki gleyma að Kínverjar búa við mjög takmarkað netfrelsi (ath. að í frétt BBC er ekki minnst á "óravíddir" - virðist vera eitthvað sem þýðandi MBL bætti við). Það er jafnvel spurning hvort þetta hafi einhver áhrif á dreifingu tölvuvírusa sem fara um netið, þ.e.a.s. að vegna takmarkaðs aðgangs að netinu fara hlutfallslega fleiri á sömu vefi - ef tekst að sýkja þá næst góð dreifing.

Margir kannast við að kínversk yfirvöld ritskoða netið og takamarka aðgang Kínverja að miðlum sem þykja ekki við hæfi. Á vesturlöndum hefur þetta verið kallað Eldveggurinn Mikli (e. Great Firewall of China) en er kallað Gullni Skjöldurinn (e. Golden Shield Project) í Kína. Þetta er stórfurðulegt "kerfi" (ef svo má kalla því ekkert virðist kerfisbundið við það). Kínverjar loka algjörlega á suma miðla á landsvísu og eru þeir margir nokkuð fyrirsjáanlegir, t.d. vefir sem tengjast Falun Gong, gagnrýna kínversk yfirvöld og fjalla um Dalai Lama. Ástæður fyrir margar lokanir eru ekki svo augljósar, t.d. er ekki lokað á vef CNN en það er lokað á fréttavef BBC. Lokað er á suma vefi í sumum landshlutum sem ekki er lokað á í öðrum landshlutum. Stundum er lokað á vef í nokkra daga og svo opið í nokkra daga án sjáanlegrar ástæðu. Reglugerðir um netnotkun eru uppfærðar oft og er oft lítið samræmi milli eldri og nýrri reglugerða. En öll þessi ringulreið virðist vera nokkuð áhrifarík vegna þess að þetta verður til þess að yfirvöld þurfa ekki að loka kerfisbundið á allt sem óleyfilegt þykir, heldur hefur þeim tekist að fá kínverska netverja til að ritskoða sig sjálfa! Auðvitað eru alltaf einhverjir sem reyna að fara fram hjá Eldveggnum mikla og líklega töluverður fjöldi sem gerir það reglulega, en megnið að netnotendum í Kína kjósa sjálfir að passa upp á sitt vafur til að styggja ekki yfirboðara og eiga á hættu að missa það litla sem þeir hafa. Þ.a.l. er ekki ósennilegt að fleiri Kínverjar enda á sömu kínversku síðunum en ef þeir hefðu ótakmarkaðan aðgang að netinu. Smitaðu þessa vefi og þú ættir að ná góðri útbreiðslu í Kína.

Til fróðleiks má geta að í dag 08.10.2007 er lokað á þetta blogg í Kína og eins með hitt bloggið mitt á http://blog.lib.umn.edu/thay0012/leapfrog/.

Hægt er að kanna aðgengi að vefsíðum frá Kína á vefnum Great Firewall of China
mbl.is Tæplega milljón tölvur hrundu í Kína vegna veirusýkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

XO ferðatölvur fyrir alla

Bloggaði um þetta hér áður en fréttin birtist.
mbl.is 100 dollara fartölvurnar til sölu í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má bjóða þér XO ferðatölvu?

Margir hafa lýst yfir áhuga á að kaupa eintak af ódýru ferðatölvunni sem Negroponte og félagar hafa verið að þróa í MIT Media Lab. Þeir munu víst fá tækifæri til þess. Einstaklingar munu geta gefið $400 til verkefnisins, ca. andvirði tveggja tölva miðað við nýlegar verðhugmyndir, og í staðinn fengið eina tölvu og önnur fer til krakka í þróunarlöndum.

Það er sorglegast að svo virðist að þetta sé gert vegna þess að markaðssetning tölvunar til þróunarlanda hefur brugðist. Má sennilega kenna ýmsu um - skort á viðskiptaviti og samkeppni tölvufyrirtækja (sem virðast hafa nóg af viðskiptaviti).

Meira um þetta hér (en athugið að G1G1 átakið er ekki byrjað - það er hægt að gefa fé til verkefnisins á þessum vef en þið fáið ekki tölvu fyrir það, ekki fyrr en verkefnið verður sérstaklega tilkynnt)
Frétt BBC um átakið

Frjáls og opin hugbúnaður í skólastarfi - margþætt verkefni

Það er fróðleg grein eftir Sigurður Fjalar Jónsson um frjálsan og opinn hugbúnað (blogg Sigurðar Fjalars er hér) í Netlu síðan í sumar. Greinin er sú fyrsta af þriggja greina seríu um frjálsan og opinn hugbúnað í skólastarfi. Þetta er nokkuð ítarlegt yfirlit yfir sögu opins hugbúnaðs, frá Free Software Foundation Richard Stallmans til Linux stýrikerfi Linus Torvalds og margt þar á milli og í kring. En það er eitt sem mér finnst sárlega vanta, sérstaklega í ljósi þess að greinaserían á að snúast um skólastarf - þ.e. hlutverk opins hugbúnaðar sem tæki til þjálfunar og lærdóms. Sigurður Fjalar einblínir á þetta "frjálsa" (e. free - frjálst og ókeypis) og þó hann velti fyrir sér hvað fær fólk til að leggja tíma og vinnu í þessa þróun virðist hann ekki hafa komið auga á þessa hlið á málinu (ýjar samt kannski að þessu í tilvísunum í Webber). En Stallman og Torvalds hafa báðir bent á þetta. Sjá t.d. Stallman hér:
"A more important reason for schools to use free software is for the sake of learning. You see, in the teenage years, some students are going to want to learn everything there is to know about the inside of the computer system."

og Torvalds hér:
"I think open source ends up being a great learning experience for the people involved. It can be a way to get 'into' a project and understand how it works at a level that is really hard to achieve if you mainly use computers just to customise other people's projects."

Reyndar kemst Sigurður Fjalar lítið í skólamálin yfirhöfuð í þessari fyrstu grein og er það kannski helsti veikleiki hennar. En það kemur þá væntanlega í þeim sem á eftir koma.

Nokkrir hafa lagt það fyrir sig að rannsaka þessa "lærdóms-" hlið opins hugbúnaðs. Ég nefni sérstaklega Rishab Aiyer Ghosh. Eins hefur almennur áhugi á "open source" hugmyndafræðinni vaxið gífurlega og verið að skoða þetta í ýsmu samhengi.

Ég hlakka svo til að sjá seinni greinarnar frá Sigurði Fjalar.

Hér er ritgerð sem ég og Patrick Walsh skrifuðum um rannsókn sem við gerðum á tengslum þekkingarþróunar og þátttöku í þróun opins hugbúnaðar
Hér er svo blogg sem við notuðum meðan við vorum að vinna rannsóknina - fullt af áhugaverðum tenglum þar

Upplýsingaveita um nám - enn einu sinni...

Í upphafi árs 2006 komu Kennarasambandið og Menntamálaráðuneyti sér saman um 10 skref til sóknar í skólamálum á Íslandi. Starfshópar hafa svo unnið hörðum höndum og hafa verið gefnar út áfangaskýrslur um fjölmörg málefni sem aðgengilegar eru á vef Menntamálaráðuneytisins. Þar á meðal er skýrsla starfshóps um fjar- og dreifnám sem birtist í janúar á þessu ári. Megintillaga starfshópsins samkvæmt þessari skýrslu er að stofnuð verði upplýsingaveita um fjar- og dreifnám á Íslandi.

Í skýrslunni er nokkuð ítarleg lýsing á upplýsingaveitu, hlutverki hennar og hvernig hún skal uppbyggð. Hún er mér ansi kunnugleg þessi lýsing. Í megindráttum er hún nánast eins og ég myndi lýsa Mennt.is, sem var upplýsingaveita sem Mennt - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla smíðaði fyrir um 5-6 árum og ég var verkefnisstjóri fyrir. Þetta var ekki fyrsta tilraun til að koma upp svona upplýsingaveitu, en þetta var í fyrsta skipti sem náð var svo langt að starfrækt var um tíma upplýsingaveita sem var aðgengileg á netinu.

Helstu markmið með smíði Mennt.is var að koma upp upplýsingaveitu (reyndar um allt nám fyrir ofan grunnskólastig - en þessi tillaga er um nám á grunn- og framhaldsskólastigi) þar sem upplýsingar um námsframboð á Íslandi myndu vera aðgengilegar og samanburðarhæfar. Þ.a.l. var lögð áhersla á staðlaðar lýsingar með notkun lýsigagnastaðla e.o. ISCED og LOM/IMS staðla.

Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Menntamálaráðuneytið og lagði ráðuneytið töluvert fjármagn í verkefnið (samt ekki eins mikið og lofað var en það er önnur saga). Mér finnst því furðulegt að nú sé verið að endurreisa þessa hugmynd og að ekki skuli sagt eitt einasta orð um Mennt.is. Þó svo að upplýsingaveitan sé ekki lengur aðgengileg er öll grunnvinnan sem unnin var ennþá til. Það væri mikill vinnusparnaður að byggja á þeirri vinnu sem við lögðum í Mennt.is á sínum tíma frekar en að varpa þessu núna fram sem nýja hugmynd sem þurfi að vinna frá grunni.

Greinar sem voru skrifaðar um Mennt.is:
Grein e. Stefanía K. Karlsdóttir og mig í Morgunblaðinu 2001
Grein e. mig í CEDEFOP Info 2002

Ísland í 2. sæti!!!

... yfir lönd þar sem er mest notað af ólöglegum hugbúnaði.

Að meðaltali er stolinn hugbúnaður að andvirði ca. 14.000 kr. (US$225) á hverri tölvu á Íslandi. Það munar ca. 1.500 kr. (US$25) á okkur og Aserbædjan!

Kannski gætum við minnkað þetta að einhverju leyti með því að nota opinn og ókeypis hugbúnað í skólum. En þá verða þeir sárir hjá Microsoft. Í staðinn virðast þeir sætta sig við það sem þeir fá og halda áfram að ýta undir hugbúnaðarstuld með því að sannfæra skólafólki um að þeir verði að nota MS hugbúnað með alls konar dúbíus rökum.

 


Hmm... Hver er þessi Zoellick?

Meira eða minna hrakinn úr stjórn Bush vegna þess að honum tókst illa að koma hlutum í verk. Eins og Bolton, bara ekki eins mikill dóni. Hann veit kannski meira um alþjóðamál en Wolfowitz, en hann hefur bara verið svolítið misheppnaður greyið. Er nokkur ástæða að ætlast til að betur gangi hjá honum í Alþjóðabankanum?

Svo getur hann látið frá sér mjög "gáfulega" hluti, e.o.:

"People driven by enmity or by a need to dominate will not respond to reason or goodwill. They will manipulate civilized rules for uncivilized ends." 

Robert B. Zoellick, Campaign 2000: A Republican Foreign Policy, Foreign Affairs, January/February 2000.

Berið það svo saman við bréf sem hann undirritaði 1998 (tengist PNAC - rugludallaklúbbur sem stefnir að Bandarískum alheimsyfirráðum):

"We urge you to seize that opportunity, and to enunciate a new strategy that would secure the interests of the U.S. and our friends and allies around the world.  That strategy should aim, above all, at the removal of Saddam Hussein’s regime from power.  We stand ready to offer our full support in this difficult but necessary endeavor."

Hmm... an example of "enmity", "a need to dominate" or both?

 

En, nafnið hljómar eins og "Selleck", sbr. Tom Selleck, sem lék Magnum P.I. Ég vildi að ég héti Magnum! 


mbl.is Robert Zoellick verður forstjóri Alþjóðabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband