Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Hefði átt að reka hann

Það munaði svo litlu. En svona vill pólitíkin oft vera - stórlaxarnir gera aldrei neitt af sér - allt saman misskilningur.

Svo kemur stóra spurningin - hvað gerist næst? Fá Bandaríkjamenn að tilnefna pólitískan forstjóra eins og áður eða verður einhver sem er raunverulega hæfur í djobbið ráðin? Nú er tækifæri til að gera mjög jákvæðar breytingar sem gætu haft mikla þýðingu fyrir þróunarmál.

<bætt við seinna> Bandaríkjamenn ætla þá víst að fá að útnefna sinn mann aftur. Hver verður nú? Kannski Gonzales - fer hann ekki að þurfa að fá nýja stöðu? Fátt kæmi á óvart.

 

<önnur viðbót> Var að lesa yfirlýsingu Wolfowitz. Þar telur hann upp öll góðverkin sem hann hefur unnið síðustu 2 árin. En skrítið, ekki orð um stórverkin í Írak!


mbl.is Wolfowitz segir af sér embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný samkomulagstillaga - engin samábyrgð

Sagt er að stjórn bankans hafi hafnað tillögu sem lögð var fram í morgun sem átti að fela í sér viðurkenningu á samábyrgð bankans á málinu. Skv. nýju samkomulagstillögunni á víst að "credit him for some achievements as president of the global poverty-fighting institution, including a sharpened focus on aiding Africa and stemming corruption."

Umm... Eigum við ekki taka út orðið "stemming"?


mbl.is Wolfowitz sagður semja um starfslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert samkomulag um Wolfowitz

Veit svo sem ekki hvaða samkomulag er verið að tala um hér en ef átt er við lokatilraun Bandaríkjamanna til að reyna að sannfæra stjórn bankans um að leyfa Wolfowitz að hverfa frá með reisn þá er víst búið að hafna því. Og gott á hann segi ég. Ég er búinn að vera stúdera bankann í næstum 2 ár núna, eða frá því rétt áður en Wolfowitz tók við stjórn.

Ég hef því fylgst með hvernig hann hefur smám saman verið að gera nafn bankans aftur að því blótsyrði sem það var hér á árum áður. Þá voru "Bretton Woods stofnanirnar" s.k. (Alþjóðabankinn og Alþjóðgjaldeyrisjóðurinn) mikið gagnrýndar fyrir þær kröfur sem þær gerðu til styrk- og lánþega sem þóttu oft óraunhæfar og ólíklegar til að stuðla að bættum hag fólks í þróunarlöndum. En stofnanirnar breyttust og reyndu að sýna í verki að þær voru tilbúnar að vinna með þróunarlöndum frekar en að skipa þeim fyrir - og Alþjóðabankinn þótti sýna meiri framför en Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn í þessu tilliti.

Svo kemur Wolfowitz, sem hafði litla þekkingu á þróunarmálum fyrir utan að hafa verið sendiherra í Indonesíu, og þykist ætla að hreinsa svolítið til. Andspillingarstefna hans bitnaði meira á fátæka alþýðu í þróunarlöndum heldur en spilltar stjórnir. Og meðan hann er að þessu er hann að kasta umtalsverðum fjármunum í dúbíus verkefni sem tengjast hagsmunum Bandaríkjanna í trássi við lög bankans. T.d. sendi hann $500m til Íraks, en lög bankans banna honum að fjárfesta í löndum þar sem ríkir ófriður og þannig ástand að landið getur ekki ábyrgst endurgreiðslu. Hvernig fellur Írak ekki undir þetta bann?

Það verður gott fyrir bankann að losna við Wolfowitz. Best væri að reka hann. Senda skýr skilaboð um að bankinn ætli ekki að funkera með þessum hætti lengur. Evrópa mætti í framhaldinu framsala sér eignarrétti á forstjórastöðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimta það sama af Bandaríkjamönnum gagnvart Alþjóðabankanum og hleypa alvöru stjórnendum að þessum stöðum en ekki alltaf þessi peð "with an agenda in their side pocket!"


mbl.is Fullyrt að Wolfowitz segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Luv'em & leave'em

Þá er víst kominn tími til að fórna Wolfowitz. Hann er búinn að senda $500m til Íraks (í trássi við reglur bankans) til að minnka álagið á Bandaríkjamenn. Lokið ýmsum öðrum verkum, e.o. að skamma Úsbekistan fyrir að leyfa Bandaríkjamönnum ekki að nota flugvelli sína. "Mission accomplished", engin þörf fyrir hann lengur (svo er þetta líka að verða leiðinda vesen).

Allt skv. forskrift Bush stjórnarinnar - þegar róðurinn er erfiður "just walk away and don&#39;t look back", sbr. Libby, O&#39;Neill, McNulty, o.s.frv. En Bush, Cheney og Rove eru heilagari en Jesús sjálfur, enda allir smurðir af heilögu þrenningunni: Falwell, Dobson og Robertson.


mbl.is Hvíta húsið segir „allt koma til greina“ um framtíð Alþjóðabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff! Eins og blaut tuska framan í Bush & co.

Því miður, er orðið of seint að ætla að komast upp með þetta. Og góðvinurinn Jerry Falwell dáinn líka. Allt að fara til helvítis!
mbl.is Bandaríkjunum tókst ekki að fá G7 ríkin til að styðja Wolfowitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn fyndnara þegar ekki er verið að grínast

Þetta minnir mig á mjög skemmtilega grein sem ég las fyrir mörgum árum - og hún átti ekki að vera grín held ég.

Á mínum unglingsárum vann ég sem sendill á Morgunblaðinu (langt síðan - í gamla gamla Moggahúsinu í Aðalstræti). Einn blaðamaður hafði límt á hurðina sína lesandabréf klippt út úr erlendu tímariti (man ekki hvaða en minnir að það hafi verið eitthvað þekkt). Í bréfinu var varað við þessa stórhættulegu þjóð á norðurhjara veraldar sem var að laumast til að vígbúast gegn heiminum. Hér var auðvitað átt við Ísland og landið nafngreint. Bréfaritarinn benti á óyggjandi sönnur fyrir því að íslendingar væru að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri. Ekki þyrfti annað en að líta á loftmyndir af landinu, eða einfaldlega að fljúga yfir, og sjá reykinn sem stígur upp úr jörðinni og eru þetta greinilega neðanjarðar kjarnorkuvopnaskotpallar.

Sorglegt þegar fólk getur ekki haft húmor fyrir svona. Það missir af svo miklu. web metrics
mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland fellur á Network Readiness lista WEF

World Economic Forum gefur árlega út lista yfir s.k. Network Readiness Index, þ.e. hæfni þjóða til að nýta sér upplýsingatækni. Undanfarin ár hefur Ísland vermt efstu sæti listans ásamt öðrum Norðurlöndum fyrir utan Noreg, sem hefur verið í 13. sæti. Efst komst Ísland árið 2004-05 þegar það var í öðru sæti á eftir Singapore. Í fyrra féll Ísland niður í 4. sæti. Í ár fellur Ísland aftur og er nú í 8 sæti.

Ég veit ekki hverjar ástæðurnar eru fyrir þessu falli en það hlýtur að vera nokkuð ljóst að okkur er ekki að takast að tileinka okkur tækninýjungar og notkunarmöguleika þeirra. Mér finnst ég sjá í þessu tilhneigingu okkar íslendinga til að tileinka okkur málefni í skamman tíma og halda svo að búið sé að redda málunum. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að upplýsingatækni er í stöðugri þróaun og að mikilvægt er fyrir okkur að bregðast skjótt við breytingum og tileinka okkur nýjungar eins ört og hægt er í samskiptum, viðskiptum, menntun og stjórnsýslu.

Væri ekki rosalega sniðugt fyrir einhvern að kaupa fyrir mig skýrsluna svo ég geti greint innihaldið nánar?

Reyndar var það miðlægur þjónn Napster sem varð honum að falli

Það er rangt sem sagt er í fréttinni að Napster notaði ekki miðlægan þjón. Napster notaði miðlægan "index" þjón til að skrá allt sem var í boði í gegnum Napster netið. Þetta er eiginlega það sem varð Napster að falli. Síðari peer-to-peer (P2P) forrit sem komu, e.o. Kazaa og Gnutella, nota engan miðlægan þjón og er því ómögulegt að loka alveg á þá þar sem þá þyrfti að loka á allar tölvur einstaklinga sem nota hugbúnaðinn. Með Napster var nóg að slökkva á miðlæga þjóninum og þá gátu notendur ekki miðlað eða fengið upplýsingar um þau skjöl sem voru í boði.
mbl.is 50 merkilegustu tækniundrin valin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að breyta en samt eitt og annað ábótavant í þessari skýrslu

Það fer ekki milli mála að það þarf breytingar en mér finnst skýrlsuhöfundar ekki hafa skoðað alla möguleika nægilega vel (meira hér).
mbl.is Sighvati komið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglur Asimovs tryggja ekki völd mannsins heldur að vélmenni skaði ekki menn - eða mannkyn?

Það er nú ekki alveg rétt að reglur Asimovs hafi verið til þess að tryggja völd mannsins yfir vélmennum þó reglu 2 mætti skilja þannig eina og sér. En reglurnar eru þaulhugsaðar og Asimov gerði margar tilraunir með reglurnar og lagfærði í sögum hans um vélmenni. En það sem er mikilvægast að skilja er að reglurnar mynda allar eina heild og eru leiddar af hverri annarri. Reglurnar 3 eru þessar (nenni ekki að þýða):
  1. A robot may not injure a human being or, through inaction, allow a human being to come to harm.
  2. A robot must obey orders given it by human beings except where such orders would conflict with the First Law.
  3. A robot must protect its own existence as long as such protection does not conflict with the First or Second Law.

Augljóslega getur vélmenni breytt gegn skipun manns ef skipunin brýtur í bága við höfuðregluna.

Reyndar bætti Asimov einni reglu við sem hann kallaði Núlltu regluna - svonefnd því hún nær yfir 1. regluna (og þar með allar hinar):

A robot may not harm humanity, or, by inaction, allow humanity to come to harm.

Þessi regla er nokkuð mikilvæg því hún breytir algjörlega áherslum hinna með því að nefna "mannkyn" í stað manns. Túlka má regluna þannig að hugsanlega má vélmenni skaða mann ef það er mannkyninu til góða. Ef ég man rétt reyndist svolítið erfitt að láta þessa reglu ganga upp.

Ég held að það hafi alltaf verið ljóst að setja þyrfti svona reglur einhverntíma. Það að Asimov skyldi setja þær fram fyrir næstum því 65 árum (reyndar voru þær að mótast fyrir þann tíma en þetta er ártalið sem Asimov sjálfur gaf alltaf upp) og þær þykja enn svo skynsamlegar hlýtur að teljast nokkuð merkilegt.

(06.05.2007) Bæti við myndskeið um þetta sem var sett á mbl.is í dag: http://www.mbl.is/mm/frettir/myndskeid.html?file_id=17538
mbl.is Siðareglur um samskipti manna og vélmenna settar í Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband