Færsluflokkur: Menntun og skóli
14.11.2013 | 10:10
Mýtan um samkeppni í menntamálum

![]() |
Vill aukna samkeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2013 | 08:59
Um tillögur hagræðingahóps
Tillögur sem svipar til tillagna hagræðingarhópsins hafa í mörgum tilfellum verið lagðar fram áður. Það er hins vegar ekki nægilegt að leggja fram góðar tillögur og hugmyndir, það þarf að koma þeim til framkvæmda.
![]() |
41 tillaga þegar í úrvinnslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2013 | 23:40
Framtíð menntunar: Hvað á að horfa langt fram í tímann?


Menntun og skóli | Breytt 19.6.2014 kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2013 | 12:06
Af hverju halda sumir að stytting náms muni draga úr brottfalli?

![]() |
Stytting náms hagkvæmur kostur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2013 | 11:38
Rit um mikilvægi framtíðarfræða frá NESTA - nýsköpunarstofnun í UK

NESTA er sjálfstæð stofnun í Bretlandi sem hvetur til nýsköpunnar í þágu samfélags, iðnaðar og atvinnulífs - einskonar bresk útgáfa af Nýsköpunarmiðstöð okkar. Þeir voru að senda frá sér þetta áhugaverða rit um mikilvægi framtíðamiðaðar hugsunar sem heitir Don't stop thinking about tomorrow: A modest defence of futurology.
Mjög þörf lesning!
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2013 | 10:54
Vendikennsla - nám sniðið að þörfum nemenda
Menntun og skóli | Breytt 3.2.2017 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 21:37
Tækninýjungar og framtíð menntunar

- aukið aðgengi að alls kyns hlutum vegna þess að það þarf ekki að hugsa um hvernig eigi að koma framleiddum vörum á þá staði þar sem þær verða notaðar
- fýsilegt að setja á markað vörur sem hefðu ekki svarað kostnaði þar sem ekki þarf að taka tillit til framleiðslukostnaðar á vörum sem er gert ráð fyrir að seljist í litlu upplagi
- krefst annarrar hæfni í vöruþróun, sérstaklega þarf hæfni eða innsýn í hönnunarferli
- þarf að huga að sjálfbærni og umhverfislegum þáttum til þess að tryggja að breyttar framleiðsluaðferðir (sem færist á neytandann) leiði ekki til sóunnar og ofnotkunar á takmörkuðum auðlindum
Menntun og skóli | Breytt 12.7.2013 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2013 | 15:58
Höfundarréttur, efnahagskerfið og ábyrgð menntakerfisins
<kaldhæðni>Okkur blöskrar þessi framkoma. Fólk verður að skilja muninn á réttu og röngu. Að stela efni sem þessu [útlit vefsíðu Sjóræningja] á internetinu er ógn við hagkerfi heimsins.</kaldhæðni>
Menntun og skóli | Breytt 18.12.2015 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2013 | 14:44
Mjög áhugaverð keppni í forritun og vélmennahönnun um helgina
Um helgina verður FIRST LEGO League forritunar- og vélmennahönnunarkeppni haldin í Háskólabíói. Þetta er mjög áhugaverð keppni sem hefur verið haldin árlega á Íslandi í nokkuð mörg ár núna þar sem ungt fólk fær tækifæri til að sameina tækniþekkingu og hugvit við að leysa mjög praktísk verkefni.
Í gegnum árin hefur Lego átt þátt í að leiða margt hæfileikaríkt ungt fólk á braut uppfinninga og tækniþróunar. Smá sögulegt ágrip fyrir þá sem ekki þekkja: Lego hóf samstarf við Seymour Papert(frumkvöðull í notkun upplýsingatækni í skólastarfi - bjó til Logo forritunarmál fyrir krakka, kom af stað einni fyrstu stórtæku 1:1 fartölvuvæðingunni í skólum í Maine-fylki í BNA. og margt fleira) fyrir nokkrum áratugum sem leiddi af sér Lego Mindstorms vörulínuna. Það sem gerir Lego Mindstorms vörulínuna sérlega áhugaverða fyrir skólafólk, að vörulínan er hönnuð út frá vel grunduðum pedagógískum pælingum. Lego Mindstorms eru forritanleg Lego sett sem eru notuð til að búa til einföld og lítil vélmenni. Með þessu kynnist ungt fólk forritun, vélmennahönnun, gervigreind, o.s.frv. Lego Mindstorms hefur líka verið notað til kennslu á háskólastigi. Notkun Lego Mindstorms innan skóla jafnt sem utan hefur verið mikið rannsökuð og þykir það mjög heppilegt tæki til að kynna fyrir ungu fólki möguleika nútíma tækni á öllum skólastigum.
![]() |
Forrita vélmenni til að leysa verkefni eldri borgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2012 | 15:44
Sérkennsla í íslenskum skólum: Er hátt hlutfall gott eða slæmt?
Í fréttunum tveimur er hlutfall íslenskra nemenda borið saman við reynslu í nágrannalöndum. Fram kemur að hlutfallið er töluvert hærra á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum (rétt í kringum 10%) en aðeins hærra en í Finnlandi. Segir að hlutfallið í Finnlandi er um 21% miðað við 27,5% á Íslandi (reyndar hef ég séð hærri tölur frá Finnum sjálfum, allt upp í 27%, og geri ég ráð fyrir að munurinn stafar af því að það sé svolítið óljóst hvað telst til "sérkennslu").
Þannig að sú þjóð sem kemst næst okkur er Finnland. Þetta er mjög athyglisvert því að Finnar líta svolítið öðruvísi á sérkennslu en margir aðrir. Þeir eru stoltir af háu hlutfalli nemenda sem fá sérkennslu og líta á það sem mikilvægan þátt í velgengni finnskra nemenda í alþjóðlegum könnunum (aðallega PISA og TIMSS). Finnar hafa mótað sitt menntakerfi til að tryggja að finnskir námsmenn búi yfir tiltekna hæfni að loknu skyldunámi. Þetta er töluvert frábrugðið því sem gerist í mörgum öðrum menntakerfum þar sem markmiðið er ekki endilega að nemendur kunni tiltekna hluti við lok náms, heldur að þeir hafi fengið leiðbeiningu í tilteknum fræðum við lok náms. Vegna þessara áheyrslna í námsmarkmiðum hafa Finnar mótað sitt menntakerfið þannig að kennarar reyna að koma auga á námsörðugleika eins fljótt og hægt er og beita hvaða úrræðum sem þörf þykir til að hjálpa námsfólki að komast á það þekkingarstig sem þeir eiga að vera. Þess vegna er hlutfall nemenda sem fá sérkennslu í Finnlandi mjög hátt miðað við önnur lönd.
Það að tiltölulega hátt hlutfall íslenskra nemenda skulu fá sérkennslu er ekki endilega neikvætt. Það gæti líka verið vísbending um að íslenskir skólar eru að leggja sig fram við að mæta ólíkum þörfum nemenda.
![]() |
35,4% í sérkennslu á Vesturlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 19.2.2013 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)